Haustið…

…er svo sannarlega komið. Ég held líka að ég hafi aldrei upplifað jafnstutt sumar, þannig að skrítna árið 2020 heldur áfram að vera skrítið…

Eins og þið hafið eflaust orðið varar við þá er það orðið opinbert að Skreytumhús-sjónvarpsþátturinn er núna að verða að veruleika!

Þetta ferli er búið að taka langan tíma, svo endalaust mikla vinnu að ég gæti aldrei týnt saman allar þær stundir sem ég hef setið við tölvuna fram eftir nóttu, sofnað á lyklaborðinu eða bara verið á þönum við myndatöku eða frágang, eða bara allt það sem þessu fylgir. En það er samt allt þess virði.

Allt þess virði vegna þess að ég hef svo mikla ástríðu fyrir þessu sem ég geri! Ég brenn fyrir því að gera fallegt, og fyrir því að hjálpa þér að gera fallegt hjá þér. Það á ekki að vera þannig að það þurfi að vera það dýrasta eða bara hönnunarvara til þess að rými séu falleg, og það er ekki þannig.

Við þurfum að leggja áherslur á persónulegan smekk, að nýta og endurnota það sem við eigum – eða það sem aðrir hafa átt, og með því á að vera hægt að skapa dásamleg heimili sem að henta fyrir þig og þína. Því að það er alltaf bara þú og þitt fólk sem búið inni á heimilinu og það á að vera ykkar griðastaður.

Þannig finnst mér það ætti að vera í það minnsta!

Sjálf nýt ég þess að vera með hluti sem ég hef búið til sjálf (með góðri hjálp) – því það að vera með hluti sem ég bý til gefur ákveðið stolt.

Ég blanda saman Iittala og t.d. bakka hér úr Rúmfó, þetta virkar allt saman.

Ég nýt þess líka að vera með gamla, fallega muni – eins og ísbjörnin hér.

En það ætti alltaf að vera þannig að hver hlutur heima hjá þér ætti að vera veita þér gleði.

Ég hlakka í það minnsta til þess að takast á við ný verkefni.

Jafnframt vil ég hvetja til þess að fólk haldi sig eins mikið heima á næstunni og hægt er, svona til þess að takast á við ástandið sem við búum við!

Verum eins og Moli, kúrum okkur bara ♥

Ég fór í útvarpsviðtal á Bylgjunni hjá henni Siggu Lund, þið getið smellt hér til þess að hlusta!

Eigið yndislegan dag ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *