Náttborð – DIY…

…okdokey. Þegar við breyttum í hjónaherberginu þá fundum við bara alls ekki “rétta” náttborðið til þess að hafa herramegin. Fullt til af allskonar náttborðum, það vantar ekki – en það var bara ekki þetta eina rétta. Þannig að tímabundið notuðum við bara lítið hliðarborð úr Rúmfó sem við áttum fyrir.
Alltof lágt og alls ekki eins við þetta átti að enda – en á meðan leiðinni stóð, þá var þetta betra en ekki neitt!

…þannig að eftir að hafa ákveðið að vilja helst ferkantað borð. Hillur svo hægt sé að geyma bækur, blöð og jafnvel hleðslutæki. Þá ákváðum við einfaldlega að fjárfesta bara í Vittjsö-hillu, og breyta henni. Svo sem ekki í fyrsta sinn!

Sjá hérna – smella
og hér – smella

…til þess að lækka hilluna var hún einfaldlega söguð niður með járnsög, og toppstykkið sett ofan á hilluna þegar hún var komin í þá hæð sem hún átti að vera…

…snilldin við að gera svona sjálfur – og það meina ég auðvitað að fjarstýra eiginmanninum – er að það er hægt að hafa borðið /hilluna, einmitt í þeirri hæð sem þú kýst. Við fórum t.d. tvisvar aftur út í skúr til þess að borðið sé akkurat í þeirri hæð sem við vildum hafa það. Við þurftum síðan að gera ráð fyrir að borðplata kæmi þarna ofan á, en við fórum í Byko og keyptum viðarplötubút sem er í svipuðum tón og arininn sem er þarna inni…

…en hér eins og víða, þá gerast stundum góðir hlutir hægt, og við fórum ekki enn búin að koma okkur í verkið nokkrum mánuðum síðar 😉 Ég var svo að taka til hérna frammi þegar ég rakst á Marstal-spegilinn minn úr Rúmfó, sem ég notaði sem bakka…

…og þar sem ég er með speglaborð (úr Pier) mín megin, þá kveiknaði hugmyndin bara í hvelli…

…skellum bara speglinum þarna ofan á, og hann bara small eins og flís við rass. Það væri auðvelt að festa hann bara með franska límrennilásnum úr Costco, sem ég nota hér – en enn sem komið er þá hefur það ekki þurft…

…ég kann líka að meta að hillan verður mun fallegra náttborð *haha* þegar að borðbrúnin er orðin svona þykkari og meiri. Verður veglegri…

..svona er þetta alla vega í bili – þar til við festum plötuna á eða leikum okkur eitthvað meira að þessu. Ég hef líka verið spurð hvers vegna við séum ekki með eins borð báðum megin, en það er í raun nokkrar ástæður fyrir því.

Í fyrsta lagi er meira pláss hinum megin og ég vildi endilega geta leikið mér meira með það pláss. Þar setti ég líka gyllt og meira glamúr borð, sem mér finnst mikið kvenlegra. Svo finnst mér bara flott að hafa þau ekki eins og hafa meiri kosti til þess að skipta þessu út eða breyta eitthvað smávegis – ég hef stundum gaman að því – eins og þið kannski vitið…

Annars vona ég bara að þið eigið yndislegan miðvikudag ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *