Hátíðarborð – frá jólum í áramót…

…ég ákvað að prufa að gera aðeins öðruvísi póst.  Venjulega þá geri ég jólaborð, og svo breyti ég alveg öllu fyrir næsta jólaborð, eða áramótaborðið.  En ég veit að það eru ekki allir sem eru svona skreytibreytiglaðir eins og ég, og því ákvað ég að segja upp hátíðarborð sem var jóló, en færa það síðan yfir í áramótin með örfáum einföldum breytingum.  Hljómar það ekki bara skemmtilega?
Aftur er ég að vinna með áramótavörur, servéttur og kerti frá Heildversluninni Lindsay, sem að fást m.a. í Krónunni, og er pósturinn unninn í samvinnu við Lindsay.
Undirstaðan voru dúkar frá Rúmfó, ég var bæði með hvítann og gráann, en ákvað að nota hvíta dúkinn og vera með mjög svona “hreint” borð…
…það virkar síðan eins og dúkurinn sé blettóttur, en þetta er bara skuggar af greinunum í ljósakrónunni.  Ég valdi síðan grábrúna löbera, sem voru með hreindýramynstri…
…og ákvað að setja þennan í miðið öfugan á borðið, svona til þess að brjóta það aðeins upp…
…eftir miðju borðsins lagði ég síðan eina fallega grenilengju frá Blómaval, sem er með áföstum snjó, könglum og meira segja smá steinum…
…ótrúlega falleg grein, og alveg ein með öllu.  Það eina sem ég bætti við var að leggja síðan seríu ofan á og leyfa henni að liggja eftir borðinu…
…Moli skilur ekkert í þessari konu sem er alltaf að brasa eitthvað…
…ofsalega fallegur hvíti dúkurinn, sem er með þessum útklipptu stjörnum…
…og eftir að hafa bætt við trjám frá Rúmfó, og fullt af stórum og smá hvítum kubbakertum, þá var útkoman þessi…
…mismunandi skraut á hverjum disk…
…og gullhnífapörin gefa borðinu hlýju…
…ég setti bara glasamottur undir hvert kerti, til þess að verja dúkinn ef það færi að leka og líka bara til þess að leika mér meira með að blanda saman gulli og silfri…
…mjög hátíðlegt og bara frekar “einfalt” borð…
…fallegt fyrir hvaða jólaveislu sem er…
…og lengjan nýtur sín vel með kertunum og seríunni…
…en svo koma áramót – og þá viljum við breyta aðeins til, ekki satt?
Þá er hægt að breyta alveg ótrúlega miklu með servéttunum einum saman…
…eins og svo oft áður þá finnst mér gaman að blanda saman týpum…
…og þessar bláu með silfur stjörnum finnst mér alveg geggjaðar…
…svo eru þessar svona silfurgráar í grunninn og með trjáum í bláu og svörtu…
…síðan voru það þessar hérna ♥
…geggjaðar með bláum stjörnuhimni og húsum.  Þá er líka svo gaman að taka t.d kertahús, eins og ég geri hérna, og setja með á borðið.  Tengja saman servétturnar og skreytingarnar! Ég veit, ég gæti mögulega verið að ofhugsa skreytingar svona almennt…
…en þessar eru bara svo æðislegar!
…stílhreint og samt komin annar fílingur með bláa litinum…
…ekki satt?
…höldum þá áfram að “bling-a” okkur upp, þessi hérna gömlu “englahár” fást í Blómaval.  Ég fékk alveg nostalgíukast, það var alltaf svona á trénu heima í gamla daga…
…en ég ákvað að setja þetta í greinarnar sem eru í ljósinu okkar…
…en vinsamlegast!!! gætið að svona fari ekki nálægt kertalogunum.  Ég klippti sérstaklega þær lengjur sem fóru of neðarlega og þetta þarf að passa alveg 100%…
…em lengjurnar gerðu ótrúlega mikið fyrir stemminguna…
…en sjáið þið núna bláa skrautið í miðjunni – og hvernig það tengist bláa litinum í servéttunni…
…en það er hægt að fá svona “partýkassa” í Krónunni, og í honum er bara allt sem þarf til þess að “poppa” aðeins upp áramótaborðið…
…eins og svona krullulengjur í nokkrum litum, þó ég notaði bara bláann í þetta sinn…
…og síðan grímur, hatta og ýlur.  Ásamt smá konfetti til þess að dreifa í kringum diskana…
…það er stundum allt sem þarf…
…allt í einu komin bara áramótastemming…
…séð niður silfurræmurnar og niður á borðið…
…mér finnst svo fyndið að ská muninn – áramót…
…hátíðlegt og jóló…
…yfir í áramót og partý! Með nokkrum einföldum fylgihlutum…
…núna vantar bara gestina, og í mínu tilfelli – áramótakökkinn í hálsinn…
…annað er tilbúið til þess að taka á móti 2019…
…ég er líka að fíla vel bláa litinn með á borðið, hann er alltaf hátíðlegur…
…og svo gaman að vera með mismunandi servéttur sem ganga svona vel saman…
…kertaljós og stemmingin er komin…
…og ágætt að spá í því að aukaglös geta verið fyrirtak til þess að geyma ýmislegt skraut í…
…eins og sést vel hér…
…ég prufaði líka þessar servéttur, sem mér finnst mjög fallegar og blanda saman gulli og silfri…
…passa líka við húsaþemað…
…og áramótaskrautið nýtur sín vel…
…eins eru gylltar servéttur fallegar með…
…sem sé – jól…
…og yfir í áramót!
…svo er líka vert að minna á útikertin fallegu sem fást í Krónunni líka, en þau eru alveg einstaklega flott og gera mikla stemmingu…

…getið smellt hér, til þess að skoða eldri póst með fleiri myndum….

…hvernig lýst ykkur á þetta annars?
…þetta er ekkert flókið, svona skref fyrir skref er það nokkuð?
…og svo ég endurtaki mig, það sem er svona “möst” að mínu mati er auðvitað:
Eitthvað glimmerkyns, það er bara áramóta!
Eitthvað grænt, gervi eða lifandi
Fallegar servéttur geta skapað stemmingu, sem og kertin
Áramótaleikmunir/skraut – gera mikið!
…og það sem skiptir öllu máli, eins og alltaf, er að hafa bara gaman að þessu! Njóta og skapa þá stemmingu sem þú vilt helst ná fram 
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

5 comments for “Hátíðarborð – frá jólum í áramót…

  1. Guðríður Kristjánsdóttir
    28.12.2018 at 09:20

    Dásamlega fallegt eins og allt sem þú gerir 😀Gleðilegt ár og takk fyrir alla skemmtilegu póstana á liðnu ári bestu kveðjur GK

  2. Margrét Helga
    28.12.2018 at 09:24

    Enn og aftur svo einfalt en samt svo fallegt 🤩 var einmitt í krónunni í gær og keypti smá svona confetti en fór ekki alveg í allan pakkann…sé pínu eftir því núna… en…það er enn smá tími til aramóta 😉

  3. Anna
    28.12.2018 at 09:45

    Æði, þarf að fara í næsta fjörð til þess að komast í Krónuna en það ætla ég sko að gera í dag👍 takk fyrir dásamlegan póst ❄️

  4. Sigríður Þórhallsdóttir
    01.01.2019 at 22:44

    Alveg geggjað 🙂

  5. Anonymous
    29.12.2019 at 18:11

    Geggjað. Verst að krónan á hvolsvelli er ekki með neitt svona skemmtilegt. Fengu eitthvað smá í fyrra fyrir áramótin en ákváðu að senda það í krónuna á Selfossi 3 dögum fyrir áramót. Frekar glatað hjá þeim.
    En þá er bara að ráðast á alla pakkaborðana sem komu á pökkunum um jólin og redda sér 😁😁

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *