Hver er orginal?

…en það er alltaf spurning sem vert er að leita svara við 🙂

Ég meina, Sálin hans Jóns míns spurði meira segja að þessu um árið, og ef Stebbi er að spá – þá þarf að gá!

Við erum hjarðdýr, og það er alveg víst að okkur líður “vel” þegar við erum að gera eitthvað sem við vitum að fellur öðrum til geðs.  Það sést t.d. berlega á innanhústískunni hérna heima, en þegar við skoðum innbú þá er enginn vafi á því að það eru trend í gangi, einhvað sem er “normið” og “in” hverju sinni.

Hins vegar langar mig alltaf að reyna meira og meira að ýta undir að fólk fylgi meira sinni sannfæringu, fari eftir því hvaða hlutir eru að gleðja hjartað – burtséð frá því þá er auðvitað ekkert að því að falla fyrir einhverju sem er vinsælt.  Mér finnst það vera jafn kreisí að vilja ekki eitthvað sem er vinsælt þrátt fyrir að þér finnist það fallegt, eins og að vilja eitthvað bara af því að það er vinsælt.

Ég held að þið þekkið mig orðið það vel, hérna inni, að ég er alls ekkert eltast við merkjavörur.  Það skiptir mig alls engu máli hvort að hlutirinn er úr Rúmfó, Góða eða Epal – ef mér finnst hann fallegur – þá er það það sem máli skiptir.

En hins vegar, þá get ég sagt ykkar annað – fyndið eða ekki fyndið.  Ef mig langar í Kahler-vasann, eða Iittala-kertastjaka, þá þarf það að vera alvöru.  Mér finnst ekkert gaman að eiga “feik”.  Ég komst að því eftir að við fórum til Krítar árið 2004 og ég fékk mér “Louis Vuitton” tösku.  Sem var auðvitað ekkert Louis Vuitton taska, að ég hef aldrei notað þær neitt.  Finnst sem sé ekkert gaman að þykjast vera önnur en ég er.  Ekki misskilja, er algjörlega sátt við tuðruna mína sem ég keypti á afslætti í Hagkaup – en greyjið gervi Louis, hann kúrir bara inni í skáp.

Úr þessu öllu, yfir í það að ég vasaðist í ýmsu um seinustu helgi.  Eiginlega gott betur en það, ég datt í´ða.

Þannig er má með vexti að ég hefði lengi horft á vasa sem var til sölu bæði hjá Hjarn og hjá Módern, en þar sem að blessaður vasinn kostaði 29.þús – þá var hann hvorki á innkaupa- né óskalista.

Verðið gerði það að verkum að ég ætlaði mér ekkert að eignast hann.  Svo var ég að þvælast inni á módern.is og sá að vasinn góði var kominn á 70% afslátt, sem þýddi að hann kostaði um 7þús.

Eftir það var ekki aftur snúið, enda á ég erfitt með að standast góð kaup…

www.skreytumhus.is-001

…og ekki er hægt að velkjast um í vafa um að vasinn góði er afar fagur, að mínu mati…

www.skreytumhus.is

…og eins og áður sagði, þá stendur hann hér blessaður við hliðina á kalkmáluðum stjökum úr Góða 😉

www.skreytumhus.is-003

…en ég lét ekki staðar numið – sko, ég sagði ykkur að ég datt í´ða!

Ég fékk hérna um árið Love Song-vasana frá Kahler, frá systur minni, og þeir hafa verið í uppáhaldi.

Ég átti sem sé þessa tvo minni (sjá hér)

minniggg7-2015-01-15-154355

…og verandi öfginn sem ég er – þá langaði mig náttúrulega svoooo mikið í tvo stærri líka.

Þannig að þegar ég sá þessar elskur, með 50% afslætti, þá voru örlög þeirra – og mín ráðin (er þetta nokkuð of dramatískt?)…

www.skreytumhus.is-0032

…og eru þeir ekki bara dásamlegir!  Þetta eru sem sé Love Me Tender og It Had To Be You.

Góð ábending til ykkar er líka að kanna hvort að vasarnir sem þið eigið geta nýst sem blómapottar – eins og hér.  Maður getur víst ekki alltaf átt afskorin blóm, en orkídeurnar standa næstum að eilífu amen…

www.skreytumhus.is2

…og þetta bjútí fékk líka pláss í stofunni…

www.skreytumhus.is-0022

…enda ekki hægt að stilla svona dýrgripum upp í eldhúsi sko…

www.skreytumhus.is-0031

…og þar með líkur þessum pósti, og þvílíkur kjaftagangur á einni konu sko!

Eigið nú yndislega helgi og njótið þess að baka bollur og meððí ♥
www.skreytumhus.is-0041

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

4 comments for “Hver er orginal?

  1. Margrét Helga
    05.02.2016 at 13:52

    Glæsilegir nýju vasarnir þínir! 🙂 Til hamingju með þá!! 😀 Snilld að hafa fengið þá á útsölu…

  2. Ásdís
    05.02.2016 at 22:33

    Hvar fær maður svona fína vasa á þessum góða afslætti?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      05.02.2016 at 23:17

      Ég fékk þá hjá http://www.modern.is – en ég held að útsalan sé búin hjá þeim, því miður!

  3. 08.02.2016 at 12:12

    Allt svo fallegt hjá þér Soffía. Væri sko til í að fá þig í heimsókn til að raða fallega upp fallega dótinu mínu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *