Ítalskt sumar á pallinum…

…það er ekki hægt að neita því að sumarið hefur verið alveg hreint yndislegt hérna á höfuðborgarsvæðinu frá því í byrjun júlí, þannig að ef við reynum bara að sleppa því að taka júní inn í jöfnuna þá er þetta dásamlegt sumar. Við höfum því eytt ófáum dögum hérna á pallinum og notið þess í ystu æsar að gera stundum ekki neitt, og stundum verið að stússa hitt og þetta…

Bauhaus //samstarf

…göngutúr að Hvaleyrarvatni var eins og að vera í útlöndum, með Mola. Það var fólk út um allt, ma að synda í vatninu og bærðist ekki hár á höfði…

…alveg hreint dásamlegt…

…það er svo fyndið að rölta á eftir honum, því að það er alltaf eins og hann sé að flagga með þessu skotti – og alveg skemmtilega útskeifur eins og Chaplin…

…og forvitin auðvitað…

…sjálf var ég að horfa á öll þessi dásamlegu villtu blóm sem vaxa hérna í nærumhverfi okkar og er svo gaman að nota á sumrin – smella hér til að skoða!

…það er líka svo gaman að taka með sér heim á pallinn…

…en svo var annað sem var enn vinsælla heim á pallinn, en við fengum okkur loksins Ooni pizzuofn eftir miklar pælingar og hringi um hvort að það ætti að verða 12″ eða 16″ ofn.

Þannig að ég skundaði í Bauhaus og starði á ofnana og að lokum valdi ég 12″ ofninn – enda er hann ótrúlega handhægur og snilld ef maður ætlar að nota hann t.d. í útilegur eða eitthvað slíkt…

…ég var alsæl með þetta og stillti þessu upp hérna heima, en fékk svo bakþanka…

Smella til að skoða 12″ ofna í Bauhaus!

Ég spurðist þá fyrir um þetta á Instagram og fékk helling af svörum…

…þannig að ég skundaði á nýjan leik upp í Bauhaus, og svissaði yfir í 16″ ofninn,
vá hvað ég er að erfið týpa 🙂

Smella til að skoða 16″ ofn í Bauhaus!

…með ofninum tók ég síðan:

Hlíf
Snúningsspaða
Pizzaspaði

Auk þess fengum við okkur pizzuskerann og hann er líka algjör snilld: smella hér!
Svo eru til borð og margt annað fyrir ofnana og þið getið skoðað úrvalið með því að smella hér!

…og þetta er grínlaust algjör snilld. Við erum enn að venjast að nota ofninn. En strax í fyrstu tilraun gerðum við eitthvað það besta hvítlauksbrauð sem ég hef smakkað…

…gott trix sem ég fékk var líka að hita ofninn, auðvitað, en að lækka hitann áður en farið er að setja pizzurnar inn. Eins verður að segjast að snúningsspaðinn er alveg nauðsynlegur…

…svo er bara að leggja á borð fallega og njóta, eða bara borða og njóta…

…við erum í það minnsta peppuð fyrir komandi pizzakvöldum. Höfum verið að nota deigið frá Ikea sem hefur verið mjög fínt, og ég verð að mæla með brauðstangarkryddinu frá þeim, alveg snilld…

Hvað er Ooni

Ooni hannar, framleiðir og selur einstaka pizzaofna.  Ooni selur pizzaofna um heim allan. Heitt og hratt er hvernig þú bakar virkilega góða pizzu – allir okkar ofnar fara upp í 500C og baka alveg ótrúlegar pizzur á aðeins 60 sekúndum!

Með Ooni pizzaofnum geta allir gert pizzur á heimsmælikvarða.

Áður en Ooni varð til og þig langaði í góða pizzu, þá þurftir þú að fara á veitingastað eða eyða stórfé í hefðbundinn pizzaofn, en ekki lengur!

Ef þú ert mikill pizzuaðdáandi og vilt fá fullkomna pizzu upplifun heima hjá þér , þá verður þú að eiga pizzuofn frá Ooni. Þessir ofnar verða mjög heitir (500C) sem gefur fullkomlega stökkan pizzabotn. Svo eru ofnarnir okkar líka færanlegir svo það stendur ekkert í vegi fyrir því að taka ofinn með þér í garðveisluna eða ferðalagið. 

Ofnarnir eru líka auðveldir í notkun og baka pizzurnar auðveldlega eins og fagmenn á veitingastað.

Með pizzaofni frá Ooni getur þú notið þess að borða heimsmælikvarða pizzur heima hjá þér!

Texti fenginn af heimasíðu Bauhaus!

…vona að þið séuð að fara að eiga yndislega helgi, spáð meira af góðu veðri og við ætlum að baka pizzur yfir helgina, en þið?  ♥♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *