Bjartari dagar…

…allir þessir löngu björtu dagar sem við erum að upplifa hérna á höfuðborgarsvæðinu eru alveg að bjarga mér þessa dagana. Það er nú bara þannig að eftir langan og dimman vetur (sem er víst alls ekki búin víðs vegar um landið) og þá er maður farin að sjá glitta í vorið þarna handan við hornið…

…eins og ég er er líka búin að vera að sýna ykkur þá er eitt og annað tengt páskunum komið upp hérna heima. En mér finnst orðið gaman að setja þetta upp nokkrum vikum fyrir páska og er í raun farin að kalla þetta vorskraut…

…kannski er það líka vegna þess að ég er ekki með heiðgult eða aðra sterka liti, en elska að pikka upp eitt og annað smálegt sem minnir á sumarið – eins og þetta hreiður sem ég fékk í Litlu Garðbúðinni fyrir fjölmörgum árum…

…stjakarnir eru síðan með kertum sem eru svona beigebleik, smá pastel inn í páskana en ekkert æpandi. Kertin, stjakarnir og kanínan eru frá Húsgagnahöllinni (#samstarf)…

…þessi litla er reyndar líka frá Höllinni en orðin nokkurra ára gömul…

…og getum við talað um þessa birtu sem skín inn um gluggann og gefur mér þessa fallegu skugga…

…elska sko ♥…

…finnst það líka alltaf jafn fallegt vera með brúðarslör í vasa, fyrir utan þá staðreynd að það þornar svo fallega og getur því staðið í nokkrar vikur ef út í það er farið…

…svo fyrst við erum með páskana í næstu viku – þá varð ég að setja inn uppáhalds páskalöberinn minn frá Jónsdóttir & co, sem ég er búin að eiga síðan 2016…

…en ég verð að mæla með að þið fylgið henni Ragnhildi vinkonu minni sem er með Jónsdóttir & co á sínum miðlum, en hún er einn af þessum litlu einyrkjum sem eru að sinna sína af einstakri aðlúð og einlægni og gerir bara allt svo fallega. Það er eiginlega bara bráðhollt fyrir sálina að fylgjast með henni og þekkja

Jónsdóttir & Co á Facebook
Jónsdóttir & Co á Instagram

…en það er hægt að panta hjá henni löberinn með því að senda henni skilaboð á báðum stöðum…

…dásamlega fallegur hördúkur, en þið sjáið glitta í annan löber sem er með undir mínum, því ég var að prufa að gera kantinn svona aðeins grófari…

…annars vona ég bara að þið séuð að fara að eiga yndislegan dag

ps. þætti ótrúlega vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum – það er mér mjög dýrmætt! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *