Svefnherbergisljósin – DIY…

…jæja þá, seinast þegar þið sáuð hjónaherbergið þá var það um það bil svona……með bráðabrigðaljósum sitt hvoru megin…
…en margir tóku eftir ljósunum 2-3, og líka speglunum 1, á moodboard-inu.  En það var ekki komið upp þegar að við sýndum herbergið seinast. Eins og sést þá eru ljósin loftljós, en við erum ekki með steypta loftaplötur heldur svona klæðningu með smá glansáferð.  Þannig að ef við festum eitthvað í loftið þá er ekki einfalt að ganga frá því án þses að það sjáist.  Því þurfti að finna aðferð til þess að koma ljósunum á vegginn, og gera það fallega…
1. Broste Tove spegill – Húsgagnahöllin
2. Riverdale loftljós – Húsgagnahöllin
3. Carlos loftljós – Rúmfó
Þau fyrirtæki sem eru feitletruð í póstinum eru þau sem ég er í samstarfi við!
…það fyrsta sem ég féll fyrir voru ljósin.  Það slétta fann ég í Rúmfó en hitt í Húsgagnahöllinni. Plan 1 var að nota bara Rúmfó ljósið, en þegar ég sá hitt þá fannst mér það alveg bókað að þau myndi komplimenta hvort öðru alveg fullkomlega.  Svo rak ég augun í þennan spegil í Húsgagnahöllinni líka.  Það var eitthvað við lagið á honum, stærðina og einfaldleikan að ég fór strax að hugsa um hann við hliðina á rúminu.
Þannig að upp fór hann…
…úti í bílskúr áttum við þessa tréspýtu, sem var þó aðeins lengri, og söguðum hana niður í sömu breidd og spegillinn…
…tókum síðan smá afsagelsi og festum aftan við.  Ástæðan var tvöföld, bæði að ýta plötunni fjær veggnum til þess að ljósin væru yfir náttborðum en ekki klesst við vegg, og síðan til þess að mynda holrými á bakvið til þess að geta tengt saman snúrurnar í eina snúru…
…ég átti síðan þessar hillubera frá Ikea, sem voru áður á hillum í skrifstofunni, hérna endur fyrir löngu.
Þannig að við áttum í raun allt efnið fyrir þetta…
…notuðum lazermælinn til þess að vera með þetta í réttri hæð báðum megin…
…spreyjuðum plöturnar með Montana spreyjinu
…og upp fór platan…
…og þá look-aði þetta um það bil svona…
…platan var fest fyrst, og skrúfurnar felast svo undir hilluberunum…
…rétt sí svona…
…eiginmaðurinn stækkaði svo örlítið skrúfugötin til þess að koma snúrunum í gegn, og við notuðum svarta rafmagnsstrappa til þess að gefa snúrunum festingu og stuðning með, þið sjáið endann á þeim þarna upp í loftið…
…en maður minn hvað mér finnst þau falleg…
…sama prógram var svo gert hinum megin við rúmið…
..svo setti ég perurnar í, en ég hafði keypt svona warm glow, og þær voru ansi gular svona í reyklituðum kúplunum…
…og bara með eina peru í, stóðst ég samt ekki mátið að mynda smá…
…en birtan er svo skemmtileg af skorna ljósinu…
…og gaflinn ♥
Bólstraður gafl – RB rúm
..þannig að ég fór í Húsasmiðjuna og fékk þar perur sem voru hvítari, og komu því betur út, að mínu mati!
Lokaútkoman var þá þessi!
…mér finnst þau svo falleg saman, einmitt af því að annað er svo einfalt en hitt er meiri páfugl…
…og herrans megin…
…eins og þið sjáið þá kemur svo snúran bara niðurundan speglinum, þannig að hann felur hana svolítið.
Eins setti eiginmaðurinn dimmer sem er mikill plús…
…en perurnar eru samt bara 25w led perur…
…og þannig urðu ljósin til!
Kannski ekki fyrir alla, en við erum ekkert smá kát með þetta…
…þetta er svolítið svona öðruvísi og mér finnst svo gaman að ljósin endurspeglast og það kemur svo mikil dýpt og vídd í þetta allt saman…
…þannig að nú er herbergið bara aaaaalveg að verða reddí!
Hvernig lýst þér annars á?
Eigðu yndislega helgi ♥P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

6 comments for “Svefnherbergisljósin – DIY…

  1. Ósk
    01.09.2018 at 12:37

    Vá það er svo gaman að fylgjast með þér og hlusta á þig, þið eruð svo smekkleg og hagsýn hjónin. Eftir að hafa í þó nokkur ár að fylgst með þér verð ég enn í dag næstum orðlaus yfir því hvað allt er flott hjá þér .

  2. Anonymous
    01.09.2018 at 18:33

    Stórglæsilegt ….🤗!!!
    Og kemur ekki á óvart..!,

  3. Anonymous
    04.09.2018 at 13:22

    Alveg meiriháttar flott herbergið 🙂

  4. Annasigga
    05.09.2018 at 11:51

    Frábært 😍 👌

  5. Jóhanna
    08.01.2023 at 22:54

    Geggjuð ljós og herbergi! Hvað heitir liturinn á veggjunum?? 🤩

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.01.2023 at 02:14

      Takktakk, liturinn er Rómó3 sem er í litakortinu mínu hjá Slippfélaginu. Þú getur fengið afsl og tvær fríar litaprufur úr litakorinu mínu með því að nefna SkreytumHús.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *