Einfaldari breytingar…

…við vitum flest að Joanna Gaines frá Fixer Upper/Magnolia er fær um að breyta hreysi í höll án mikilla vandræða. Hún er búin að vera að sýna frá því nýlega hvernig hún gerði svona mini-breytingar á nokkrum rýmum. Sem sé ekki verið að skipta út öllu eða taka niður veggi, heldur að einblína á að breyta með málningu, listum og sniðugum lausnum. Skoðum smá!

Ný verkefni sem kallast Mini Reni, röð hraðvirkra verkefna sem veita „raunveruleg dæmi um hvernig á að takast á við rými án þess að þurfa verktaka, brjálaða fjárhagsáætlun eða mánaðartíma.”

AD fékk einkarétt fyrstu innsýn í fyrsta Mini Reni, sem fól í sér að takast á við þrjú herbergi – stofu, borðstofu og svefnherbergi – og endurskoða rýmin algjörlega á viku með því að nota fyrst og fremst málningu, veggfóður,  gluggameðferðir og Magnolia húsgögn og innréttingar .

Byrjum á fyrir myndinni af stofunni:

…og svo eftir:

Til að halda kostnaði í lágmarki einbeitti Gaines teymi sér að einföldum en áhrifaríkum uppfærslum eins og nýrri málningu, ljósabúnaði og innréttingum. Upprunalega stofan var með veggpanil sem var barn síns tíma, og loftflísum, og þessu hélt hún og görbreytti með því að mála bæði vegg og loft. Yfir flísarnar á gólfinu fór svo stór gólfmotta í hlutlausum litum sem gerði rýmið samt svo hlýlegt.

Á móti græna litinum eru ljósir litir og viðartónar sem hjálpa til að búa þess notalegu stemmingu sem sóst var eftir…

Það gerir mikið að setja hinn stærri mublur, að vera ekki hræddur við að nota þær. En t.d. með stóra skápinn þá verður hann ekki of yfirþyrmandi þegar að það er pláss ofan á honum sem er hægt að nota fyrir skrautmuni. Viðargluggatjöldin eru líka ótrúlega falleg inn í þetta rými.

Borðstofan fyrir:

…og svo eftir:

…upprunalega borðstofan – með hvítum veggjum, hvítum innréttingum og hvítu lofti – var autt blað þegar Gaines og teymi hennar byrjuðu að vinna að því. Ein stærsta umbreytingin sem þau gerðu var að setja upp viðarrimla/spítur í loftið, sem gefur rýminu dýpt og vídd.

…eins með því að mála loftið í dekkri tón, sem og mjóu hurðina á veggnum (kústaskápur) þá er rýmið allt í einu orðið mikið hlýlegri, og bara áhugaverðara. Mjúkar línurnar á viðarborðinu eru síðan að fá að njóta sín og svartir stólarnir og ljósið eru fullkomnar andstæður við. Mottan og gardínurnar gefa þessu síðan þá mýkt sem plássið þarf. Með því að láta gardínurnar ná yfir allan vegginn virka gluggarnir stærri og allt verður glæsilegra.

…svefnherbergi fyrir:

…svefnherbergi eftir:

…hér er rýminu skipt skemmtilega upp með viðarlista og veggfóðri fyrir neðan hann…

…blái liturinn gefur því dýpt og viðurinn á móti skapar hlýleika og kózýfíling…

…þessar endurbætur ættu nú að virka hvetjandi á hvern sem er. Hvað það er hægt að bæta mikið með málningu og einföldum ráðum og þarf ekkert alltaf að sprengja sparabaukinn til þess að fá flotta útkomu!

Smella hér til að skoða!

Photos and info via Magnolia.com og Architecturaldigest.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *