Innlit í Rúmfó og meira til…

…ég get bara ekki hætt að “hausta” hérna heima. Enda skólinn að byrja í næstu viku og kannski bara einhver rútína að fara að færast yfir okkur. Þannig að mig langaði að sýna ykkur aðeins betur suma hlutina frá því í gær, bara svona til þess að dáðst aðeins að þessu betur…

En fyrst þetta, og er þessi póstur unninn í samvinnu við Rúmfó en að vanda eru allar vörurnar valdar af mér og uppstillingar/hugmyndir frá mér komnar...

…en fyrst nokkrar myndir úr búðaleiðangrinum og þessar myndir eru úr verslun Rúmfó á Smáratorgi…

…þessi hérna er pottþétt með fallegustu óhreinatauskörfum sem ég hef séð…

…önnur karfa sem gæti unnið fegurðarsamkeppni…

…og sú þriðja, þessi hér er hreint gordjöss…

…hér sjást skrautgreinarnar og dásamlegu gylltu hnífapörin…

…hér sjást einmitt þessar grænu greinar komnar í vasa…

…bleiki liturinn á kertunum er líka sérlega fallegur, svona föööölbleikur…

…haustfílingurinn í púðum…

…og þessi skemill – luvs it…

…og já, ég var alveg í stíl 🙂

…við mæðginin erum að rokka hatta þessa dagana…

…en eins og áður sagði, þessi vasi er hreint geggjaður og öll blómin sem eru í fást líka í Rúmfó…

…fallegu kertin að njóta sín…

…þessir diskar og skálar þykja mér sérlega fallegir, fíla svo vel þessa ljósu rönd með…

…og hér tók ég bara eins skálina og sneri henni við, og setti svo disk ofan á – la voila, kökudiskur á fæti. En grínlaust, þá EEEEEEELSKA ég þennan vasa með rauðbrúnu skrautgreinunum….

…fullkomin leið til þess að nota hnífapör sem skraut…

…hvað er þitt uppáhalds? Ég er greinilega öll í bastinu og vösunum 🙂

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *