Skreytum úti, skreytum inni…

…þið haldið þó ekki að skreytikonan láti sér næga að skreyta, breyta og leika sér innan dyra. Maður verður að koma sér út fyrir dyr og í fyrra fékk ég svo geggjuð útikerti frá Heildversluninni Lindsay sem heilluðu mig alveg upp úr skónum og hér er pósturinn þar sem ég sýndi þau (smella)

…þannig að þegar mér bauðst að sýna ykkur þau aftur í ár, þá var ég ekki lengi að segja já takk með brosi.  Ég var einmitt bara nýbúin með mín frá því í fyrra.
Ég er að vinna með kerti, og standa fyrir þau, frá Heildversluninni Lindsay, sem að fást m.a. í Krónunni, og er pósturinn unninn í samstarfi við Lindsay...

…ég ákvað í ár að skipta þeim upp, og setti bæði fyrir framan hús og á pallinn.  Þessi kerti eru svo stór og massíf, og bara svo ótrúlega falleg.  Ég rakst á smá klaka í potti sem stóð á pallinum og setti þarna með þeim eins og skraut.  Svo notaði ég bara sömu bakkana og í fyrra, sem ég geymdi bara í skúrnum…

…ég fékk líka þessi litlu útikerti, en þau eru svört að lit – sem mér finnst frábær tilbreyting frá þeim rauðu, og svo er svona steypustandur sem hægt er að fá fyrir þau.  Standurinn er snilld, gerir kertin mikið stöðugri auk þess sem hann er mjög flottur…


…þið verðið nú að viðurkenna að þetta er ákveðin stemming sko…

…ég var í það minnsta ansi hreint skotin, svo væri líka geggjað að bæta við greni, könglum og jafnvel eplum handa fuglunum…

…það er líka æðislegt að vera inni og horfa út á þetta á pallinum…


…síðan fyrir framan hús, þá skellti ég nokkrum viðarbolum sem ég á í garðinum og setti kerti ofan á þá…

…og þegar þetta kemur saman með útipottunum og stjörnunum, þá er ég sko vel sátt…

…smá síprisar frá því í sumar…

…svörtu kertin er eins og litlir pípuhattar að sjá…


…stemming…

…svo er það líka snilld við þessi kerti, að það er auðvelt að blása á þau og slökkva – enda er það nauðsynlegt þegar að stærðin er þetta mikil…

…sko bara!

…ég beið svo eins og krakki eftir jólunum eftir að það tæki að dimma…

…svo ég gæti myndað almennilega stemmingu fyrir ykkur…

…og rökkrið olli ekki vonbrigðum…

…en kertin verða svo hátíðleg og falleg svona – elska þau alveg…

…sjáið þið Molahausinn fyrir innan glerið…

…bara kózý!

…ef ég ætti að ráðleggja ykkur – þá myndi ég samt kippa þeim inn á milli þess sem þau eru notuð.  Okkar stóðu úti allan desember, og lengur, í fyrra.  Þau þoldu alveg frostið, en það varð erfitt að kveikja á þeim þegar að vatn hafi náð að frosna í kringum kveikinn.  Þannig að til þess að tryggja að kertin endist þér sem lengst – þá er snilld að kippa þeim bara inn á milli…

…og vel þess virði – sjáið bara…

…ég lét þau einmitt loga á Hrekkjavökunni, en þetta er fullkomið í desember fyrir jólaboðin og hvað þá á áramótum…

…mér finnst þau hvítu svo hátíðleg en svörtu meira svona töff…

…og litlu kertin í steypustjakanum eru alveg að gera heilan helling…

…elska þetta alveg – var ég nokkuð búin að segja það?!

…enn meiri stemming að horfa út – svona þarf að vera þegar við borðum jólamatinn!
Kertin og standarnir fást eins og áður sagði í öllum helstu Krónu-verslununum.

…í þessari kózýstemmingu segi ég bara góða helgi – hafið það sem allra best og mest af öllu, verið góð við hvort annað ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

10 comments for “Skreytum úti, skreytum inni…

  1. Alma Sigrún
    03.11.2018 at 07:32

    Mjög falleg kerti. Svo huggulegt! Var að pæla í svona útihúsgögnum.. hvernig finnst þér þau haldast í kuldanum og vætunni?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      03.11.2018 at 11:02


      Húsgögnin stóðu úti allan seinasta vetur og það sá engan mun á þeim, þannig að þau eru að standa sig vel og haldast súper!

  2. Sigríður S Gunnlaugsdóttir
    03.11.2018 at 09:20

    Falleg kérti og svo kósý hjá þér😊Hvar færðu stjakana undir kértin?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      03.11.2018 at 11:01

      Takk fyrir ♥
      Stjakarnir fást líka í Krónunni, ásamt kertunum! 🙂

  3. Ingibjörg Kristjánsdóttir
    03.11.2018 at 10:02

    Yndisleg kerti ekkert smá kósý

  4. Svanhildur Sigurdardottir
    03.11.2018 at 13:59

    Fallegar skreytingar hja þér, spurning er hvar fást þessar fallegu stjörnur?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      04.11.2018 at 01:01

      Takk fyrir! Stjörnurnar fengust í Blómaval en eru því miður uppseldar að mér skilst!

  5. Elìn Guðrùn
    04.11.2018 at 17:59

    Alveg geggjað….og sem blaðberi à nòttu get êg sagt að það er fàtt hlýlegra en að koma með blöðin ì hùs þar sem lifandi ljòs er við ùtihurðina💞💞

  6. Halla Sveinsdóttir
    11.11.2018 at 11:48

    Elska allt með kertum, var að flytja úr einbýli í blokk og er strax búin að gera pínu fallegt fyrir framan hjá mér, en vantar góða pínu stóra lukt, hef ekki rekist á þannig hér á Akureyri, eða ekki eins og ég vil. En held áfram að leita. Mér finnst skipta miklu máli að hafa fallegt fyrir framan hús og einnig á pallinum eða þar sem msður getur komið því fallega fyrir 💖

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *