Skreytum Hús – 4.þáttaröð – 3.þáttur…

…þá erum við í þáttaröð 4 og þriðji þátturinn fer í loftið í dag. En þættirnir verða 6 rétt eins og í hinum seríunum, og koma inn vikulega á Vísir.is og á Stöð2+.

Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 3 á Vísir.isog þátturinn er líka á Stöð 2+!

…og eins og alltaf þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn!

Anna Lotta býr ásamt unnusta sínum, tveimur sonum og kettinum Esju í nýlegri íbúð í Reykjavík. Hjónaherbergið er á efri hæðinni, undir súð og þar voru þau í smá vandræðum með geymslupláss. Upphengi fyrir föt og annað slíkt. Ég fór því á stúfana og við ákváðum að tækla þetta…

…hér sjáið þið fyrirmyndirnar af herberginu. En eins og sést þá er þarna skrifborðsaðstaða og kommóða sitt hvoru megin við hurðina. Síðan var þarna inni rúm og lítil náttborð. Það var ekkert mikið meira inni í rýminu…

Moodboard:

…eins og Anna Lotta tekur fram í þættinum þá dreymdi þeim um að eignast dimmt svefnherbergi og til tals hafði komið að nota svartan lit á veggina. En þegar að þau fóru að skoða litina þá varð djúpur og fallegur blár tónn fyrir valinu, Drottningarblár…

…og útkoman varð svona líka djúsí og fallegt hjónaherbergi.
Dimmir veggir og dökkar hirslur sem ramma inn rúmið…

…en til þess að fullnýta plássið þá settum við stórar kommóður sitt hvoru megin við rúmið. En þetta er snilldarlausn í stað þess að hafa bara lítið og nett náttborð. Þá er þarna fullt af auka geymsluplássi sem við fáum…

…og það kemur líka fallega út að sjá þetta svona sem heild…

…ég fann síðan fallegar gylltar höldur í Bauhaus sem breyttu svo mikið ásýnd kommóðunnar. En hún varð einhvern vegin mikið meira grand…

…ég keypti síðan einn rúmgaflsveggþilju í JYSK sem er 200cm á breidd og við fullnýttum hana til þess að útbúa rúmgafl/hlíf yfir ofninn/undir glugganum…

…hluti af þiljunni af síðan festur aftan á kommóðurnar þannig að þetta myndaði alveg eina heild yfir allan vegginn. Ódýr lausn en breytti svo ótrúlega miklu…

…hér sjáið þið hvernig þetta lítur út, áður en dýnan kom ofan á…

…til þess að fá rétta litinn, þá blandaði ég saman brúnu og tekk bæsi…

…hér sést síðan rúmið með dýnunni ofan á…

…borðplatan verður þá í raun “dýpri” þegar að þiljurnar eru komnar aftan og svo er auðvelt að láta snúrur detta niður og fela þær þannig…

…en ég var alveg sérstaklega ánægð með hvernig þetta kom út…

…Önnu Lottu langaði að gera eitthvað spes við veggina sitt hvoru megin við hurðina. Fyrst vorum við að hugsa um viðarþiljurnar sem hafa verið svo vinsælar, en eftir smá umræður þá ákváðum við að prufa veggfóður. Slippfélagið er einmitt farið að flytja inn veggfóður og úrvalið var hreint geggjað. Þannig að það var úr vöndu að ráða. En að lokum valdi hún þetta fallega gyllta veggfóður sem var dásamlegt við bláa litinn…

…ég fékk snillinginn hann Einar Beinteinsson, ásamt félaga, til þess að redda mér við uppsetningu á veggfóðrinu og það var magnað að fylgjast með þessum fagmönnum að verki og sjá hversu hratt og vel þeir leystu málið…

…og útkoman var svo falleg…

…alveg hreint einstaklega fallegt veggfóður, sem kom svo vel út með bláa litinum…

…inni í skotið settum við síðan þetta snilldar fatahengi frá Bauhaus (kemur í fleiri útgáfum líka). Þetta “look-ar” svoldið eins og þetta sé gert úr pípulagningarrörum. Svo töff útfærsla. Svo mætti bæta hengi fyrir framan ef þau vilja loka á þetta með tímanum…

…hinum megin settum við síðan skrifborðið aftur…

…en hann Siggi snillingur smíðaði nýjan kassa ofan á skrifborðið, sem ég bæsaði í stíl við rúmgaflinn…

…þannig að þetta er svona opið og nettur svona “NY loft stíll” á þessu…

…þriðja kommóðan fór svo inn í hliðarskotið, en á bakvið hana er pláss – þar sem hægt er að setja geymslukassa og annað sem þarf að koma fyrir, en fatahengið er á hjólum því auðvelt aðgengi þarna á bakvið…

…og aftur breytti það öllu að setja fallegu höldurnar á kommóðurnar…

…við endann á rúminu setti ég síðan alveg geggjaðan bekk frá Dorma, með fallegu hvítu áklæði og alveg hreint pörfekt til þess að létta aðeins þarna inni…

…sængurverið er í þessum dásamlega rustic orange lit og kemur frá JYSK og mér fannst því kjörið að setja léttara rúmteppi ofan á – eitthvað sem færi ekki mikið fyrir þegar það væri ekki á rúminu…

…en púðarnir ofan á rúminu eru frá Dorma…

…kötturinn Esja var í það minnsta svo ánægð með þetta allt saman, og ég tók ca 300 myndir af henni…

…ykkar kona sérlega kát ♥

…yndislegt verkefni fyrir yndislegt fólk – en það er fátt skemmtilegra en þegar að vel tekst til og allir eru hamingjusamir! Hjartans þakkir fyrir að treysta mér fyrir rýminu ykkar elsku Anna Lotta og fjölskylda ♥

Fyrir og eftir:

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát ♥

1 comment for “Skreytum Hús – 4.þáttaröð – 3.þáttur…

  1. Jane Petra
    12.11.2023 at 09:24

    Snilldarlausnir hjá þér elsku Soffía og dásamlega fallegt svefnherbergi 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *