Rölt í Góða…

…mér finnst alltaf gaman að rölta hringin í Góða Hirðinum, það er orðið sjaldnar að ég versli eitthvað en það er alltaf gaman að skoða og spá og sjá eitthvað sniðugt fyrir sér.

Þessi rammi fannst mér t.d. mjög svo fallegur…

…þessi mynd er nú ógleymanleg…

…það var eitthvað heillandi við þessa…

…Jón blessaður bíður eftir að vera keyptur…

…svoldið öðruvísi…

…nóg af pinnastólum, en þeir geta verið svo flottir þegar maður málar þá í alls konar litum…

…ég var alveg að fara að kaupa þennan og mála með matarsódaaðferðinni (sjá hér)

…sama um þennan við hliðina…

…þessir hérna tveir voru líka svoldið skemmtilegir…

…stór og mikill þessi, fyrir þá sem fíla útskurð…

…ég var meira að horfa á þennan, en hann er næstum eins og skápurinn sem ég er með á ganginum hjá okkur, svona grunnur og ekta fyrir bækur eða slíkt…

…þessi tvö náttborð var eitthvað sem ég sá fyrir mér í barnaherbergi, svo falleg…

…þessi er bara alveg eins og kommóðan á ganginum hjá mér, sem ég er búin að mála…

…annað fallegt náttborð – mætti mála þetta í fallegum lit…

…rókókó fyrir allar drottningarnar….

…þessi var eitthvað svakalegur, ég gat ekki gert upp við mig hvort að hann væri æði eða ekki…

…en þessi hér, hann var bara eitthvað krútt…

…mjög svo vígalegir borðstofustólar, og einn með örmum…

…þessir eru alveg ekta ömmu og afa stólar, held að það hafi verið bara næstum alveg eins heima hjá mömmu þegar hún var snuð…

…önnur sem mér þótti ansi falleg…

…ég er alltaf að horfa á vasana með það í huga að mála þá, en hér hefur einhver verið búinn að föndra…

…held að þessi hafi verið með inflúensuna…

…fallegar könnur, sjáið þessar bara fyrir ykkur fylltar blómum…

…ok sko, mamma átti alltaf blómavasa eins og þessi – en þetta er svona skál á fæti og rosa stór – aldrei séð þessa áður…

…skemmtilega öðruvísi…

…önnur skál á fæti…

…alltaf nóg af kertastjökum, og þessir stóru – þeir gætu verið geggjaðir málaðir…

…amen….

…nú og ef þú ert týpan sem er búin að vera að leita að mörgæsafjölskyldu, þá er hún fundin!

…og annars finnst mér alltaf vera að aukast að finna alls konar styttur…

…þessir gætu orðið flottir…

…þetta er svona ekta kaffihúsaborð með þungum fæti, alveg ekta til þess að skella á svalirnar myndi ég halda…

…annar sem ég var ekki viss um, gæti þessi orðið fönkí í bústaðinn ef fætur og armar væru t.d. málaðir í svörtu?

…og enn ein klassíkin, tekk skrifborðið…

…ok, og ef þið viljið eiga svona ekta ammerískt strandhús – þá eru þessir að koma sterkir inn í þemað. Nú eða gera þá rustic svarta og kannski bara smá franska? Hmmmm….

…hvað var að grípa þig? Eitthvað sem þú hefðir ekki getað skilið eftir?

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

1 comment for “Rölt í Góða…

  1. Anna
    10.05.2022 at 08:23

    Sorglegt hvernig Góði hirðirinn er orðinn. Eins og hann var æðislegur fyrir 2-3 árum með öðrum stjórnendum. Núna er bara drasl þarna spurning hvert góða dótið fer😥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *