Það er komin vetrartíð…

…eða svo gott sem! Í það minnsta, veturinn er hér á næsta leyti, svo jólin og ég er komin með nóg af grímum og covid fréttum. Nú langar mig bara að gera eitthvað skemmtilegt og gleyma mér í smá stund. Ég ætla að leika mér að vetrarskreyta – og hana nú!

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn og sýnir vörur þaðan, en allar vörur eru valdar af mér og hugmyndirnar eru mínar!

Fyrstar ber að nefna tvær hávísindalegar kannarnir sem ég gerði inni á Instagram, þar sem 45% voru sammála um að grenitré séu vetrarskraut en ekki jólaskraut – ánægð með fólkið. Svo setti ég inn smá svona teaser fyrir vetrarskrautið, og viti menn, 95% vill fara að sjá slíkt, þannig að það er ekki eftir neinu að bíða!

Allt efnið fékk ég hjá honum Ívari mínum í Rúmfó á Smáratorginu, en hann er búin að vera að setja upp svo margt fallegt undanfarnar vikur, þið vitið svona jólóskraut. En í þessum pósti, þá er það vetrarskraut sem ræður ríkjum. Þá meina ég að allt sem við sjáum hér, er td til í náttúrunni allt árið um kring. Ok, kannski ekki glimmertrén, en við þurfum nú ekkert að missa okkur í smáatriðunum.

Eins og þið vitið velflest sem lesið þetta blogg, þá elska ég jólagrenitré – alveg hreint heitt og innilega. Þessi hérna eru hrein dásemd.

Þrjár týpur: náttúruleg, með snjó á greinum og glimmer.
Auk þess eru þrjár stærðir: stór, miðstærð og svo lítil.

Það má líka alveg skamma mig fyrir að strauja ekki dúkinn, en sko það er heimsfaraldur – það þarf nú ekki að leggja það á konu líka að þurfa að strauja, ekki satt?

Sjáið nú bara hversu falleg þessi tré eru. Svo þegar þið eruð búin að dáðst að því, þá má horfa á litlu húsin og dáðst að þeim. Svo falleg hvít keramikhús, með innbyggðu batterýsljósi – ég er hamingjusöm!

Talandi um hluti sem gleðja, þessar hérna diskamottur! Kringlóttar í svona bastlook-i, brúnleitar og gráleitar með dass af glimmer, það verður bara allt betra með dass af glimmer!

Sjáið bara hversu fallegar, þær eru næstum eins og svona viðarplatti – geggjaðar í svona rustic vetrarborð!

Svo voru það þessir hérna dásemdar diskar, fjórar mismunandi myndir og koma skálar, diskar og glös. Mér finnst þetta snilld fyrir litla jólasveinakalla sem eru að setja í skóinn fyrir litla sæta krakkalakka núna um jólin.

Sjáið bara hversu fallegir þessir eru, jeminn eini bara.

Hugsanlega er hreindýrið eftirlætið mitt.

Eða fuglarnir.

Eða bara refurinn…

Ég get bara ekki valið 🙂

Þá held ég líka að þeir gætu verið svo sætir hengdir upp á vegg!

Hér sést líka vel fallega diskamottan, svo mikið bjútí!

Myndirnar á glösunum og skálunum eru eins og á diskunum…

Svo þegar kvöldar þá bætti ég við seríu, og ég þarf að sýna ykkur hana í sér pósti, alveg snilld.

Svo vetró, eða jóló, eða bara gaman að gera eitthvað skemmtilegt heima hjá sér!

Ég er svo hrifin af húsunum, kemur eflaust ekki á óvart!

Nú svo var bara að prufa líka á arninum, setti þar þrjú stór tré, eitt millistórt og eitt lítið. Svo auðvitað hús.

Ég lofa að fara ekki að fylla allt með jólóvetrarpóstum neitt í bráð – mig langaði bara að brjóta aðeins upp hversdagsleikann og njóta þess að gera eitthvað sérlega fallegt og ævintýralegt.

Hér koma síðan hlekkir á allar vörurnar:

Skál m/dýramynd
Diskur m/dýramynd
Keramik led ljósahús 16cm – smella hér!
Keramik led ljósahús 12cm
Diskamottur – tveir litir – smella hér!

Jólatré í potti 58cm – smella hér!
Jólatré 28cm
Jólatré m/glimmer 35cm
Jólatré m/glimmer 28cm

Njótið helgarinnar, verið heima ef hægt er og gætum fyllstu varkárni ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.

5 comments for “Það er komin vetrartíð…

  1. María
    11.10.2020 at 14:10

    Sæl Yndislegur póstur frá þér. En ertu nokkuð með link á glösin og diskana? Já og diskamotturnar.

  2. Anna
    12.10.2020 at 00:50

    Takk Soffía, einmitt það sem þarf núna, fallegt skraut og dúllerí ❤️

  3. Anna Sigga Eiríksdóttir
    20.10.2021 at 20:15

    sumir linkarnir virka ekki rétt 🙁 en skemmtilegur póstur samt 😉

  4. 04.11.2021 at 19:28

    Ohh þvílík dásemd, svo fallegt og ég fékk svona jóla fíling í hjartað .svo dásamlega fallegt ❤

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *