Allt um rúmið okkar…

…eins og ég lofaði þá er hér allt um blessað rúmið.
Ég sagði ykkur frá því að ég var í rúmpælingum, í lengri tíma.  Við erum búin að búa í 19 ár og þann tíma erum við búin að vera með “harða” rúmgafla, alltaf úr tré eða slíku.  Mig langaði í mýkt, kózýheit og dökkt – eiginlega bara dökkt dökkt dökkt.
Alltaf þegar farið er í svona verkefni þá mæli ég með að nota Google fram og til baka, Googl-arinn er vinur þinn.
Eða Pinterest, þar er líka heill hellingur!
Þau fyrirtæki sem eru feitletruð í póstinum eru þau sem ég er/hef verið í samstarfi við!
Ef þið eruð að leita að rúmgöflum, eins og okkar, þá er það t.d:
Tufted headboard, og til þess að þrengja leitina er hægt að bæta við lit eða t.d. áklæði…

briella tufted linen upholstered king size headboard inspire q intended for cheap king size headboards prepare – wordcampindy.org

(Uppruni)
(uppruni)
…og eins og þið munið kannski, þá er þetta moodboard-ið fyrir herbergið, sem ég setti upp áður en við gerðum herbergið sjálft.  Þarna sést höfðagafl eins og heillaði, en gardínan úr Rúmfó (sjá hér) en hún leiddi svolítið litavalið…
…því að liturinn sem við völdum að lokum á gaflinn okkar, hann er svona brúngrár.  Meira grár samt – en þessi ofsalega fallegi djúpi, hlýji brúni tónn. Við fundum eins og áður sagði hinn, eina sanna, í RB Rúm í Hafnarfirði.  En þeir eru mjög mjög mikið úrval af litum, efnum og dýpum af rúmgöflum.  Það sem meira er að þetta er unnið algjörlega í samvinnu við kaupanda.  Þannig að t.d fyrir 19 árum þegar við keyptum okkar fyrsta rúm, það var það sérsniðið fyrir Hr. Langentes (núverandi eiginmann, þáverandi kærasta og hans 193cm). Það er hægt að hafa vængi á gaflinum líka, og bara allt sem hugurinn girnist (þið getið skoðað það hérna t.d.)…
…við völdum að hafa gaflinn okkar klæddan alveg niður að fótum.  Sumir eru bara með gaflana frá dýnu og festir á vegginn, en ég vildi endilega fara alla leið niður.  Gaflinn er síðan festur á botninn með boltum, en það eru engar fætur á gaflinum sjálfum, heldur  bara á botninum…
…hér sjáið þið boltana sem eru á botninum.  Eins er botninn klæddur með sama efni og gaflinn – þannig að nú þarf maður ekki að spá í að vera með neitt svona lak, eða pils niður fyrir…
…hér sjáið þið síðan gaflinn festann á botninn.  Svæðið er sem er alveg slétt, er það sem gert er ráð fyrir dýnunni.  En við vorum búin að gefa upp málin og þykktina á dýnunni til þess að þetta passaði allt saman…
…og þá er útkoman þessi, rúmið tilbúið án dýnu!
…ég hef mikið verið spurð um málin á rúminu, en hér eru þau:
Rúmið okkar, og gaflinn, er 180cm á breidd.
Rúmið og dýnan er 210cm á lengd.
Gaflinn er 150cm frá efstu brún niður á gólf (fætur er ca 22cm)
Gaflinn er ca 9 cm á dýpt
Ég valdi svartar lappir, og það er hægt að velja á milli mismunandi týpa á löppum.  Svo segir þú bara hvaða hæð þú vilt hafa á löppunum… …gaflinn okkar er það sem er kalllað djúpheftur, og án vængja (en það eru hliðarnar sem eru stundum á svona göflum)…
…ég hef líka fengið spurninguna hvort að ekki falli mikið á hann, og auðvitað þarf að þurrka af eins og af öllu! Það er hægt að ryksuga en mér hefur reynst best að bleyta klúta og strjúka bara ofan af…
…dýnan okkar er svo, eins og áður sagði, frá Dorma

…við urðum mjög hrifin af Elegance 15 heilsudýnuna frá Dorma. Hún var eitthvað svo mjúk og kózý og tók alveg utan um mann, þegar við lögðumst í hana.  Það var líka mjög mikilvægt að fá eina heila dýnu núna, þar sem við höfum verið með tvískipta og langaði núna að vera með eina heila…

…en það sem gaflinn gerir mikið – þið sjáið hérna rúmið, án þess að gaflinn sé á…
…og svo með gafli – sem reyndar stóð bara á gólfinu á þessari mynd!
…síðan létum við klæða gamla bekkinn okkar (sjá hér), en hann var áður hvítur að lit og bara með einföldum toppi.  En núna er hann svona djúpheftur í stíl við gaflinn…

Þá held ég að ég sé búin að svara öllum helstu spurningunum sem ég hef fengið undan farið, það eru komnir þó nokkrir póstar um svefnherbergið og þið getið kíkt á þá hér:
Forsmekkur að hjónaherbergi
Hjónaherbergi – hvað er hvaðan
Svefnherbergisljós – DIY
Bekkur – DIY
Fataskápur – fyrir og eftir
Rúmteppakrísa

…ég er sem áður sagði alveg ofsalega ánægð með þetta, og sérstaklega ánægð með gaflinn og hvað hann gerir mikið fyrir rýmið! En auðvitað er þetta allt bara að spila saman, og gerir það nokk vel – þó ég segi sjálf frá! ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *