Innlit í Rúmfó á Smáratorgi…

…í seinustu viku fékk ég tækifæri til þess að setja upp bás í Rúmfó á Smáratorgi.  Þið getið fundið hann á efri hæðinni, þar sem húsgögnin eru – beint á móti rúllustiganum.  Mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum, og hugmyndum, sem urðu til þegar að básinn var gerður!
…en ég er mjög ánægð með útkomuna á rýminu og ég held að margir geti séð eitthvað sem hægt væri að heimafæra á auðveldan máta…
…lítil borðstofa og stofa, allt í sama rýminu…
…mottan finnst mér æðisleg en ég fann hana því miður ekki á heimasíðunni hjá Rúmfó…
…eins finnst mér borðið alveg ferlega flott, en það er marmara-áferð öðru megin og hinum megin er eik – sem sé svona tvö borð í einu…
…fínlegar lappir undir…
…fyrir ofan sófann gerði ég líka smá myndagrúbbu, því ef þú átt ekki nógu stóra mynd fyrir ofan sófann, þá er hægt að ná sömu hughrifum með mörgum litlum…
…á borðinu er síðan vasi og í honum er gerviblóm sem eru í miklu uppáhaldi, og tveir einfaldir kertastjakar…
…hægindaruggustóll er síðan sérlega kózý til þess að kúra sér í…
…og blái liturinn á hægindastólnum tónar síðan vel á móti púðunum í sófanum…
…ég valdi síðan hliðarborð sem er í stíl við borðstofuborðið, og fyrst setti ég þrjár klukkur á vegginn…
…en breytti síðan til, og setti frekar spegil með.  Fannst hlutföllin á honum passa betur með…
…lampar eru síðan klassískir á hliðarborðin…
…og það var alveg kjörið að hengja síðan upp blómapottana með…
…og í hornið fengu að fara tveir pottar sem eru í raun í sumardeildinni, en æðislegir svona í stofu…
…eins finnst mér þessi skemill og stóru púðarnir hreint æðislegir…
…eins og áður sagði þá eru hliðarborðið og borðstofuborðið úr sömu línu…
…glerskápar eru síðan snilld inn í hvert rými – svo auðvelt að fylla þá af hlutum sem sýna persónuleika þess sem þar býr…
…mikið til af flottum bökkum og glösum…
…sérlega hrifin af þessum bollum…
…diskar og skálar í stíl…
…og svona gervimarmara skurðarbretti…
…æðisleg álgeymslubox úr áli…
…og yfir í borðstofuna…
…þessir stólar finnst mér sérlega töff…
…sérstaklega þegar maður sér á þeim bakið – ferlega töff mynstur á þeim…
…svo voru það þessi snagabretti, sem mér fannst svo flott að hengja upp tvö saman – nú eða fleiri…
…og hengja síðan blómapotta á þau…
…setti líka plasthankann þarna, sem er í raun úr baðdeildinni (ætlað til þess að hanga á blöndunartækjum í sturtu)…
…kemur alveg súper flott út að mínu mati…
…og þaðan yfir á borðið sjálft…
…meira svona bland í poka – enda finnst mér ferlega gaman að blanda saman – svona eins og maður gerir í raun og veru heima hjá sér…
…fíla svo vel þess grænu keramikskál…
…og svo litlu skálarnar og blanda þeim með hvítu/svörtu mynstruðu diskunum, og gefa þeim lit – ásamt servéttunum…
…þetta finnst mér alveg geggjað – svolítið öðruvísi og skemmtilegt…
…hvernig leggst þetta í ykkur?
Hér getið þið síðan smellt beint á nafnið og skoðað nánar á síðu Rúmfatalagersins:
Hadbjerg sófaborð
Kalby borðstofuborð
Minia borðstofustóll
Ingersby veggsnagar
Urban hornsófi
Kalby hliðarborð
Ilbjerg glerskápur
Vilhelm gráir veggpottar
Nebel ruggustóll
Vadsted skammel
Sallerup hringspegill
Denno veggklukkur

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

4 comments for “Innlit í Rúmfó á Smáratorgi…

  1. Margrét Helga
    17.04.2018 at 13:24

    Mjög flott….á pottþétt eftir að fá mér svona ruggustól við tækifæri….líklega mun ég láta verða af því þegar hann er hættur í sölu, miðað við mína framkvæmdasemi 😛

  2. Sigríður Þórhallsdóttir
    17.04.2018 at 23:38

    Mjög flott en mig langar mikið í gylltu hnífapörin. Verð að kaupa þau fyrr en seinna 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      19.04.2018 at 02:30

      Þau eru æði! Er mjög ánægð með mín 🙂

  3. Birgitta Guðjons
    20.04.2018 at 17:06

    Endalaust fallegt…..frábær lausn meðblómapottana og fatahengi…..og alveg dásamleg uppröðun í rýminu eins kallar hægindaruggustóllinn á mig og ekki á lágu nótunum…….hann bókstaflega gargar…..takk, takk fyrir að sýna mér ……eigðu góða helgi……

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *