Innblástur…

…ég var að vafra um á netinu, rétt eins og svo oft áður, og fór inn á heimasíðuna hjá Target til þess að skoða nýju Hearth and Hand-línuna frá Joanna Gaines og Magnolia. En þar sem jólin eru búin, þá fer allt svona létt og ljós og meira út í vorið að streyma inn.

En þar sem sendingarkostnaður frá USA er alveg sérlega dýr þessa dagana þá er ég ekki beint í pælingum um að panta þaðan, og svo tók ég líka eftir að það er ansi margt sem fæst í þessari línu í Target, sem á tvíburasystur eða bróður í JYSK um þessar mundir. Þannig að mig langaði að sýna ykkur nokkra hluti á báðum stöðum.

Fallegar bast diskamottur eru alltaf klassísk, en sérstaklega þó að vori eða á sumrin, hérna sjáum við nánast eins á báðum stöðum! Vil líka benda á þessar í JYSK er sérstaklega fallegar, mjúkar og fallegur litur á þeim…

Bukketorn diskamotta – smella hér!

Marmaratrendið er ekkert á útleið, og litlir bakkar eru snilld á svo mörgum stöðum. Gæti verið góður í eldhúsið, á baðið undir snyrtidót, fyrir ilmvatn og skartgirpi í svefnherberginu. Möguleikarnir eru ótal margir…

Valdemar skrautbakki – smella hér!

Lítil glös með mynstri eru alltaf klassísk. Finnst reyndar dásamlegur liturinn á þessum “bleiku” frá Target en þið fáið mjög álíka í JYSK nema bara glær…

Ture glas – smella hér!

Þessir hérna eru nú bara mjög svipaðir ekki satt? Reyndar finnst mér í þessu tilfelli fallegri bollinn í JYSK og skemmtilegur þessur brúni neðri hluti. Hægt að fá teketil í stíl…

Halfdan kanna – smella hér!

Trébretti er jafn sniðug til brúks og til skrauts og þessi hérna eru nánast eins…

Kjell skurðarbretti – smella hér!

Kremaðir diskar með dekkri rönd, til á báðum stöðum og þá þarf ekki að burðast með þetta í handfarangri frá USA, húrra…

Ferdus diskar – smella hér!

…og að sjálfsögðu fást skálar í stíl…

Ferdus skálar – smella hér!

Fallegar bastmottur, kringlóttar og með smá mynstri eru til á báðum stöðum…

Sandeltre motta – smella hér!

Smáborð eru snilld í stofuna, svo geta þau verið alveg pörfekt sem náttborð, geggjaðir blómastandar og jafnvel út á pallinn yfir sumarið – hérna finnst mér JYSK borðið eiga vinninginn…

Lydum smáborð – smella hér!

Kannski svolítið random póstur en líka gaman að spá í hvað það er margt svipað sem fæst þegar maður fer bara að horfa eftir því – vona að þið hafið haft smá gaman að! ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát ♥

2 comments for “Innblástur…

  1. Steiney
    21.01.2024 at 14:39

    Mjög skemmtilegur póstur, meira svona 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      24.01.2024 at 01:26

      Takktakk 🥰

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *