Í grænni lautu…

…ég er enn að deila með ykkur myndum úr ferðinni okkar norður, en eins og áður sagði þá gistum við á Hömrum við Kjarnaskóg (í Kjarnaskóg?) og þar var alveg yndislegt að fara í smá labbitúra og bara vera og njóta.

…ég var búin að sýna ykkur fyrr í vor dásamlega fallegu línuna sem kom í Húsgagnahöllina úr melamin sem er alveg pörfekt á pallinn, eða í þessu tilfelli – í útileguna. Ég er líka hugsanlega eina konan sem arkar í smá pikknikk með risastórann trébakka, en hey – mig langaði að mynda þetta fallega 🙂

Ég er í samstarfi við Húsgagnahöllina en þessi póstur er ekki kostaður og unnin af mínu framkvæði!

…stundum, þegar maður er svona “on the go” þá er nú snilld að nota bara servéttur í stað diska. Auðveldar burðinn og minnkar uppvask…

…segir konan sem er með lítínn gler kertastjaka, til þess eins að nota hann sem mini blómavasa…

…ljós og skuggar – elska það…

…svo verð ég að viðurkenna að ég elska að vera með plastglös, sem að look-a alveg eins og virðulegustu kristalsglös…

…og þessi karafla, hún er hreint út gordjöss…

Smella hér til þess að skoða glös!
Smella hér fyrir karöflu!

…tappinn er merktur með fallega blóma lógó-inu…

…ég verð líka að viðurkenna að “Royal Copenhagen-fílingurinn” á þessum stelli er alveg að gera góða hluti fyrir mig…

…basttaskan mín frá Spáni er líka alveg að gera góða hluti í íslenskum lautarferðum…

…besti vinurinn þarna áberandi í bakgrunni…

….það eina sem ég sé að ég klikkaði á að pakka, þegar við komum heim aftur var sólin og sumarið – ekki nema það…

…þið getið smellt hér – til þess að skoða allar Medusa vörurnar… 

…vona að þið eigið yndislegan dag ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *