Íbúð 202 – hvað er hvaðan…

…ég var svo ánægð með myndirnar sem ég sá frá Remax af íbúð 202 og ákvað að deila þeim með ykkur hérna. En hann Guðlaugur J. Guðlaugsson fasteignasali er einmitt með opið hús í dag á báðum íbúðunum:

Skógarbraut 925, Ásbrú, 262 Reykjanesbæ.

3 herbergja 89,5 fm íbúð á verði frá 27,5 m.
5 herbergja 120,6 fm íbúð á verði frá 35,5 m

Opið hús í dag laugardag 16. maí frá kl 14:00-14:30

Litirnir eru mjög réttir á þessum litum, en Kózýgrár er á öllum veggjum nema barnaherberginu…

…borðið og stólarnir, ásamt hillum á vegg eru frá Rúmfatalagerinum…

…ljósin eru úr Byko Breiddinni, en ekki úr ljósadeildinni heldur úr smávörudeildinni…

…elska hvað viðarbrettin gera ótrúlega mikið…

…hillurnar eru líka mjög fallegar á vegginum…

…opin og stór íbúð, tekur svo vel á móti manni þegar maður kemur inn…

…skenkurinn, spegillinn, snagar og bekkur er allt úr Rúmfó…

…fyrir gluggunum eru Marisko gardínurnar frá Rúmfó…

…séð úr sjónvarpsrými að innganginum…

…allt í sjónvarpsherbergi er úr Rúmfó, nema skenkurinn er Besta úr Ikea, sófaborðin eru frá Ilva…

…vegghillurnar eru frá Rúmfó…

…baðherbergið…

…hjónarúmið og allt á því er frá Rúmfó. En náttborðin og lamparnir eru frá Ikea…

…liturinn á barnaherberginu er Dásamlegur úr litakorti Frk. Fix hjá Slippfélaginu…

Íbúð 202

Eldhús/borðstofa
Ringsted Borð – Rúmfatalagerinn
Blokhus Stólar – Rúmfatalagerinn
Allinge Vegghilla – Rúmfatalagerinn
Palne Vegghilla – Rúmfatalagerinn
Ljós – Byko

Forstofa
Virum Skenkur – Rúmfatalagerinn
Marstak spegill – Rúmfatalagerinn
Saunte Bekkur – Rúmfatalagerinn
Galsted snagar – Rúmfatalagerinn
Veggvasar – Ilva

Stofa
Egedal Sófi og hægindastóll – Rúmfatalagerinn
Aksfrytle Motta – Rúmfatalagerinn
Hejlsminde Hillur – Rúmfatalagerinn
Saskia sófaborð – Rúmfatalagerinn
Uptown hliðarborð – Rúmfatalagerinn

Sjónvarpshol
Angelina Sófi – Rúmfatalagerinn
Motta – Rúmfatalagerinn
Virum Hillur – Rúmfatalagerinn
Sjónvarpsskenkur – Ikea
Sófaborð – Ilva
Gard Vegghillur – Rúmfatalagerinn

Barnaherbergi
Rúm – Ikea
Herning Hillur – Rúmfatalagerinn
Kappel Stóll – Rúmfatalagerinn
Himnasæng – Von verslun
Myndir – Infantia
Dýraveggvasar – Purkhús

Hjónaherbergi
Kazo Rúm – Rúmfatalagerinn
Setskog Náttborð – Ikea
Barometer Ljós – Ikea
Alexa Gardínur – Rúmfatalagerinn
Teppastandur – Byko

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.

2 comments for “Íbúð 202 – hvað er hvaðan…

  1. María
    28.05.2020 at 00:55

    Bollahillan í eldhúsinu hvaðan er hún?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      26.06.2020 at 00:26

      Frá Rúmfó!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *