Veggfóður í Slippfélaginu…

…ég get ekki annað sagt en ég er svo ofurspennt fyrir nýjung sem kom í Slippfélagið núna um áramótin: Veggfóður! Ég fékk að skoða bækurnar með sýnishornunum núna í haust og ég varð algjörlega yfir mig hrifin. Það er líka algjört möst að benda á það að þó að myndirnar sem þið sjáið hérna á netinu séu fallegar, þá er það ekki nema bara rétt toppurinn á ísjakanum. Það er alveg geggjuð áferð á mörgum, og litirnir eru einhvern veginn mikið dýpri og flottari og því nauðsynlegt að gefa sér tíma að fara niður í Slippfélag í Skútuvogi og skoða:. Ég gef Slippfélaginu orðið:

//samstarf

Nýjasta viðbótin í vöruúrval Slippfélagsins er veggfóður. Stórtkostlegt, vandað veggfóður sem gleður augað. Hægt er að velja úr fjölbreyttum litum, allskonar áferðum og einstökum mynstrum. Sjón er sögu ríkari svo við mælum með að gera sér ferð í Slippfélagið að skoða úrvalið.

Fyrst um sinn munum við aðeins bjóða upp á sérpantanir af veggfóðri en það tekur fáeina daga að fá veggfóðrið til landsins eftir að það hefur verið pantað. Veggfóðursbækurnar eru einungis til sýnis í verslun okkar Skútuvogi 2.

Komdu, skoðaðu og finndu. Við hjálpum með rest.

Um er að ræða nokkrar mismunandi bækur með ólíkum veggfóðrum, en allar eiga það sameiginlegt að vera ótrúlega bjútífúl!

Smella hér til að skoða Botanica-línuna!

Smella til að skoða City Glow-línuna!

Smelltu til að skoða Essentiell-línuna!

Smella til að skoða Flora-línuna!

Smella til að skoða Kids Walls-línuna!

Smella til að skoða Shades Iconic-línuna!

Smella til að skoða Urban Spaces-línuna!

Smella til að skoða Vintage Deluxe-línuna!

Við fengum einmitt tækifæri til þess að nota veggfóðrið í einum þætti af SkreytumHús-þáttunum í seinustu seríu og þetta kom alveg dásamlega út. Það var líka svo gaman að sjá hversu mikið þetta breytir rýminu á örskömmum tíma, en við fengum jú fagmenn til þess að setja þetta upp og þeir unnu hratt og vel – smella fyrir þátt!

Hlakka til að nota meira af þessu í framtíðinni og ef þið eruð í breytingum og notið veggfóður frá Slippfélaginu, þá megið þið sko endilega tagga mig á Instagram ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *