Páskast…

…ég var búin að minnast á það um daginn að páskav-rurnar eru komnar í Húsgagnahöllina og eins og alltaf, þá eru þetta dásamlegu vörunar frá Lene Bjerre sem eru orðnar í miklu uppáhaldi hjá mér…

#samstarf

…en þetta eru svo einstaklega fallegar styttur og annað punt sem er alveg ekta að fara að safna sér….

Smella til að skoða páskaskrautið!

…þessar styttur finnst mér alveg einstaklega flottar…

…og þessi hérna dásamlegar í rólunni var að koma ný í ár, held ég…

…en ég fékk því nokkrar vörur með heim, svona til þess að stilla upp og gefa ykkur smá innblástur og hugmyndir fyrir páskana – þessir hérna vasar fannst mér alveg hreint draumur. Svona stórir og rustic…

…finnst líka svo skemmtilegar andstæður að sjá svona fínlegar styttur og túlípana með grófleikanum í vösunum…

…fyrst að maður er komin með greinar í vasana þá þarf að setja eitthvað fallega á þær og eggin sem eru til núna í Höllinnni eru alveg draumur…

…og hér þetta að verða til, skraut komið á greinarnar, blóm í vasa og stytturnar með…

…þessi egg eru alveg geggjuð – svo fallegur þessi litur á fjöðrunum…

…sjá þetta krútt…

…þessi dásemdar bollukanína kom mér líka á óvart, en hún er svo ótrúlega sæt og ánægð með lífið að ég er alveg að elska hana…

…en eitt af mínu allra uppáhalds eru þessi hérna egg.
Það sem þau eru falleg og ég stakk svo bara brúðarslöri innan í þau…

…þetta finnst mér vera skraut sem er alls ekki bara bundið við páskana – og það væri hægt að skreyta þau á svo marga vegu…

…þarna sést þetta svo vel, fínt og gróft blandað saman…

…og lokaútkoman var þessi, en ég tók í burtu neðri hilluna af borðinu svona til tilbreytingar…

…en ég átti líka afgangsblóm sem ég ákvað að setja í einn gamlan vasa frá Húsgagnahöllinni…

…síðan notaði ég bara Holger bakkana mína og stillti upp með blómavasnum og svo að mestu með fallegum nytjahlutum…

…átti síðan lítið hreiður og kanínu og ákvað að leyfa því að vera með, smá svona nammiegg í skálina…

…og stærra hreiður á stærri diskinn – finnst þetta svo fallegt…

…eitt kvöldið núna í vikunni skein líka svo falleg sól inn um gluggana í stofunni og ég stóðst ekki mátið að mynda…

…en hengiskrautið var að njóta sín vel í birtunni…

…sjáið þið hvað þetta er flott!! ♥

Smella til að skoða páskaskrautið!

…ég er að fíla þetta svo vel, allt svona létt og ljóst og páskar í bland. En mér finnst alveg möst að setja örlítið upp og til þess að gera hátíðlegri fyrir páskana. En hvernig er þetta hjá þér, páskaskreytir þú?

Njótið helgarinnar ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

1 comment for “Páskast…

  1. Sigríður Þórhallsdóttir
    27.03.2023 at 22:39

    Já ég skreyti alltaf yfir páskana eins og jólin 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *