Svona eru jólin…

…dásemdar jólin!  Í fyrsta sinn tók ég mér bara frí frá tölvu yfir jóladagana, naut þess að borða, sofa og vera með fjölskyldunni 
…enda eru jólin svolítið bara svoleiðis, að vera og njóta – ekki satt?
…í vikunni fyrir jól komu nokkrir glitrandi fagrir frostdagar, sem létu allt vera eins og í jólaævintýri…
…það þurfti að pakka inn nokkrum gjöfum á seinustu metrunum……hér pakkaði ég flösku einfaldlega inn í börk með vír, og setti smá Thuju utan um…
…eins var ég að gefa sælgæti, sem ég skellti bara í vírkörfu – setti ofan í viskustykki, smá af greni og könglum – og svo nammið.  Súper einfalt en fallegt…
…við kíktum í bæinn á föstudag fyrir jól, fengum okkur að borða – röltum laugarveginn – kíktum á jólaköttinn…
…og svo á fallega skautasvellið á Ingólfstorgi…
…svo fallegt og vel heppnað…
…yndisleg kvöldstund…
…meira af krispí vetrardögum…
…það varð allt svo ótrúlega fallegt úti…
…hvert einasta strá þakið frostrósum…
…og hversdagslegir hlutir urðu nýjir og framandi…
…aldrei þessu vant tók ég vökunóttina og kláraði innpökkunina aðfaranótt þorláksmessu…
…sem var dásamleg nýbreytni…
…og alls konar pakkar biðu tilbúnir…
…sumir glamúrvæddir…
…með bílum…
…og loftbelgjum…
…fékk mér loksins jóladúk, mjög svo fullorðins.  En þessi var á tilboði hjá Húsgagnahöllinni (sjá hér – smella)
…ofsalega fallegur, ljósgrár með hvítu mynstri…
…og svo var raðað á borð, en í þetta sinn fyrir sjálf jólin…
…hátíðina sjálfa…
…kveikt á öllum kertum aðventukransins – á þorláksmessu…
…og hátíðleiki í loftinu, jólatöfrar…
…búið að taka til fötin..
…hreint og straujað á rúm…
…sumir eru slakari en aðrir að bíða jólanna…
…svo rennur upp aðfangadagsmorgun…
…allt er tilbúið – allur þessi hamagangur er orðinn að ró – það eru komin jól…
…bleikur roði á himni…
…kveikt á kertum…
…allir ótrúlega slakir að horfa á sjónvarpið…
…þar til allt í einu ruddust inn jólasveinar…
…yngri kynslóðinni til mikillar gleði…
…og þeir komu færandi hendi…
…litlir krúttmolar…
…tveir eins 🙂
…fjögur kerti…
…og svo var bara að skella á sig andliti og taka til hendinni í eldhúsinu…
…tréð var sífellt bústnara eftir sem leið á daginn – alltaf að bætast við pakkana…
…jólin sko!
…jóladiskarnir komnir á sinn stað…
…og ég fann út að vera með svona stór kerti á matarborði, þýðir að hægt er að hafa kveikt á þeim allan daginn, og það var ánægjulegt…
…jólabörnin hrein og strokin…
…þó að Molinn hafi ekki verið of samvinnuþýður til myndatöku…
…þá voru þessi öllu stilltari ♥
…forréttur kominn á borð – og svo náist ekki að mynda meiri mat – hann var bara etinn líkt og um seinustu kvöldmáltíðina væri að ræða 🙂
…þau tvö með litla Mola og stóra Mola…
…smekkfullt tré af pökkum…
…kveikt á öllum kertum…
…og loksins komið að pökkum…
…amman og afinn fengu sitt…
…og frænkan auðvitað líka…
…en þessi fengu víst mest…
…einbeittur við opnun…
…og margt sem þarf að skoða…
…ævintýralega falleg súkkulaðitré frá góðri vinkonu…
…ég vona svo sannarlega að þið hafið átt yndislega og gleðilega jólahátíð.  Að þið hafið borðað eitthvað gott, knúsað mikið og fengið fallegan pakka.  Jólin eru bara einu sinni á ári, og þau hafa alltaf einhvern ævintýraljóma og kveikja á nostalgíu.  Börnin stækka og eldast, eins og við öll, og þetta snýst um að njóta þess sem við höfum – einmitt í dag – um leið og við lítum til baka með þakklæti fyrir það sem liðið er ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

3 comments for “Svona eru jólin…

  1. Margrét Helga
    27.12.2018 at 09:54

    Gott hjá þér að taka þér frí og bara njóta ❤ Þetta hafa greinilega verið yndisleg jól hjá ykkur! Haldið áfram að njóta og taka því rólega 🎄

  2. Ásta María
    27.12.2018 at 10:01

    Yndislegur póstur. Allt svo fallegt hjá ykkur. Og þessi dagur þarna fyrir jól, þegar allt var svona “frozen”, þetta var eini dagurinn sem ég komst í bæjarferð fyrir jólin, og þetta var bara þarna í Reykjavík, ekki hér fyrir austan fjall og ekki á leiðinni, en mikið var þetta fallegt. Uppi við Rauðavatn þurfti bóndinn nánast að beita frúna harðræði til að koma henni inn í bæinn og drífa innkaupin af 😆 Það var alveg undurfagurt.

  3. Anna Braga
    27.12.2018 at 21:48

    Dásamlegt!❤️🎄

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *