Fallegt inn í haustið II…

…meira af fallegu frá Rúmfó/Jysk inn í haustið, sem er nú alltaf extra djúsí og huggulegt. Núna ætlum við að vera í mjúku deildinni, sængurver, teppi og púðar. Kerti og kózýheit…

…það er fátt eitt betra til þess að gera huggulega stemmingu en fallegir lampar. Það ætti bara næstum að vera ólöglegt að nota loftljósin nema til að ryksuga 🙂

…þessi lampi er að koma inn nýr og mér finnst hann alveg geggjaður. Flottur í laginu og þessi litlti gullhnúður ofan á honum er smáatriði sem ég kann virkilega að meta!

Markus lampi – smella!

…annar sem er mjög ólíkur en vá hvað hann er heillandi á margan máta. Þessi er retró og bara töff…

Viggo borðlampi – smella hér!

…loftljós sem er að koma sterkt inn er þetta hér. Held að 2-3 svona saman væru alveg æði…

Kornelius ljós – smella hér!

…vegglampar eru líka æðislegir og sérstaklega þegar þeir eru að varpa fallegum skuggum, þessi er einmitt þannig. Gæti t.d verið sérlega flottur sem náttborðlampi…

Linus vegglampi – smella!

Með rými eins og svefnherbergi þá er auðveld leið til þess að breyta til að skipta bara út rúmfötunum. Rúmið er oftast nær einn mest áberandi hluturinn inni og því breytist svo margt um leið og þau breytast.

Það er ekkert smávegis mikið af fallegum rúmfötum sem eru að koma inn núna. Byrjum á litinum sem er einn sá heitasti núna, grænn. En þessi eru dásamleg og svona smávegis mynstur sem brýtur þetta upp…

Tone sængurver grænt – smella!

…kemur líka í fallegum bláum lit…

Tone sængurver blátt – smella!

…þetta hér kemur svona sterkt inn í rómantíkina, með fínlegu blómamynstri og smá dass af bleiku og bláum tón…

…hér er síðan annað sem er bara í hlutlausari litum en sérlega fallegt…

Helga sængurver – smella hér!

…ekkert hlutlaust við þetta en fallegt er það svo sannarlega. Svo er líka hægt að snúa því á tvo vegu sem er alltaf snilld…

Erna sængurver – smella!

…þetta hérna beigelitaða sett finnst mér alveg draumur, með fínlegu hvítu mynstri…

Anine sængurver – smella!

…ég varð hvað spenntust yfir þessu hérna, alveg sérstaklega flott. Dásamlegt blómamynstur á einni hliðinni en svo rólegra hinum megin, þetta eru bara tveir fyrir einn nánast…

…og kemur líka í þessum tryllta bláa lit – hvernig á að vera hægt að velja?

Smella til að skoða!

…þetta gráa röndótta sængurverasett er svo endalaust flott…

Smella fyrir Milano sængurverasett!

…og svo er er það einn af heitustu litunum, þessi svona gulbrúni rustlitur…

…Hoie settin eru líka alveg einstaklega góð, alltaf eins eftir alla þvotta og mýkjast við notktun/þvotta…

Smella fyrir sængurver!

…dásamlegt beige velúrteppi, svo mikið fallegt og gengur með svo mörgu…

Smella fyrir rúmteppi!

…og svo líka rómantík og blóm…

Smella fyrir rúmteppi!

…svo eru það teppin og púðarnir, úffff það er nú eitthvað sem ég stenst aldrei!

…þessi finnst mér mjög flottur. Hlutlaus og pörfekt til þess að nota með fleiri mynstrum…

…og hvað er flottara en bekkur og slatti af góðum púðum á…

…þessir eru mjög fallegir saman, og báðir með mynstri í jarðlitunum sem eru heitastir núna…

…svo er alltaf fallegt að setja mildan liti með, eins blái hérna…

…tveir nýjir velúrpúðar, annað kremaður en hinn í mildum bláum…

Smella fyrir skrautpúðana!

…og með púðunum þurfum við kózý teppi og þessi hérna eru alveg draumur…

Smella fyrir teppi í þremur litum!

…það er nú eitthvað notalegt við þetta, rútína og skóli að hefjast. Taka fram teppi og púða og fleiri kerti – taka á móti hausti í svona huggulegri stemmingu! ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *