Hjónaherbergið – íbúð 202…

…þegar ég gerði íbúðirnar í vor þá tók ég svo margar myndir sem ég var ekki búin að deila með ykkur. Það er bara ágætt að gera það núna!

Hér er póstur með frekar myndum úr íbúðinni – smella!
Hér er póstur um hvað er hvaðan – smella!

Hér er hjónaherbergið fyrir – heilmálað í Kózýgráum úr litakortinu mínu frá Slippfélaginu

……hjónarúmið og allt á því er frá Rúmfó…

…ef þið skoðið fyrstu myndina í þessum pósti þá sjáið þið stærðina á glugganum í rýminu. En hér, með því að setja í raun þykku gardínurnar fyrir vegginn, en ekki fyrir gluggann, þá virkar glugginn svo mikið stærri. Þetta breytir í raun rýminu alveg svakalega mikið. Einföld aðferð sem hefur mikil áhrif. Þið getið skoðað stóra gardínupóstinn um svona hér – smella!

…ég vildi í raun hafa herbergið mjög svona monotónað, eða í sama litinum. Mér finnst það gefa svo mikla kyrrð og ró í svona svefnrými…

…það ýkist líka ennfremur með hvítum rúmfötum og hvítum innanundir gardínum…

…veggsnagar úr Rúmfatalagerinum, skreyta og brjóta aðeins upp vegginn…

…náttborðin og lamparnir eru frá Ikea, en svarti liturinn á náttborðinu gerir ótrúlega mikið þarna inni og líka gyllti liturinn á lömpunum…

…því að það er bara alltaf möst að vera með smá bling alls staðar, ekki satt…

…rúmteppið er líka frá Rúmfatalagerinum…

…eins eru velúrpúðarnir að gefa mýkt á rúmið – að öllu leyti…

…innanundir gardínurnar eru síðan Marisko, líka frá Rúmfatalagerinum…

Kazo Rúm – Rúmfatalagerinn
Setskog Náttborð – Ikea
Barometer Ljós – Ikea
Alexa Gardínur – Rúmfatalagerinn
Teppastandur – Byko

Njótið dagsins ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.

1 comment for “Hjónaherbergið – íbúð 202…

  1. Erla
    05.02.2023 at 09:59

    Einfalt en kósí og huggulegt

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *