Stofuhillur – DIY…

…eins og áður sagði var ég að gera minni íbúðina – íbúð 202 – með það í huga að eyða sem minnstu. En samt sem áður vildi ég auðvitað ná fram vá-faktor og gera eitthvað inn sem myndi heilla, og fylla, vel upp í rýmið. Veggurinn við enda stofunnar var sá sem mér þótti koma til greina til þess að framkvæma hugmynd sem ég er búin að ganga með í kollinum í nokkurn tíma…

…í þetta ákvað ég að nota Hejlsminde hillurnar úr JYSK, sem kosta 7995kr – þannig að ekki var þetta dýrt…

…og það sem meira er, ég ákvað að nota þrjú stk…

…hér er moodboard sem ég skellti upp í fljótheitum fyrir rýmið, til þess að sjá þetta betur fyrir mér…

…svo þegar búið er að mála allt rýmið í Kózýgráum frá Slippfélaginu, úr mínu litakorti. Setja inn sófana og mottuna, og búið að mála sófaborðin – smella hér

…svo var það hillubrellan mikla…

…en ég raðaði hillunum sem fylgja með á gólfið, og við festum upp hilluberana skv. leiðbeiningum og stærð hillanna sem fylgdu með…

…það er hak sem er undir þeim (sem hilluberinn festist í) og ég var ákveðin í að nota nokkrar svoleiðis líka, til þess að gera hillurnar stabílli.

UPPFÆRT:
Þetta voru bara ódýrar furufjalir sem við keyptum í Byko fyrir aukahillurnar, og svo notuðum við upprunalegu hillurnar með – til þess að stabílísera hilluberana! Það sást varla nokkur munur á milli þegar búið var að mála!…

…svo var bara á ákveða hvernig lengd hillanna ætti að vera. Ég vildi fá í það minnsta 2 stk sem voru 350cm – þannig að þær pössuðu vel á vegginn. Svo vildi ég 2 stk sem myndu ná yfir þrjú bil, og 2 stk sem myndu ná yfir 2 bil. En það er algjörlega hægt að raða þessu niður eftir því hvernig þú vilt að þær líti út. Svo voru þær málaðar með uppáhalds svörtu málningunni minni – sjá hér

02-Skreytumhus.is 28.05.2015-001

…við þurftum svo að taka niður hilluberana niður, alla nema þá sem voru á endunum, til þess að koma þessum stærstu hillum fyrir. En þá var auðvitað búið að bora í vegginn og því auðvelt að þriða bara hilluberana upp á aftur og skrúfa í vegginn á nýjan leik…

….hér erum við hálfnuð að setja hilluberana upp aftur og festa þá. Ég gat ekki hamið mig og farin að máta smá minni hillur í…

…og hér eru komnar í þær hillur sem við bættum við – þessar löngu allar…

…það hefði auðveldlega verið hægt að hafa löngu hilluna einum ofar, en ég var að fíla þetta svona…

…og svo bætti ég bara við orginal hillunum, sem voru auðvitað líka málaðar, og þannig kom þá uppröðunin upp…

…ég er alveg ferlega ánægð með þetta, auðveld leið til þess að gera svo mikið í rýminu án þess að eyða miklu – og svo mikil innspýting af persónuleika þarna inn…

…bækurnar fékk ég svo í Nytjamarkaði ABC, en þar er hægt að fá fríar bækur fyrir utan, og svo er oft hægt að kaupa ferlega fallegar bækur á kannski 100-200 kr stk. Smá af blómum, hér notuð gerviblóm – þar sem þetta er sýningaríbúð, og svo smá punterí…

…ég er svo ánægð með þessa útkomu, svo einfalt – ódýrt – en áhrifaríkt – að mínu mati…

…það hefði líka geta verið skemmtilegt að mála hillurnar í sama lit og veggina, en hér fannst mér svart koma best út…

…hvað finnst þér?
Er þetta ekki eitthvað?

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

16 comments for “Stofuhillur – DIY…

  1. Laufey Harðardóttir
    12.05.2020 at 08:17

    vá vá vá geggjað

  2. Anonymous
    12.05.2020 at 08:28

    Hvernig við notaðirðu í hillurnar, hvar fékkstu hann og hvað kostaði, ef ég má spyrja?

  3. Anonymous
    12.05.2020 at 09:35

    Er búin að bíða eftir þessum pósti…þetta er geggjað hjá þér!

  4. Anonymous
    12.05.2020 at 15:08

    Vá!!

  5. Anonymous
    12.05.2020 at 16:30

    Þetta er rífandi snilld. Kemur mjög flott út.

  6. Anonymous
    12.05.2020 at 16:56

    þú ert svo með þetta 🙂

  7. Anonymous
    12.05.2020 at 21:08

    Þetta er svooo flott! Ótrúlega sniðugt og fallegt 🙂

  8. Elín
    14.05.2020 at 10:40

    Snillingur 🙂

  9. Íris
    14.05.2020 at 14:38

    Þetta er rosalega flott. Ein spurning, er hægt að raða hilluberunum upp á þennan máta og nota hillurnar sem fylgja hlið við hlið eða mundu þær rekast á? þ.e. ná þær aðeins út fyrir hilluberana?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      14.05.2020 at 22:22

      Takk – þær myndu rekast á, það er hak undir hverri hillu sem að hilluberinn fellur ofan í og því verða þær að skarast á!

      • Gréta Hauksdóttir
        24.01.2023 at 10:02

        Þarftu þá að bora fyrir hilluberanum í hilluna, eða getur löng hilla legið þvert yfir þetta allt? Þ.e. stendur eitthvað upp úr hilluberanum sem þarf að gera ráð fyrir?

        • Soffia - Skreytum Hús...
          31.01.2023 at 00:27

          Hillan liggur bara yfir, það er ekkert sem stendur upp úr.
          Á orginal hillunum eru rifur sem hilluberarnir falla í, en það er ekkert möst að hafa það þannig!

  10. Sigríður Ingunn
    14.05.2020 at 16:08

    Þú ert náttúrulega snillingur og hefur með blogginu þínu orðið til þess að fólk sér að það vel hægt að búa til falleg og öðruvísi heimili þó fjárráðin séu ekki mikil.

  11. Kristín
    14.03.2021 at 10:07

    Var til tilbúið svona langt hilluefni eða léstu saga það til?

  12. Halldora B Brynjarsdottir
    15.02.2022 at 21:15

    Hæ, hvar fékkstu efnið í löngu hillurnar?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *