DIY – veggpanill…

…svona var staðan seinast þegar þið sáið strákaherbergið. En við tókum það allt í gegn í ágúst í fyrra, og þið getið skoðað það í þessum pósti – smella!

Athugið að fyrirtækin sem eru feitletruð í póstinum eru þau sem ég er í samstarfi með!

…en við erum með veggina málaða í Kózýgráum, sem er í litakortinu mínu hjá Slippfélaginu. Vegghillan er síðan frá Rúmfó, en við tókum hana og breyttum henni – eins og þið sjáið í þessum pósti!

…en innblásturinn fyrir hilluna kom frá veggpanilinum, sem við erum með sem “rúmgafl” við rúmið. Við vildum láta hilluna vera í stíl og því var henni breytt svona. Ég var búin að vera að spá í að kaupa annan panil en þá hefði þurft að saga hann niður, því mig langaði að gera meira í kringum skrifborðið…

..síðan kom höfðagafl í stíll hjá Rúmfó og þá náttúrulega fór allt af stað. Rúmgaflinn kemur í tveimur stærðum, 2m og svo 160cm sem við tókum, enda var það bara fullkomið við skrifborðið…

Smella hér til þess að skoða Kettinge-línuna…

..hér sjáið þið rúmgaflinn, notaðann eins og rúmgafl – eins og gefur að skilja 🙂 En reyndar, ef það á að nota hann þannig, þá myndi ég mæla með að hafa hann aðeins lægri, þannig að hann komi aðeins niður fyrir dýnuna. Held að það kæmi fallegar út…

…hér settum við hann sem vegggafl á Smáratorginu…

…þannig að ég kom heim með gaflinn og prufaði að skella honum upp á borðið.

Vandamálið hérna inni var mest af öllu allar þessar skelfilegu snúrur sem fylgja þessu tölvuveseni, og lágu í hrúgum á gólfinu og gáfu mér því alls konar martraðir og skelfingu, já – ég er dramatísk í hatri mínu á snúrum. En mér datt í hug að með því að setja panilinn, þá kæmi svona töff “þyngd” og look á skrifborðið, OG ég gæti falið snúrur á bakið og hengt þær í panilinn. Takið samt eftir að þetta er bara helmingurinn, ég á enn ónotaðann helming…

…en ég var auðvitað ákveðin í að þetta yrði að mála og gera í stíl við rest…

…ég gerði því ýmsar prufur – hér er ég að prufa bæs frá Slippfélaginu, annars vegar Brúnt og hins vegar antík eik…

…en fyrst var að mála með málningunni sem mér finnst koma svo töff, rustic áferð með…

…og svo málaði ég bakhliðina og alls staðar inn á milli. En þá kom svona leiðinlegur klíníngur ofan á, og því þurfti ég að fara yfir alla framhliðina og pússa hana niður og laga…

…svo þegar hún var tilbúin þá fór ég tvær umferðir með þessu bæsi frá Slippfélaginu, í litinum Dark Teak

…og svo var bara að festa þetta á beint á vegginn…

…hér sjáið þið efri hluta hillunnar mikið dekkri, en ég fór eina umferð yfir alla hilluna til þess að jafna þetta. Hér virka þetta eins og þrír mismunandi litir, en þeir jafnast svo út þegar allt er þurrt…

…eins og þið sjáið hér. Litlu hillurnar sem ég er að nota í veggpanilinn fylgdu með vegghillunni. Svo sjáið þið að við keyptum vegghengt millistykki, sem er möst, og snúrur eru síðan þræddar á bakvið panil eða bundnar upp – þannig að ekki myndist svona hrúga á gólfinu…

…ég er sjálf mjög hrifin af útkomunni. Þetta gerir þetta eitthvað svona mjög “solid” og þetta virkar meira eins og heild saman…

…og ef þið horfið á gólfið – engar snúrur í sýn, húrra!!

…litirnir á myndum eru alltaf svoldið mismunandi eftir birtustigi, þannig að ef þið eruð að spá í svona – gerið endilega prufur og skoðið heima hjá ykkur…

…en þetta er að tóna vel við veggpanilinn, ekki alveg eins, en þar sem þetta er ekki hlið við hlið þá er þetta nógu nærri lagi…

…þið sem sáuð þetta á Insta senduð mér ansi margar fyrirspurnir með náttlampann en hann er frá Snilldarvörum…

…en hann gerir allt loftið stjörnubjart og nokkrar mismunandi stillingar…

Smella hér til að skoða!

…gamlir og nýir vinir á rúminu…

…og það er sko sér kollur við enda rúmsins fyrir þennan hérna, enda kúrir hann oft þarna upp í…

…allt fullt af Stranger Things þessa dagana. En hér t.d. plagat sett í ramma, það er mjög sniðugt í svona krakkaherbergjum, frekar en að setja plagöt bara á veggina. Það verður allt flottara í ramma, og auðvelt að skipta út eftir hendinni…

…sjá þetta Molakrútt…

…eins sjáið þið að flest er farið úr hillunni frá því í fyrra og komið í staðinn það sem er vinsælast núna – eins og það á vera í krakkaherbergjum. Þau eru stöðugt að breytast eftir því sem krakkarnir þroskast og áhugasvið þeirra vex…

Beinir hlekkir hér fyrir neðan – smellið á feitletraða textann!

…vona að þið eigið yndislega helgi ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “DIY – veggpanill…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *