Villiblóm til skreytinga…

…að sumri til finnst mér alltaf jafn gaman að grípa með mér lúpínur úr vegakantinum og nota í vasa. Ég er með þær jafn innan- sem utandyra, og finnst þær alltaf jafn fallegar. Þær sem eru úti á palli geta staðið í rúmar 2 vikur, en þetta fer auðvitað allt eftir hvar blómin eru í blómgunartíma þegar þau eru tínd í vasann…

..um daginn vorum við með matarboð og settum einmitt upp langborð hérna heima og ég var með þrjár grúbbur á borðinu með blandi af vösum og kertastjökum…

…vasarnir eru samansafn sem ég hef safnað í gegnum tíðina, en eiga það allir sameiginlegt að vera ódýrir og glærir fyrir 1-3 stilka af blómum. T.d. er þarna í vasi frá Ikea sem kostar 195kr…

…en lúpínur eru ekki einu blómin sem við eigum almennt hægan aðgang að, heldur eru alls konar villiblóm sem vaxa í okkar nærumhverfi sem við getum notað til þess að fegra umhverfið okkar…

…ég fór með Mola í göngutúr og týndi sóleyjar, kerfil og hvönn til þess að bæta með og gerði alveg svona villiblómaborðskreytingu…

…ótrúlega einfalt en samt svo sumarlegt og fallegt…

…ég er búin að eiga vasana lengi og þeir hafa verið notaðir í ótal fermingar og brúðkaupsveislum í gegnum tíðina, en ég mæli með að reyna að hafa í það minnsta 3 mismunandi hæðir á vösunum til þess að þetta komi sem fallegast út…

…svo dásamlega ferskt og fagurt…

…það má auðvitað líka nota mismundandi glös í þetta, eða jafnvel bara krukkur og annað slíkt…

…ég fékk ansi margar pödduspurningar og það hefur ekki verið vandamál hjá mér, ég hristi blómin vel áður en ég fer með þau inn og svo má jafnvel dunka þeim ofan í vatn í fullum vaski ef þörf krefur…

…mæli svo sannarlega með að prufa – það er gott að nota og njóta á meðan blómanna nýtur við!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Villiblóm til skreytinga…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *