Stóri gardínupósturinn…

…það eru svona ákveðnar spurningar sem ég fæ aftur og ítrekað, varðandi gardínur almennt – uppsetningar á tvöföldum stöngum – og slíkt. Ég ákvað því að gera einn póst sem ætti að taka á flestum svona spurningum.

Til að byrja með er gott að tala um staðsetningu gardínustanganna og hvers vegna það sé gott að pæla aðeins í henni. Mjög algengt er að setja gardínurnar eins og sést á fyrri myndinni hér, með stangirnar beint fyrir ofan gluggann og þannig að þær séu bara ca breidd gluggans.

En með því að færa stöngina ofar, þá ertu búin að láta virka hærra til lofts, og með því að færa festingarnar utar en glugginn sjálfur, þá ertu búin að láta gluggann virka mikið stærri. Auk þess sem gardínurnar falla þá fyrir veggina en ekki fyrir gluggann sjálfan þegar dregið er frá, og birtan getur því streymt óhindrað inn.

…það eru til ótal myndir á netinu sem sýna þetta vel og eins sýndi ég ykkur þetta sjálf í svefnherbergispóstinum okkar – sjá hér...

…þegar það kemur að í hvaða hæð er gott að hafa gardínustönguna, þá fínt að miða við ca 245cm-250cm, en þá þýðir það að tilbúnar gardínur – eins og frá Rúmfó eða Ikea, passa beint á stöngina án þess að þurfa að stytta þær. Það er kostur…

…þannig að þið getið auðveldlega breytt rými alveg gífurlega, bara með því að breyta staðsetningu á stönginni og hvernig gardínan er sett upp!

…sjálf nota ég mikið gardínustangir, eða ömmustangir, heima hjá okkur. Mér þykja þær alltaf mjög fallegar og tímalausar. Oft nota ég þessa hérna frá Ikea sem heitir BETYDLIG.
Eitt sem er gott að benda á við festinguna, er að annar endinn (sem er að vegginum hér) er lengri, en það er hægt að snúa þessu við – þannig að styttri endinn sé að vegginum. Það gefur pláss fyrir aðra u-festingu, og líka sniðugt ef gluggakistan er djúp

…ef þið viljið síðan gera eins og ég geri, og vera með tvöfaldar gardínur (þynnri nær glugga og þykkari fjær) þá er málið að bæra við annari svona U-festingu…

…og þá kemur þetta ca svona út, og þið getið auðveldlega verið með tvöfalda gardínur…

…þetta Storslagen sett er líka til – en það nær bara upp að 210cm, þannig að ef þið þurfið stærra – þá þarf að nota þetta hér að ofan…

gardínustangirnar eru iðulega svona, þannig að það er mjórri stöng sem rennur inn í breiðari. Þannig að ef þið viljið lengja stöngina enn meira, þá er bara að kaupa aðra til – og renna henni á líka. Sem sé bæta breiðari stöng á mjórri stöngina, hinum megin. Vona að þetta skiljist 🙂

HUGAD Curtain rod - black - IKEA

En ef þið lengið stangirnar, eða eruð með langar stangir, þá getur þurft fleiri veggfestingar til þesss að stöngin fari ekki að síga í miðjunni…

BETYDLIG Curtain rod holder - black | Curtain rod holders, Double ...

…en það er víst sjaldan hægt að ofmeta hlýleikan og kózýheitin sem fylgja því að vera með fallegar gardínur ( hér er Ceilina og Marisko frá Rúmfó )…

…sérstaklega finnst mér þær fallegar í barnaherbergjum, og mæli alltaf með að hafa veggi og gardínur í hlutlausari kantinum í þessum rýmum, þar sem það er oftast mikið af dóti og öðru sem sér um að skreyta. Hér eru Anten frá Rúmfó…

…ég er með Marisko frá Rúmfó í mörgum rýmum hér heima…

…hér er t.d. bara þunnar gardínur fyrir gluggunum, en gjörbreyta samt heildinni og gera allt rýmið mikið notalegra…

….svo er það alltaf að aukast að fólki vilji nota gardínubrautir og fest beint í loftið. Ég er búin að nota mikið brautirnar fyrir gardínur í þáttunum, og hér er allt sem þarf fyrir það – og fæst þetta allt í Rúmfó:

Gardínurbrautir
Gardínubrautarplast
Krókar
Samsetning (þegar tengja þarf saman fleiri en eina braut)
Gardínubeygja fyrir brautina
Odell gardína

…það sést líka svo vel hvað þetta er breyta miklu í rýminu…

…vona að þetta svari spurningum sem hafa brunnið á ykkur – og annars þá sendið þið bara línu á mig hér fyrir neðan.
Vona að þið séuð að eiga notalega heimapáska ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

8 comments for “Stóri gardínupósturinn…

  1. Guðrún Sif
    10.12.2020 at 07:50

    Kærar þakkir Soffía mikil hjálp í þessum pósti er mikið búin að spá í uppsetningu á tvöfaldri stöng 🤓💖

    • Hulda
      12.09.2021 at 16:15

      Sæl

      Hvernig græja ég stöng f stofuglugga sem er rúmir 4 m á breidd ? Nota 2 stangir ? En þá sjást festingarnar svo vel f miðjum glugganum ?
      Afsakið margar spurningar 😊
      Kv Hulda

  2. Ásta Kristín
    23.07.2021 at 18:11

    Frábærar upplýsingar. En ég er í smá vandræðum og finn ekki nokkursstaðar gardínustöng í 90°. Glugginn er í horni og ég vil hafa gardínustöngina tvöfalda þar sem ég er með þunnar næst glugganum og myrkvunar á ytri stöng þar sem ég get dregið fyrir án þess að vesenast í þunnu gardínunum. En málið er að mig vantar beygurnar. Eða stangir sem virka í svona horn. Til staðar er beygja sem er gamalt sturtuhengi og mjög breitt. Líklega 3cm. En ég finn það hvergi heldur til að kaupa númer tvö sem ytri stöng. Það yrði reyndar ljótt ef ég hef ekkert á stönginni meðan það er frádregið svo ég kysi almenna stöng með beygju. Vitið þið hvar ég get fundið slíkt. Er til í að kaupa að utan líka en finn ekkert.
    kv. Ásta

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.08.2021 at 21:57

      Sæl Ásta, ég myndi kanna bara með einhverja sem eru með járn/álsmíði einhverja, veit að það hafa verið sérsmíðuð horn í svona tilfellum.

  3. Berglind Gudmundsdottir
    10.10.2021 at 12:22

    Takk fyrir frábæra pósta. Er með smá vangaveltur um gardínur 🙂 Sjást mikið aukafestingarnar þegar settar eru saman 2 stangir til að lengja upp í 4,5 metra ? Ætla að setja upp þunnar hörgardínur en er með glugga sem er 4,5 , er kannski betra að setja upp braut fyrir svona stóran glugga ?

  4. Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir
    29.02.2024 at 11:24

    Sæl kæra Soffía
    Þessar gardínubrautir frá Rúmfó…er hægt að festa þær á vegginn með vinklum?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      02.03.2024 at 15:59

      Sæl – já mig minnir að það sé hægt, en t.d. hún Hildur sem vinnu í JYSK á Smáratorgi getur svarað þér öllu um það!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *