Helgarblómin…

…ég hef sagt það áður, það ætti að vera hægt að setja á flöskur tilfinninguna sem kemur af því að vera með falleg afskorin blóm í vasa inn í helgina…

/samstarf

…en ég fór einmitt í Samasem blómaheildverslunina, sem er í bakhúsi á Grensásvegi 22, og það er bara best að taka það fram strax – það er öllum frjálst að versla þar. Í þetta sinn sótti ég mér “gamalt og gott”, en þetta eru blóm sem eiga það öll sameiginlegt að standa vel og lengi þannig að hægt er að njóta þeirra…

…hérna er ég með tvo safaribúnt, og síðan afganga af greinum sem þið sjáið í þessum pósti líka. Úr verður stór og fallegur vöndur sem stendur lengi og þurrkast almennt vel…

…þessar greinar heita Skimia og eru í raun runni. Þær stenda gríðarlega vel og eru mjög svo fallegar í vasa…

…hér er hinn klassíski Eucalyptus og með gylltur eucalyptus (sem er reyndar frá gamlársvendinum mínum). Eucalyptus stendur vel og margir sem njóta þess að hengja hann upp í sturtunni til þess að fá ilminn af honum í rýmið…

…ég hef auðvitað margoft sagt ykkur frá Ruscus-greinunum en þær standa í fleiri fleiri mánuði oft. Frábær lausn fyrir þá sem vilja geta haft fallegar, afskornar greinar í vasa…

…með þessu segi ég bara góða helgi og ég vona að hún verði ykkur sem best ♥♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like –
þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *