Amen…

…ég hef alltaf haft mikið dálæti á krossum og Maríu-styttum. Það er eitthvað við þessi trúartákn sem hefur hreinlega róandi áhrif á mig og mér líður afskaplega vel við að horfa á þau.

Fyrir mööörgum árum síðan þá kynntist ég henni Maggý Mýrdal þegar hún var með fyrirtækið Fonts og fór þá á skiltanámskeið hjá henni ma. Oft hef ég líka dáðst að trékrossunum sem hún hafði búið til á þeim tíma, og skreyttu veggi heima hjá henni. Hún fór síðan í það að útbúa plagöt með myndum af krossunum hennar og kom um daginn til mín með eitt slíkt að gjöf. Ég vil taka það fram að þetta var eingöngu vinargjöf, og ég ákvað upp á mitt einsdæmi að gera þennan póst – og þetta er því alls ekki kostuð umfjöllun!

Um er að ræða Æðruleysisbænina í stærðinni 30x40cm annars vegar og hins vegar Faðir vor-ið í stærðinni 40x50cm. Smella hér til þess að skoða nánar.

Mér finnst eiginlega verst að myndirnar mínar ná ekki að sýna nógu vel dýptina og fegurðina sem er í þessum plagötum, en ég er einmitt með Faðir vor krossinn…

…ég er komin með hálfgert haustþema hérna á hliðarborðinu, með bastkörfunum og stóru stráunum…

…og mér finnst myndin með krossinum koma alveg dásamlega út með …

…svo setti ég rustic kertastjakana með – og fallegu Maríu-styttuna mína (eina af mörgum)…

…bara dásemd, þó ég segi sjálf frá!

…mæli hiklaust að fylgja henni Maggý á Instagram – smella hér, því að hún er ótrúlega sniðug að breyta og skreyta, og býr alveg ævintýralega, og deilir því öllu með fylgjendum sínum…

…svo þegar ég var að skoða myndir – þá sá ég nú líka strax að ég var líka með Maríustyttur og krossa hérna áður en ég setti haustþemað…

…en hér eru tvær saman í stóru fallegu luktunum sem ég fékk í Fakó, fást líka í Salt í Kringlunni…

…þetta finnst mér vera notalegt! Annars vona ég bara að þið eigið yndislega helgi og endilega farið varlega – knúsar 

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *