Smá mini meikóver…

…í gær sýndi ég ykkur innlit í Rúmfó á Bíldshöfða og við ætlum að kíkja í hvað leyndist í BBB-pokanum mínum, svona í tilefni af BigBlueBag-dögunum. Eins og þið sjáið kannski þá var þetta allt saman ljóst en þó með smá haust-fíling með…

Rúmfatalagerinn/Jysk //samstarf

…og ég skipti innihaldinu í tvennt fyrir myndatöku, þar sem ég var með tvö rými í huga: annars vegar smá svona pikkmeupp á forstofunni og svo smávegis fyrir baðherbergið…

…að vanda þá byrjaði ég á að tæma forstofuna af smáhlutum. En eins og þið kannski munið þá er bekkurinn þarna gamall sjónvarpsskápur sem fékk smá meikóver með viðarpanilinum, sem fæst einmitt í Rúmfó líka…

Veggpanill DIY – smella hér!

…hlutirnir sem ég var að notast við eru hér á moodboard-i. Ég sá mottuna einmitt og var mjög hrifin af henni, en þar sem ég var frekar nýbúin að versla okkar mottu þá lét ég hana duga að sinni. En vildi endilega benda ykkur á þessa. Svona mottur eru snilld á forstofur, þola allt og auðveldar í þrifum…

…og útkoman var þessi hérna. Þetta er nú ekki stórvægileg breyting en það er einmitt alltaf gaman að skipta út smáatriðunum…

…gæran í nýja beige litinum er sérstaklega falleg og þessir púðar eru æði…

…vasinn er búinn að vera í uppáhaldi lengi, en hann er oftast gólfvasi inni í herbergi dótturinnar. Sérstaklega falleg áferðin á honum. Moli stökk upp á bekkinn og beint á staðinn sinn, og minnti mig því á að það gengur alls ekki að vera með vasa þarna og hann var færður…

…og eins og sést þá var hann mikið hressari með þetta, enda fékk hann sitt pláss aftur…

…þessi litli krúttkall…

…ég er líka svo einstaklega skotin í þessum nýju hengiblómapottum – mjög mildur myntugrænn litur…

…Moli er sérlega mikið stíl við þessa litasjatteringu…

…svo er það baðbergið, en það er alltaf svoldið erfitt að breyta þessum rýmum sem eru flísuð í hólf og góld en þá eru það einmitt litlu hlutirnir sem er hægt að leika með til þess að poppa þetta aðeins upp…

…mér fannst td mjög falleg að blanda saman marmaralínunni með hvítum glösum fyrir tannbursta. Sitt hvor áferðin gerir þetta smá svona áhugaverðara og ekki eins einsleitt…

…kertastjakarnir eru líka að koma vel út, í sama stíl…

…annar vasi sem hefur verið lengi til í Rúmfó en ég er alltaf jafn skotin í…

…ég er alveg með vasablæti, en þessi er nýr – og bjútífúl…

…svo er það alltaf að breyta miklu að setja nýjan lit af handklæðum með, en beige liturinn er sérstaklega fallegur…

…hér sjáið þið síðan tannburstaglösin í “action” en það gerir heilan helling að setja bakkann undir þetta…

…og sápupumpan, bara gordöss…

…þannig að það þarf ekki alltaf mikið – setja smávegis inn af skrauti…

…og örlítið af mjúku með, handklæði og mottur…

…og útkoman er þá þessi. Bara smávegis hér og þar, og manni líður eins og það sé allt örlítið ferskara og meira spennandi…

…og að lokum þessi hér, vona að þið séuð að hafa það jafn notalegt og hann Moli hérna, bara að eiga kózý helgi og hafa það gott  ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *