Sumarsvæði í Rúmfó á Smáratorgi…

…eins og ég sýndi ykkur um daginn þá setti ég upp sumarsvæði inni hjá Rúmfó á Bíldshöfða (sjá hér).  Svo fór ég á Smáratorg og gerði svona “systrasvæði”, með sama settinu og en notaðist við ýmistlegt annað með, því svæðin eru mjög ólík.
En mig langaði samt að deila með ykkur nokkrum myndum, sér í lagi þar sem svo margir voru að sjáskjóta myndirnar sem ég setti inn á Snappið (soffiadoggg).

Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.

…ólíkt því sem gengur og gerist utanhúss þá var ekki mikið um tréverk eða grænt þarna inni, þannig að ég setti upp hillur til þess að geta sett potta með smá blómum á veggina…
…hillurnar eru ekki ætlaðar utanhúss en gætu eflaust gengið tímabundið, en þó má gera ráð fyrir að þær myndu ryðga með tímanum…
…mér fannst líka mjög skemmtilegt að nota blómin á veggina (koma líka fuglar og fiðrildi).  Þetta er reyndar heldur ekki ætlað til þess að vera utanhúss en gæti eflaust gengið – væri kannski sniðugt að spreyja til þess að vera frá ryði…
…mottan er líka sérlega sumarleg og sæt, og svo er nauðsynlegt að gera lit í settin með fallegum teppum og púðum…
…þessi borð koma með settinu og ég er mjög hrifin af þeim, æðislegt að vera með tvö í misjafnri hæð, til þess að stilla upp á…
Svo af því að þau eru svört þá er fallegt að vera með trébrettið á þeim og það tengist líka litinum á mottunni.  Sko, sjáið bara hvað maður er útpældur…
…taskan finnst mér æði, og hún er auðvitað með sunddóti þannig að hægt sé að skella sér í pottinn eða laugarnar, þetta er sumarstemming…
…þessir blómakassar voru líka nýkomnir og eru sérlega töff, og gervi bambusinn er alveg að gera góða hluti…
…ég setti líka upp borð og stóla á smá palli þarna…
…og ég verð að segja að ég elska þessa krakkastóla, mér finnst þeir æðislegir…
…koma líka í fleiri litum…
…við settum síðan upp ljós, sem passaði vel við útirými – en þetta ljós væri æðislegt t.d. tvo – þrjú saman í horni á stofu…
…þá er svona flest upptalið, ef þið eruð með frekari spurningar þá má alltaf skjóta þeim að hér fyrir neðan…
…og ég mun svara að bestu getu…
Vebbestrup-sett (tveir stólar, sófi og tvo borð)
Púðar
Stór vínglas
Lingon – stólsessur
Tabby hilla
Lingon – teppi í sófa
Ljum blómastandur

Snerra ljós…annars sendi ég ykkur bara knús inn í daginn, sem er fyrsti föstudagurinn af tveimur í þessari viku 😉
Ekki amalegt!
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni🙂

3 comments for “Sumarsvæði í Rúmfó á Smáratorgi…

  1. Margrét Helga
    09.05.2018 at 10:44

    Væri alveg til í að það væri ekki svona mikið rok á svölunum hjá mér…þá myndi maður kannski gera eitthvað svona kósý 🙂

  2. Anonymous
    09.05.2018 at 22:12

    Hvaða litur er á veggnum sem svörtu hillurnar hanga á ?
    Mjög flottur 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      10.05.2018 at 22:23

      Ég bað um að þetta væri málað í Kózý gráum – sem er SH-litur frá Slippfélaginu 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *