Innlit í Blómaval á Akureyri…

…nú og þar sem ég á ekki svo gott með að skella mér bara norður sí svona, þá fékk ég sendar myndir frá henni Ásthildi verslunarstjóra, þar sem hún bar mér þær fréttir að búðin væri hreint sneisafull af nýjum og dásamlegum pottaplöntum…

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Blómaval!

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Blómaval!

…það er sem sé 20% afsláttur af öllum pottaplöntum og svo eru líka sértilboð af t.d.: jukkum, friðarliljum, burknum, ástareldi, monsterum, indjánafjöður og skýjabletti…

Indjánafjöður

…það er líka svo yndislegt að fá smá svona grænt inn á þessum árstíma – það er farið að birta og við erum að fá smá forskot á vorið…

…svo eru það dásamlegu hortensíurnar…

…ég er sjálf með þurrkaðar hortensíur í vasa, og mínar eru orðnar um 2ja ára…

…þessi tilboð á blómum eru að sjálfsögðu ekki bara á Akureyri heldur líka í öllum verslunum Blómavals. Svo eru þeir líka að bjóða upp á frí námskeið á höfuðborgarsvæðinu í umhirðu pottaplanta:

– AUKANÁMSKEIÐ 7. MARS KL 19:30 – 21:00

Námskeiðið 21.febrúar er fullbókað – bættum við aukanámskeiði 7.mars – allir velkomnir.

Lærðu allt sem þú þarft að vita um pottaplöntur s.s. plöntuval, uppröðun, umhirða, vökvun, umpottun, áburðagjöf, birtuskilyrði o.fl.
Skráning er ókeypis – sendu póst á namskeid@blomaval.is

Takmarkað sætaframboð.

Vilmundur Hansen og Lára Jónsdóttir segja og fræða þátttakendur á skemmtilegan og líflegan hátt eina kvöldstund. Í lok námskeið verða svo frábær tilboð af pottaplöntum og tengdum vörum fyrir þá sem vilja.

Vilmundur Hansen stýrir námskeiðinu af sinni alkunnu snilld ásamt Láru Jónsdóttur. Þau eru bæði garðyrkjufræðingar með áratuga reynslu.

Vilmundur er garðyrkjufræðingur og löngu landsþekktur fyrir fræðistörf og skrif sín um plöntur og ræktun. Hann er einnig stofnandi og stjórnandi síðunnar Ræktaðu garðinn þinn á Facebook. Þetta er námskeið sem þú vilt ekki missa af 🙂

Lára Jónsdóttir er garðyrkjufræðingur og hefur veitt viðskiptavinum Blómavals frábæra þjónustu í áratugi.

Smella hér til þess að skoða nánar!

…sem sé, ef þið eruð á Akureyri, þá myndi ég kíkja á hana Ásthildi!
Eigið yndislegan dag og ég sendi ykkur bara knús ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *