Svefnherbergi – moodboard…

…alltaf gaman að setja saman herbergi í huganum. Þetta er svona næstum eins og hugarleikfimi og leyfir manni að leika sér með rými, ég meina þau eru ímynduð og því ekkert sem stendur í vegi fyrir að skemmta sér bara við þetta. Í þetta sinn er ég að vinna með vörur frá JYSK, sem ég er í samstarfi við, en allar vörurnar eru valdar af mér og pósturinn er ekki kostaður sérstaklega.

Fyrst langar mig að benda á fallegt snyrtiborð og spegil, þetta er alltaf fallegt og klassískt – hvort sem um er að ræða hjónaherbergi eða unglingaherbergi…

Marstal gylltur spegill – smella hér!

Egelev snyrti/skrifborð – smella hér!

..og við skellum með hvítum stól sem er með fótum sem passa vel við borðið…

Kastrup stóll – smella hér!

…af því við erum svona í smá bóhófíling og þetta er allt svona létt og ljóst, þá er gaman að skella tveimur svona fallegum bastljósum með. Hægt að hafa þetta bara sem loftljós, en gætu líka komið skemmtilega út bara tvo í horninu eða jafnvel sitt hvort megin við rúmið, sem náttborðsljós…

Bast loftljós – smella hér!

…það gerir alltag svona hlýlega stemmingu í svefnherbergi að vera með síðar gardínur og þessar eru dásamlega fallegar á litin og einmitt kjörnar í svona kózý stemmingu…

Nesvatn gardína – smella hér!

…náttborð eru alveg nauðsynleg, og þessi hérna eru einstaklega falleg og í stíl við snyrtiborðið, við erum alveg á réttri leið…

Egelev nattborð – smella hér!

…svo eru falleg rúmföt eitthvað sem skiptir svo miklu máli. Þetta er einfaldasta leiðin til þess að breyta í svefnherbergi. Ég set inn þrjá mismundi kosti hérna, sem eru öll í jarðlitum og mjög svo falleg…

Ingeborg sængurver – smella hér!

Elma sængurver – smella hér!

Berit sængurver – uppselt!

…það er síðan alveg nauðsynlegt að skella inn smá skrauthlutum með, hvort sem við erum að tala um blóm eða annað slíkt…

Skrautvörur – smella hér!

…og auðvitað fallegir púðar – þeir gera alltaf svo mikin kózýfíling…

Skrautpúðar – smella hér!

…kózý stóll er möst ef pláss leyfir – bæði til þess að tylla sér á, staður til þess að geta lesið bók eða hangið í símanum, og svo bara sem sérlega góð fata- eða púðageymsla yfir nóttina…

Hægindastóll – smella hér!

…panillinn er í miklu uppáhaldi og auðvelt að leika sér með hann sem rúmgafl, hafa hann lóðrétt fyrir meira drama eða lárétt. Svo bara láta ímyndunaraflið ráða…

Kettinge rúmgafl – smella hér!

…bastörfur eru ekki bara fallegar til skrauts, heldur líka nytsamlegar til að geyma veski í eða bara kózýteppi…

Bastkarfa – smella hér!

…ef þið eruð ekki með fallegan rúmbotn, viljið fela dót undir rúminu eða bara breyta til – þá eru þessi lök nú ansi falleg og mjög svo bóhó…

Pífulök – smella hér!

…svo er hér sérlega falleg grind fyrir tímaritin, nú eða til þess að setja króka á og hafa bara skart hangandi…

Gyllt blaðagrind – smella hér!

….eins eru þessir snagar fallegir fyrir stök veski sem þig langar að njóta þess að horfa á….

Veggsnagar – smella hér!

…og þessi lampi er svo fallegur – t.d. á snyrtiborðið…

…og að lokum þá er motta alltaf að gera rýmin meira kózý ef pláss leyfir og sérstaklega notalegt að stinga tánum beint á mjúka mottu að morgni dags…

Gedeblad beige motta – smella hér!

…og svo þegar þetta kemur allt heim og saman, þá er þetta útkoman – smellur allt saman!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *