Skuggarnir lengjast…

…í lok dagsins, og nú er svo sannarlega farið að líða á seinni hluta sumarsins.

www.skreytumhus.is-013

Ég ákvað því að vera bara með lítinn og léttan póst, bara svona rétt kíkt í kringum sig í eldhúsinu…

www.skreytumhus.is-005

…og ég hef smá gaman að því að sjá fánalengjuna fyrir utan gluggan og hvað hún er svona næstum eins og skraut í glugganum líka…

www.skreytumhus.is-006

…hér er svo sem allt með kyrrum kjörum, fyrir utan blandarann sem flutti nýlega inn og nú eru gerðir boozt-ar og sjeik-ar eins og enginn sé morgundagurinn…

www.skreytumhus.is-007

…ekki mikil hollusta þarna – en þetta eru sykurpúðaafgangar úr afmælinu, sem ekkert gengur að klára 🙂

www.skreytumhus.is-008

Annars fannst mér þessar myndir eitthvað skemmtilegar.  Látlausar ef það er rétta orðið…

www.skreytumhus.is-009

…engin ljós, engin kerti – bara skuggarnir sem myndast af birtunni frá gluggunum…

www.skreytumhus.is-010

…og það er eitthvað dásamlega dramatískt við svona flagsandi hvítar gardínur…

www.skreytumhus.is-011

…ekki satt?

www.skreytumhus.is-012

…hér sést líka blessuð ritvélin frá því í seinustu viku…

www.skreytumhus.is-014

…á eyjunni er líka gömul kanna sem ég keypti hjá henni Blómfríði (sem ég sýndi ykkur hér)

www.skreytumhus.is-023

…mér finnst hún alveg dásamlega falleg…

www.skreytumhus.is-017

…og sjáið bara grey eydda ljónið sem kúrir á henni – hefur eflaust gætt að mörgum kakóbollum í þessari…

www.skreytumhus.is-018

…í 3ja hæða bakkanum kúrir líka stórt glas með tréeggjum, sem eru eitthvað svo fallega sveitó…

www.skreytumhus.is-024
…og á efstu hæðinni eru gömlu sykurkörin og auðvitað eitthvað af rörum…

www.skreytumhus.is-025

…og smá af blómum á eldhúsborðinu, en ég fékk mér einmitt þessar bouquet-rósir og þær stóðu í næstum 2 vikur – þvílíkt duglegar…

www.skreytumhus.is-026

…svona var annars þessi litli skuggalegi póstur um ekki neitt – eigið annars góðan mánudag  ♥

www.skreytumhus.is-015

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Skuggarnir lengjast…

  1. Margrét Helga
    10.08.2015 at 11:29

    Dásamlega yndislegur 🙂

  2. Arna Ósk
    10.08.2015 at 15:50

    Það er samt eitthvað svo yndislega fallegt við þessa skugga…. dæs…..

  3. Greta
    10.08.2015 at 20:05

    Ahhh….svo mikil rólegheit í þessum pósti.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *