Endurnýjun – DIY…

…þið eruð farin að þekkja þetta: búin að mála bekkinn, klukkukassann, bæsa hillur og hinar hillurnar. Best að leggjast hjá Mola í legubekkinn okkar…

…en þá starði ég bara stöðugt á sjónvarpsskenkinn en hann er búin að vera að fara í taugarnar á mér núna í langan tíma. Ég er búin að vera að skoða skápa og í raun voru þeir allir svipaðir þessum í útliti, þannig að ég ákvað að láta slag standa og prufa að laga þennan bara. En við keyptum hann nýjan 2008 í Tekk, þegar við keyptum húsið okkar…

…þið sjáið hér hvað hann var að stinga í stúf við restina af mublunum…

…og þar að auki var hann orðinn ansi þreyttur – farinn að sjá á honum…

…út fór skápurinn og við réðumst á borðplötuna með juðara (pússmús)…

…við gerðum þetta fyrst aftan á til þess að sjá hvernig þetta kæmi út, án þess að að sæi á skápnum – og það varð fljótt augljóst að viðurinn var virkilega fallegur…

…að pússa þetta niður var bara frekar fljótlegt, tók kannski 20 mín í það heila, ef það…

…og þá var það neðri parturinn…

…það kom bara eitt til greina, því að ég er á hraðferð – eins og alltaf 😉 En ég pússaði ekki neitt og vildi bara mína rustic áferð. Þannig að gamla góða útimálningin frá Slippfélaginu varð fyrir valinu…

…aftur notast við gamlar skólamöppur…

…og þegar búið var að mála skápinn…

…þá þurfti að redda borðplötunni…

…sama fína bæsið, í antíkeik…

…og útkoman er þá þessi, og neinei – ég ætla ekki að lakka yfir þetta líka – því ég vil get breytt í snarhasti ef vill…

…skemmst er frá því að segja að ég ELSKA þessa útkomu. Þessi “gamla” mubla varð alveg ný og smellpassar hingað inn…

…hér sjáið þið hvað hún fer vel með hillunni við hliðina…

…og hún bara gjörbreyttist eitthvað við þetta allt…

…sko bara….

…svart og hvít…

…og hér hvað hún fer líka vel með endahillunni…

….þetta verkefni tók í heildina kannski um 2 klst, þannig að mér finnst magnað að hafa hummað þetta fram af mér svona lengi…

…og það er ótrúlega góð tilfinning sem fylgir því að vinna með það sem maður á fyrir. Að skapa eitthvað nýtt, eins og hillurnar, eða bara að gefa hlut framhaldslíf – eins og þessi skápur…

…þið vitið – nýji skápurinn minn…

…núna finnst mér allt harmonera saman – og ég get hugsanlega lagst í legubekkinn og legið kyrr 😀

…Moli sáttur við allt bröltið…

…og hinir líka!
Vona að þið eigið yndislegan sunnudag, reynið að njóta þess að vera heima við – og endilega verið heima við ef þið getið ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

12 comments for “Endurnýjun – DIY…

  1. 22.03.2020 at 13:50

    Mikið flott útkoma. soffía ertu með hjól undir skápnum?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      22.03.2020 at 22:03

      Nei þetta eru svona skrúfaðir tappar sem er hægt að stilla 🙂

  2. Anonymous
    22.03.2020 at 22:18

    Það er allt fallegt sem þú gerir elsku Soffia,, ég elska póstana þina ❤️

  3. Elva
    23.03.2020 at 00:34

    Geggjaður <3 Mjög vel heppnaður

    • Sigrún Helgadóttir
      17.02.2022 at 07:50

      Frábær útkoma og allt fallegt sem þú gerir 🥰 Gaman að fylgjast með þér ❤️🤗

  4. Anna S Garðarsdóttir
    23.03.2020 at 22:01

    Snilldar vel gert <3

  5. Anna Helga Jónsdóttir
    26.04.2020 at 17:00

    Sæl Soffía
    Þetta er eins og allt annað hjá þér geggjað flott😍
    Mig langar að fá smá ráð hjá þér ég er með pall sem er svona brúnn eins og flestir pallar eru
    Ég væri til í að gera hann í örðum lit en þetta er í fjölbýli og það er ekki hægt.
    En mig langar að gera gólfið kannski í öðru lit helst gráan eða svargráan kannski gæti ég notað svona bæs eins og þú ert að nota ? Eða heldurðu að það verði alveg glatað að hafa gólfið í öðrum lit 🙈
    Kv.Anna Helga

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.05.2020 at 01:41

      Sæl Anna Helga,

      þetta fer mikið eftir hvaða lit þú ert með og best að fá bara prufur og bera saman. Ráðlegg þér að tala við t.d Garðar á Grensásveginum í Slippfélaginu – best að fá bara ráð við svona hjá fagmönnum sem vita allt um efnin.
      Giska samt á að svargrár fari betur með brúna litinum!

      kv.Soffia

  6. Sara
    17.05.2020 at 15:06

    Sæl. Er í sömu hugleiðingum með minn sjónvarpsskáp og langar að bæsa plötuna í sama eða svipuðum tón og sófaborðið sem er alveg eins og þitt , myndirðu segja að antikbæs liturinn kæmist næst litnum á sófaborðinu eða ætti ég að blanda einhverjum öðrum út í ?

  7. 16.02.2022 at 14:54

    Sjúllað flott❤️

  8. Jovina
    08.09.2022 at 08:29

    Ég vildi að ég hefði haft hugmyndaflug þegar ég ákvað að losa mig við sófaborðið sem var akkúrat núna þessum stíl.😊

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *