Hreint borð, autt blað…

…er það ekki svoldið svoleiðis sem janúar er.  Heitin eru sett:
“í ár breyti ég um lífstíl”
“í ár ætla ég að hætta að breyta í hverjum mánuði heima hjá mér”
eða bara eitthvað gáfulegt sem okkur dettur í hug,

Það er kannski líka þess vegna sem að mér líkar það vel að taka niður jólaskrautið.  

Það þýðir bara eitt, það þarf að raða upp á nýtt, sem þýðir smábreytingar.  
Sjittt…..strax fallin á breytingar-áramótaheitinu!

En þetta þarf ekkert að vera neitt stórt, kannski er það bara að skipta út púðum eða teppum…

…eða leyfa krans frá jólunum, sem er ekkert endilega jóló, eða hanga áfram uppi á vegg – nú og já jafnvel bjöllur líka…

…en mér finnst allt verða eitthvað svo ferskt þegar að jólaskrautið fer niður – sennilega eina tímabilið á árinu þar sem mér finnst ég vera smá “minimalísk” – hey, maður má láta sig dreyma!

…en svona í janúar er maður að nota svo mikið fallegar lýsingu – kerti og lampa…

…í staðinn fyrir jólatré, þá er Molinn kominn með “skemilinn” sinn á réttan stað…

…eitthvað sem hann er alsæll með, eins og sést…

…allt orðið svo “hreint” eitthvað að sjá, þegar að jóladótið hverfur á braut.

Þið megið hins vegar hunsa þetta fína “skraut” í miðið frá eiginmanninum – ekki beint það sem ég hefði helst valið að hafa uppi við…

…en þið sjáið hvað ég meina, allt eitthvað svo ferskt svona…

…ég leyfði trjánum frá Ker að standa lengur og kertastjökunum frá Dottir, þetta er ekkert bara jóló sko…

…er alltaf jafn hrifin af Bubba-verkunum mínum sem ég færi reglulega á milli staða…

…og svo setti ég ljós í lukt frá JYSK fyrir jólin…

…og mér finnst svo einstaklega falleg birtan sem kemur af því…

…látum þetta duga í bili og við Moli segjum bara góða helgi
og njótið þess að gera eitthvað skemmtilegt ♥  

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *