Ný árstíð…

…er þá tekin við og ég er svo innilega tilbúin fyrir sumarið! Við vorum hérna heima allt seinasta sumar vegna framkvæmda og fórum því ekkert fjölskyldan saman, og af því leyti fannst mér ég missa svolítið af sumrinu. Ég held persónulega að manni sé það einstaklega holt að komast aðeins í burtu frá hversdagsleikanum og komast í nýtt umhverfi. Talandi svo um nýtt umhverfi, þá tók ég það kannski ekki svo langt – en ég svissaði út áklæði á sófanum í stofunni…

,,,finnst það allaf jafn magnað hvað það gerir mikið fyrir mig andlega að poppa aðeins upp hlutina hérna heima, að skipta út og breyta – og bara koma hreyfingu á orkuna inni í húsinu…

…sýnir í raun hvað það þarf lítið til þess að gera mikið…

…skipta út vösum og blómum í vasana…

…skipta út teppum…

…og púðum, eða bara setja nýtt púðaver utan um…

…síðan gerði ég líka smávægilegar breytingar á sjónvarpsveggnum…

…en ég keypti mér þessi veggpotta í Dimm.is núna um daginn og finnst þeir alveg sérlega fallegir…

Veggvasar í hvítu – smella hér!
Veggvasar í brúngráu – smella hér!

…fyrst var þetta svona en þetta er miðstærð og minnsti, og mér fannst þetta ekki alveg vera að passa…

…þrátt fyrir að vera mjög ánægð með báða pottana…

…þannig að ég fór og keypti annan lítinn pott og færði þann stærri hinum megin við myndina…

…var mikið ánægðari með það – betra jafnvægi…

…glæra deildin…

…fallegu gervi hortensíurnar fengust í Húsgagnahöllinni í fyrra minnir mig…

…smálegt skraut hér og þar…

…gervigreinar sem ég hef átt í fjöldamörg ár en minna mig alltaf á vorið og fá þá að koma inn í hús…

…svo munar öllu um þessa dásamlegu birtu sem er að gleðja þessa dagana…

…vona að þið eigið yndislega helgi framundan ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *