Veggpanill II – DIY…

…ég var búin að sýna ykkur hérna endur fyrir löngu, að sjónvarpsskenkurinn okkar fékk framhaldslíf á forstofuganginum, þar sem hann er notaður sem bekkur. Gott og vel og gaman að því.

Vanalega eru nú púðar á honum, en ég tók þá af til þess að mynda – en ég hef ekki skenkinn/bekkinn alveg upp við vegginn og púðarnir hafa því verið að detta á bak við. Ég er búin að vera að hugsa um hitt og þetta sem hægt væri að gera, festa saman einhverjar spítur til þess að gera bak en eitt kvöldið fékk ég fyrirtaks hugmynd…

…í október notaði ég veggpanil/höfðagafl úr Rúmfó til þess að breyta inni í herbergi sonarins…

Smella hér til þess að skoða Kettinge-línuna…

…og útkoman var þessi – smella hér til að skoða

…en eins og þið sjáið á þessum myndum þá notaði ég bara helminginn af panilinum, en hann kemur í tvennu lagi og er settur saman. Þannig að þegar þessu lauk þá stóð hinn helmingurinn bara þægur og góður í skúrnum, þar til ég fékk hugmynd…

…mér datt sem sé í hug að nota þennan helming sem bak á skenkinn/bekkinn. Ég var svo lukkuleg með að panillinn var einmitt 160cm rétt eins og bekkurinn, en það er líka til önnur lengri týpa sem er 200cm…

…ég sló tvær neðstu spíturnar af, og notaði ákvað að nota aðra þeirra til þess að loka ofan á…

…eins og þið sjáið, þá munaði helling um það…

…ég ákvað að nota uppáhalds “grófu” málninguna mína frá Slippfélaginu. En hana hef ég notað til þess að mála ansi margar mublur hérna inni. Þetta er auðvitað ekki eiginleg húsgagnamálning, en ég fíla svo vel þessa grófu, rustic áferð sem kemur af henni. Þegar ég mála með henni þá er ég ekkert að pússa áður, heldur bara mála beint. Hef síðan bara bætt á eftir þörfum þegar fer að sjá á mublunni. Þetta er auðvitað alls ekkert pró meðhöndlun á mublum, og ég myndi ekki gera þetta við einhverja mjög “fansí mublu” – en fyrir grófari hluti – sem passa fyrir svona gróft look – þá er þetta mitt uppáhalds. Auk þess er neðri hlutirinn á skenkinum málaður í sömu málningu…

…bóndinn sagði hina auka spítuna niður og gerði kubba sem við festum aftan á, til þess að bakhliðin liggji ekki upp við vegginn. Ég málaði þetta síðan og set filt á kubbana…

…og útkoman verður svo þessi. Persónulega er ég mjög ánægð með þetta. Mér finnst þessar beinu línur harmónera vel við skenkinn, þar sem hann er líka allur með beinar línur. Ef hann væri meira útskorinn eða bogadregnar fætur – þá hefði þessi panillausn eflaust verið of módern með…

…en svona er þetta að ganga upp að mínu mati og svo er líka bara sniðugt að geta nýtt það sem til var og stóð bara úti í skúr…

…svo er líka snilld að púðarnir fá að njóta sín betur og standa upp við bakið…

…Molinn var líka alveg sáttur við þetta, en ég get aldrei verið með púða þarna megin á bekknum þar sem þetta er hans staður. Þarna situr hann og horfir út og passar allt saman, eða bíður eftir einhverjum…

…það verður einhver að passa þetta allt saman, ekki satt?

Ljósið er frá Myrkstore.is
Spegillinn er frá Rúmfó
Snagabrettið fæst í Hugmyndir og heimili
Púðar frá Rúmfó

…fyndið að hugsa til þess að skenkurinn var keyptur 2007 og þjónaði þessu hlutverki framan af…

Þið getið smellt hér til þess að skoða póstinn þegar ég uppfærði hann!

…vona að þið hafið haft gaman að þessu. Það er skemmtilegt að sjá að það er hægt að veita hlutunum framhaldslíf – jafnvel við eitthvað allt annað en upprunalega hlutverk þeirra var. Þessi byrjaði brúnn, varð svartur, og breyttist svo í bekk – það er nú ágætis ferli fyrir einn skenk.

Ég vona að þið njótið helgarinnar ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

1 comment for “Veggpanill II – DIY…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *