Smá svona kózýfílingur…

…ég elska að gera litla og huggulegar breytingar á milli árstíða. Þær þurfa ekki að vera neitt stórvægilegar, en það er alltaf gaman að taka hlutina og hreyfa þá örlítið til og finna þeim nýjan stað. Koma hreyfingu á heimilið og þannig hreyfingu á orkuna innan heimilisins. Það er bara bráðnauðsynlegt!

Ég var einmitt að hugsa það um daginn að ég hef lítið sem ekkert hreyft við hlutunum inni í hjónaherbergi síðan við breyttum því hérna um árið. Er búin að vera nánast með sömu uppstillinguna á borðum og arinhillunni, einhvern veginn varð ég bara svo sátt við það sem ég gerði að mér fannst engin þörf á að breya – hvað er það nú!

Svo sá ég í nýjasta bæklinginum frá Rúmfó ný rúmföt, og þau bara ýttu mér af stað. Fyrst var ég ekki viss með litinn á þeim, því mér þóttu þau vera alveg brún af myndinni að dæma, en eftir að fara og skoða þau í búðinni þá heillaðist ég alveg!

Ég er í samstarfi við Rúmfatalagerinn og sýni vörur þaðan, en allar vörurnar eru valdar af mér og hugmyndirnar eru mínar!

…svo þegar ég var komin heim með rúmfötin og lak í stíl, og lagði þau á rúmið okkar þá varð það mjög greinilegt að þetta var eins og gert fyrir herbergið okkar…

…hér sjáið þið gardínuna okkar við, smellur svo vel saman…

…þannig að af rúminu fóru rúmfötin með blómunum, sem minna á sumarið…

…ég ákvað að vera sérlega villt og skipta út náttborðunum mínum, því ég talaði nú alltaf um að vilja vera með létt borð svo ég gæti leikið mér með þetta, er þá ekki komin tími til….

…og þá er komin hauststemming…

…borðin koma bæði frá Rúmfó. Marmaraborðið er gamalt og fæst því miður ekki lengur, en hjólaborðið er nýtt og er enn til. Ofan á það fór síðan gullbakki af gamla borðinu mínu…

…eins skipti ég út og einfaldaði á arinhillunni, tveir háir kertastjakar og svo bækur – og Eiffelturninn auðvitað…

…kertastjakarnir á veggnum eru frá Húsgagnahöllinni, fást hér

…alveg magnað hvað það breytir miklu að skipta út einu fyrir annað – af hverju var ég ekki löngu búin að þessu…

…sængurverið er líka sérlega fallegt…

…ég er líka alltaf hrifin af því þegar það er mismunandi mynstur og þannig hægt að breyta til bara með því að flippa kodda eða sæng!

Athugið að þau eru líka á afslætti núna!..

…næsta skref er algjörlega að fá sér Led-kertin með timer inn í rýmið, þannig að það kveikni bara sjálfkrafa og maður gangi inn í ca þessa stemmingu…

…en ég elska að hafa svona kózý kertastemmingu…

…eins er gaman að snú smá hlutunum og nota kertastjakana á veggnum fyrir t.d. hengiblóm…

…og mottan sem var áður í stofunni okkar er eðalfín þarna inni og það er einstaklega kózý að stíga framúr rúmi og beint á mottu…

…bekkurinn og smá gæra ofan á, og jú – leðurpullan þarna er fyrir Molann til þess að auðvelda honum hoppin upp í!

…grindin góða fékkst í Rúmfó, en er því miður ekki lengur til…

…ég er líka afskaplega ánægð með hjólaborðið sem náttborð – góð hæð á því og fallegt að vera með eitthvað á neðri hæðinni líka – eins og Maríustyttuna hér…

…vasann fékk ég líka í Rúmfó og mér þykir hann ferlega flottur. Allar þessar línur og hvernig hann hallar til hliðar, það er gaman að setja blóm í hann og leika sér með að ná jafnværi (sjónrænu) 🙂

…lítil glerbox fyrir skart og auðvitað kertaglas…

…og einn Moli sem gerir allt betra…

…gardínurnar eru úr Rúmfó líka, hér er stór póstur þar sem ég fór yfir svona tvöfaldar stangir – smella hér!

…hér sést líka hvar ég geymi púðana á nóttunni, sem ég er almennt með ofan á rúmteppinu…

Hér eru síðan nokkrir hlekkir að eldri svefnherbergispóstum:

Hvað er hvaðan -smella!
Svefnherbergisljósin – smella!

Bekkur DIY – smella!
Fataskápur fyrir og eftir – smella hér!

Náttborð DIY – smella hér!
Allt um rúmið okkar – smella hér!

…á rúminu er Banksia rúmteppið. Mér finnst það sjálfri ekki nógu stórt yfir allt rúmið mitt, en það er fínt svona fyrir helming. En ég er líka alltaf með tvö stóra kodda og þarf því stórt teppi almennt…

…dúskateppið er úr Pier og nokkra ára gamalt, en er til þar í dag – smella hér

…veggirnir eru málaðar í Rómó3 frá Slippfélaginu, úr litakortinu mínu!

…ég ákvað líka að týna saman nokkra hluti úr Rúmfó, sem hjálpa ykkur við að skapa sömu stemminguna í ykkar rými:

Amanda sængurver – smella hér
Austa gardínur (ekki sömu og ég er með en svipaðar) – smella hér!
Lampaskinn dökkgrátt – smella hér!
William brassstjaki – smella hér!

Scarlett rúmgrind grá – smella hér!
Millinge rúmgrind – smella hér!
Egedal bekkur – smella hér!

Erling brass bakki – smella hér!
Carlos loftljós – smella hér!
Enjoy hjólaborð – smella hér!
Banksia rúmteppi – smella hér!
Kugleask púði – smella hér!
Richard vasi – smella hér!

….ég vona að þið hafið haft gaman að – fengið einhvern innblástur til þess að hreyfa til hlutina inni hjá ykkur og jafnvel gera smá kózý hauststemmingu! Njótið dagsins  ♥

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

3 comments for “Smá svona kózýfílingur…

  1. Kristín
    18.10.2020 at 07:45

    Vå hvað þetta er allt fallegt! Dásamleg rúmföt og bara allt

  2. osk sigurjonsdottir
    18.10.2020 at 09:41

    Sæl…virkilega flott hönnun…☺

    Langar að spyrja,…hvaðan er arinn /grindin
    við veginn…??

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.10.2020 at 12:02

      Sæl og takk fyrir,

      arininn fékkst í Blómaval fyrir einhverjum árum!

      kv.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *