Hitt og þetta á föstudegi…

…enn og aftur föstudagur.

21-2015-05-21-181040

Það er mesta furðan að það skuli ekki vera komin jól nú þegar þegar tekið er mið af því hversu hratt tíminn æðir áfram.  En, í það minnsta, þá er grasið núna farið að grænka og það er yndislegt.  Í dag var æðislegt veður, og það var yndislegt, og nú er helgin komin, og það er yndislegt 🙂

En þrátt fyrir að stofan sé böðuð í sólarljósi þá er ég ekkert að gefast upp á kertunum, og ákvað að vera með nokkur falleg á stofuborðinu ásamt litlum kertastjökum…

02-2015-05-21-175716

…mér finnst munstrið á þessum bakka sérlega fallegt og fékk hann í Rúmfó – en kórónan fékkst í A4…

03-2015-05-21-175727

…annars er allt með kyrrum kjörum, eða hvað – sjáið þið hann?

06-2015-05-21-175747

…ég get ekki annað en hlegið þegar ég tók eftir þessum, sem stóð þarna í felum við bókarkjölinn – eflaust í einhverjum skæruhernaði…

05-2015-05-21-175738

…og orkídeukrúttið er að gera sig tilbúna til þess að blómstra, mér til mikillar gleði og ánægju…

07-2015-05-21-175752

…og á klukkuborðinu tók þessi við sér, hinni til samlætis…

10-2015-05-21-175827

…og það sniðuga er, að hún var nýbúin að blómstra og ég átti eftir að klippa niður stilkinn.  En þá tóku ný blöð að myndiast á enda stilksins, og meira að segja loftrætur farnar að skjóta sér út – dugleg er hún…

Hér er t.d. stór póstur um orkídeur: smella

09-2015-05-21-175806

…sum sé, allir í sátt og samlyndi í stofunni…

08-2015-05-21-175800

…spurning um að sækja ljósa áklæðið – svona til þess að breyta í sumarstofu?

22-2015-05-21-181045

Talandi um sátt og samlyndi – þá eru fáir sem verða eins glaðir og Stormurinn, þegar að uppáhaldsmanneskjan hans kemur heim úr vinnu…

17-2015-05-21-172211

…henn er við það að missa sig af gleði…

15-2015-05-21-172147

…og já, hann stóð á afturfótunum og hoppaði þannig!

Kreisí dog!

16-2015-05-21-172148

Annars segi ég bara góða helgi í bili og í næstu viku þá ætla ég að sýna ykkur svoooo margt fínt 🙂

19-2015-05-21-181012

*knúsar út í kosmósið*

18-2015-05-21-180943

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

4 comments for “Hitt og þetta á föstudegi…

  1. Elísabet
    22.05.2015 at 20:51

    Ég verð að spyrja, klippir þú alltaf stilkana eftir að blómin falla af orkídeunum? Ég hafði ekki hugmynd um það en mín er að verða ansi skrautleg með stilka í allar áttir 🙂 Koma annars ekki aftur blóm á sama stilkinn? Með kveðju, Elísabet

    • Soffia - Skreytum Hús...
      22.05.2015 at 20:57

      Já oftast geri ég það – en þó, það sýnir svo hér að það borgar sig kannski ekki alltaf 🙂

      • Elísabet
        22.05.2015 at 21:06

        Ég held að það hafi bara einu sinni komið stilkur út úr öðrum stilki hjá mér en oftast eru þetta nýjir sem koma. Ég ætla að prófa að klippa, mín er orðin eins og kolkrabbi… með anga í allar áttir 😉

  2. Margrét Helga
    23.05.2015 at 12:42

    Yndislegur föstudagspóstur hjá þér…legokallinn gerir sko gæfumuninn í uppstillingunni 😉 Góða helgi mín kæra!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *