Fermingarveisla – veitingar…

…í fermingarveislum finnst mér í raun matarborðið alltaf vera stærsta skreytingin! Það getur verið svo gaman að horfa á fallegt og girnilegt matarborð og mér finnst alltaf endalaust gaman að leika mér að setja slík upp.

Það sem er gott að hafa í huga er:

  • Fallegur dúkur, t.d. löber eða efnisstranga/gardínu eins og ég er með hér, sem að brýtur aðeins upp borðið og flæðið.
  • Kertastjakar gera borðið alltaf hátíðlegra og þegar borðið er stórt, þá mega stjakarnir alveg vera í stærra lagi.
  • Blóm í vasa/blómaskreyting – annar hlutur sem gerir allt hátíðlegra.
  • Upphækkanir: hér var notast við kassa undir dúkinn, en það er hægt að nota ýmislegt til að redda sér
  • Diskar og föt fyrir matinn, getur skipt sköpum þegar raðað er upp.
//samstarf

…fyrir alls ekki löngu síðan opnuðu Hagkaup Veislurétti og ég var búin að vera að skoða heimasíðuna gaumgæfilega og leist svo vel á framboðið. Svo þegar við fengum að smakka þá var ekki aftur snúið, meira að segja matvanda fólkið mitt var hrifið og það gerist nú ekki alltaf.

Hagkaup Veisluréttir – smella hér til að skoða!

Snilldin við Veisluréttina er að þetta er gríðarlega fjölbreytt úrval, en hægt er að velja staka eða blandaða bakka, Sushi veislu og smurbrauðsveislu, auk þess að það eru sætir bakkar líka í boði. Þetta er síðan sent heim til þín á höfuðborgarsvæðinu og kemur mjög fallega framsett á bökkum, ásamt miðum sem segja til um hvaða réttur er hvað – tilbúið til þess að bera það beint fram. Eins og sést á þessari mynd frá henni Berglindi hjá Salina.is

…við ákváðum að vera með bland í poka af réttum í veislunni okkar og gestafjöldi var um 80 manns (með smábörnum). Má segja að við höfum sett áhersluna á hamborgara og kjúklingspjót, þar sem það var í uppáhaldi hjá fermingardrengnum. Síðan vorum við með tacos, vefjur, vorrúllur og falafel (vegan), og svo smurbrauð sem var hugsað svona til að vera með meira hefðbundið fyrir þá sem það vilja!

Ef maður skoðar hjá Leiðbeiningastöð Heimilanna, þá segja þau varðandi magn:

Borð með úrvali smárétta á vel við þegar halda skal upp á merkisatburði og áfanga.
Varðandi magn í á að giska tveggja tíma boð er miðað við u.þ.b. 12 -15 bita á mann ef um er að ræða pinnamat, en 10 bitar gætu dugað ef boðið er upp á eina tegund af tertu (kransaköku) líka, sem getur verið mjög viðeigandi, fer auðvitað eftir tilefninu

Leiðbeiningastöð Heimilanna

Við vorum því að miða við 75 manns og tókum í þessu magni:

  • 5 x bakkar vorrúllur/kjúklingaspjót = 300 stk.
  • 1 x bakki kjúklingaspjót = 30stk.
  • 6 x bakkar blandaðir borgarar = 120 stk.
  • 5x bakkar blandað taco = 120 stk
  • 4 x bakkar vefjur = 112 stk
  • 2 x bakkar falafel bollur = 80 bitar
  • 4 x blandað smurbrauð = 84 bitar.
  • 2 x bakkar ávaxtafantasía
  • Alls 826 bitar + ávextir

Við vorum því með 10-11 bita á mann, og svo átti eftir að bætast við kökur og sætmeti. Þegar upp var staðið þá passaði þetta magn alveg fullkomlega.

Sumt klárast alltaf fyrst, eins og t.d. kjúklingaspjótin – ég held í alvöru að það séu engin takmörk á hversu mikið fólk getur torgað af þeim, og þessi eru alveg einstaklega bragðgóð. Þannig að hugsanlega hefðum við getað haft einum bakka meira af hamborgurum og spjótum, en það er meira upp á græðgi og vilja sjálfur eiga restar daginn eftir.

Maturinn var svo sendur beint í salinn á fermingardaginn, og þá átti bara eftir að færa þetta á okkar diska og setja á matarborðið – en okkur langaði að setja þetta á okkar diska til þess að setja okkar svip á…

Byrjum á kjúklingaspjótunum sívinsælu – smella til að skoða!

Vorrúllur – smella til að skoða!

Smáborgarar – smella til að skoða!
Grísasmáborgarar – smella til að skoða!

Taco veisla – smella hér!

Vefjur – smella hér!

Falafel bollur (vegan) – smella hér!

Smurbrauðsveisla – smella hér!
Hérna sést með miðinn sem segjir til um hvaða réttur er hvað, frábært á veisluborðið.

Það er líka ótrúlega einfalt að panta þetta á heimasíðunni, hún leiðir þig áfram og allar upplýsingar um bakkana eru á síðunni, bæði vöru- og innihaldslýsing: t.d. smáborgaranir:

VÖRULÝSING
Bakkinn inniheldur

  • 10 x nautaborgara með Búra osti, súrum gúrkum, spicy mayo og Hagkaups SPG kryddi.
  • 10 x nautaborgara með kúrekanammi (jalapeno í sírópi), beikoni, súrum gúrkum, BBQ og hamborgarasósu.

Undirbúningur

  • Tilbúið til neyslu
  • Bakkinn hentar beint á veisluborðið
  • Servíettur fylgja

Ýmsar upplýsingar

  • KÆLIVARA
  • Neytist innan sólahrings
  • Framleiðandi: Hagkaup, Skútuvogur 5, 104 Reykjavík
Smáborgarar

…það verður að segjast að það var ótrúlega gaman að bjóða upp á þetta og bera fram. Það var algjörlega umtalað hversu gott og ferskt og geggjað þetta allt væri og við vorum bara ótrúlega stolt og ánægð. Matur sem er jafn góður og hann er fallegur, það er nú kombó sem ekki er hægt að kvarta yfir – þannig að ég mæli alveg heilshugar með Veisluréttum Hagkaups fyrir hvaða tilefni sem er!

En með matnum þarf auðvitað að vera eitthvað sætt og gott, svona smá desert til þess að toppa þetta allt saman og þar komu snillingarnir í 17 Sortum sterkar til leiks, en þær eru einmitt staðsettar í Hagkaup í Smáralindinni. En ég talaði við þær um hvað ég vildi helst, sagði þeim svona litakombóið og leyfði þeim svo að “leika” sér með þetta að vild og eins og ég vissi, þá varð ég ekki fyrir vonbrigðum!

Smella til að skoða fermingarbækling frá 17 Sortum!

En þar er m.a. að finna frábærar upplýsingar um magn sem þarf miðað við gestafjölda.

Fyrsta ber að nefna veislubakkana, en þeir eru algjörlega gordjöss og gera hvaða borð sem er að veisluborði. Hér eru upplýsingar beint af síðu 17 Sorta:

Alla jafna er reiknað með um 4-6 sætum bitum á mann og veislubakkarnir okkar koma í 2 stærðum með 6 tegundum af sætum bitum. Þeir eru tilbúnir á veisluborðið í svörtum bökkum, en auðvitað má alltaf taka af þeim og raða eins og fólki lystir á bakka og standa. Þeir innihalda kransabita, makkarónur, mini bollakökur, sörur, lemontarte með ítölskum marengs og súkkulaðitrufflur.

Bakkarnir koma í 2 stærðum, sá minni með 60 bitum (10-15 manns) og sá stærri með 90 stk (20-30 manns) . Þú getur sniðið pöntunina að þínum gestafjölda með þvi að panta þann fjölda bakka sem þér hentar. Hægt er að velja um eftirfarandi liti: Bleikir tónar, bláir tónar, jarðlitir, fjólubláir tónar, grænir tónar. 

Veislubakkar – smella til að skoða!

Svo er það klassíkin í allar veislur, mini kleinuhringir, sem voru bara þeir fallegustu sem ég hef séð, en það er hægt að velja um litaþema sem hentar þinni veislu og með eða án merkingu:
Smella til að skoða!

…og þessu blandaði ég saman á einn stóran veislubakka…

…algjörlega dásamlega fagurt og bragðið eftir því, en sérstakt shoutout fá kransakökubitarnir og lemontarte með ítölskum marengs. Makkrónurnar eru líka hægt að fá sérmerktar sem var alveg ótrúlega skemmtilegt með.

Svo þarf auðvitað að vera eitthvað með rjóma og þá kom marengsstafurinn svo sterkur inn. En hann er fylltur með rjóna, jarðaberjum, karamellu og nóakroppi. Svo er hann skreyttur eftir “þemanu” og með þeim blómum sem þú kýst að láta skreyta hann með. Stafurinn er ca 25manna terta en það er svoldið mismunandi eftir hvaða stafur er notaður.

Smella til að skoða Marengsstafi!

…og svo verður að segjast að það var draumur að skoða þessa köku og bara dáðst að henni…

Svo vorum við ekkert spennt fyrir hefbundinni kransaköku þannig að þessar elskur í 17 Sortum gerðu fyrir okkur kransakökuskál með var fyllt með bitum, svo mikil snilld og einstaklega falleg líka, eins og allt hitt:

Skálin inniheldur 30 stk af kransabitum og er fullkomin á veisluborðið.
Miðað við að hún passi fyrir 30 manns.

Kransaskál smella til að skoða!

Svo til þess að toppa sig algjörlega, þá gerðu þær fermingarköku fyrir drenginn. En ég bað sérstaklega um að hún yrði svona passlega “náttúruleg” – ég skil ekki enn hvernig þessa lélega útskýring mín varð til þess að þessi fegurð varð til – en dásamleg er hún! Kakan var karamellubotnar, fylling: saltkaramellusmjörkrem, saltkaramelluganache og Daim – draumur!

Ég mæli með að ræða við skvísurnar í 17 Sortum um þær hugmyndir sem þið hafið og það er bara pottþétt að þær geta útfært þetta á einhvern snilldar máta fyrir ykkur.

Saman varð þetta síðan alveg sérstaklega fagurt veisluborð, þó ég segi sjálf frá…

Ef við tökum þá saman frá 17 Sortum, þá var þetta:

  • Súkkulaðikaka 45 manna
  • Marengsstafur 25-30 manna
  • Kleinuhringir 50 stk
  • Veislubakkar 60manna
  • Kransakökuskál 30 manna

Við þetta bættust síðan óvænt 3 rjómakökur með marengs, frá ömmunni – uppáhalds kaka fermingarbarnsins, og þær voru allar kláraðar. Þannig að eftir á að hyggja þá hefði eflaust verið gott að vera með fleiri kleinuhringi og sæta bita. Veislubakkarnir voru líka svo vinsælir og úrvalið á þeim fjölbreytt og hvert öðru betra, þannig að ég held að flestir hafi verið að borða mikið fleiri bita en við gerðum ráð fyrir. Enda var þetta einstaklega gott, og fólkið okkar kannski bara einstaklega gráðugt! 🙂

Servétturnar voru bara klassískar og einfaldar frá Letterpress, fást í Húsgagnahöllinni og víðar, hægt að láta prenta þær á alls konar liti og fá líka nafnið og fleira á…

Letterpress.is – smella hér!

Svörtu þriggja hæða diskarnir eru frá merkinu Nordal og fást í Húsgagnahöllinni,
Trébakkarnir undir Tacos fást í JYSK.

Ég held að þetta sé þá upptalið að mestu, ef þið eruð með spurningar eða eitthvað er óljóst, þá er velkomið að setja spurningar hér fyrir neðan! Annars erum við bara í skýjunum með þetta allt saman, þakklát fyrir frábæra þjónustu og geggjaðar veitingar ♥

ps. þætti ótrúlega vænt um ef þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *