Páskakrútt…

…ég var svo heppin að fá senda gjöf um seinustu helgi frá elsku stelpunum í Búðin Decor. En þetta er bæði verslun á netinu og svo er búðin sjálf staðsett í Askalind 4 í Kópavogi. Ég verð að nota tækifærið og mæla með að kíkja við því að þær eru með alveg einstaklega mikið af fallegum vörum…

Smella til að skoða Búðin Dekor á netinu!

…en í þessum pósti langaði mig að sýna ykkur hvað leyndist í pokanum mínum…

Smella til að skoða páskavörur!

…en mér til mikillar gleði var þetta ýmislegt sem tengist páskunum, en það voru að koma svo fallegar páskavörur í verslunina og var einmitt búin að vera að fylgjast með þeim bæði á Insta og Facebook – takið líka eftir pappaegginu með slaufunni en maður fyllir það bara með því sem hugurinn girnist….

Smella til að skoða svart pappaegg – smella hér!

…fyrsta verð ég að sýna ykkur Eating rabbit, en þetta eru alveg hreint dásamlegar skálar með kanínueyru og dindil, fullkomnar til þess að geyma eitthvað gotterí, að gera skreytingar í, eða byrja að safna málsháttum í. Merkja með upphafsstöfum fjölskyldumeðlima og ártalinu, svo er hægt að taka þetta upp og skoða og hafa gaman að…

Smella til að skoða Eating rabbit!

…annað sem í pokanum leyndist voru þessi hérna dásemdarkrútt, þríburarnir. Til í þremur litum og hreinlega bara yndislegir…

Smella til að skoða þríburana!

…nú svo er það klassíkin að hengja eitthvað fallegt á greinar og þá eru þessi pappírsegg alveg yndisleg…

…þannig að ég dreif nokkrar greinar upp í eldhúsgluggann og hengdi þau upp…

…bæði pappaegginn og svo þessi svörtu sem eru með svona “steypri” áferð…

Svört egg – smella hér!
Skraut pappaegg fjólublátt – smella hér!
Skraut pappaegg sandlitur – smella hér!
Skraut pappaegg minni hvítt – smella hér!

…ég varð þá líka að færa skálarnar og fattaði að ég átti einmitt könnu í stíl við bæði skálarnar og litlu kanínurnar…

…en þær eru svona hvítar að lit með litlum skellum á í brúnleitum lit…

…svo eru það þessi sem eru bara sæt alls staðar…

…enn og aftur þá þakka ég kærlega fyrir mig elsku Rakel og Guðrún – þið eruð dásamlegar ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like –
þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *