Ofur einfalt DIY…

…eins og ég sýndi ykkur í vikunni þá fór ég í Góða hirðinn og tók smá rúnt þar (sjá hér). Í þetta sinn fann ég nú eitt og annað smálegt sem mig langaði að breyta örlítið, og leika mér með. Ég segi í þetta sinn, því að það er ekkert sjálfgefið að finna alltaf eitthvað þegar maður leitar í svona nytjamarkaði – það getur alveg tekið nokkrar ferðir að finna “rétta stöffið”. Ég hef svona lítið verið að breyta og bæta undanfarið og mér fannst því fínt að finna mér bara eitthvað lítið til þess að koma mér í gírinn aftur. Kíkjum á þetta…

…í þessum pósti langar mig að beina sjónum ykkar að kertastjökunum tveimur og rauða vasanum…

…en eins og hafið eflaust séð á samfélagsmiðlum þá hafa margir verið að leika sér með að blanda matarsóda saman við málningu. Það sem gerist við það er að málningin þykknar öll upp, verður grófari og ótrúlega skemmtileg áferð sem kemur á hana. Má í raun líkja henni við mjög grófa kalkmálningu.

Það er auðvelt að setja bara ” paint and baking soda” í leitina á google og þið fáið ótal niðurstöður upp. Almennt virðist vera talað um 1 bolla af matarsóda á móti 2 bollum af málningu, en mér fannst bara best að prufa mig áfram. Ég var með gamla dós af uppáhalds grófu útimálningunni minni frá Slippfélaginu, sem var með rúmlega botnfylli í og ákvað því að blanda bara beint í hana. Gluðaði því bara matarsódanum ofan í og hrærði, hélt svo áfram að bæta við þar til ég fékk áferðina sem ég var ánægð með…

…auk þess að mála vasann og stjakana, þá fékk þessi litli styttuhaus líka að kenna á penslinum…

…en útkoman var svo langt umfram mínar vonir. Áferðin er gróf og töff, mjög svona upphleypt og spennandi…

…hér sjáið þið í þetta blautt, og þið sjáið hversu gróft þetta verður.

Auka tips: Það er snilld að nota svona diskamottur að mála á, auðvelt að snúa hlutinum og svo festist ekkert við hana, líkt og getur gerst með dagblöð…

…lokaútkoman varð því þessi. Ég vildi bara óska að ég gæti leyft ykkur að koma við þetta til þess að finna hversu massíf og töff málningin verður…

…þið sjáið hana enn betur hér, og það má næstum segja að því meira sem þið setjið á því grófari verður áferðin, þannig að bara málið eins illa og þið getið…

…báðir glerkassanir fengust líka í Hirðinum og ég gat ómögulega skilið þá eftir þar…

…hausinn varð líka flottur þegar hann var kominn í kassann…

Langar að fara yfir nokkrar algengar spurningar sem ég fékk:

Það var enginn grunnur settur undir, þetta er bara málað beint á. Almennt er ég ekki að nota grunn nema á húsgögnum sem að mæðir mikið á.

Hvernig er að þrífa þetta? Nú er ég bara búin að eiga þetta í ca 4 daga 🙂 Reynslan er því ekki mikið, en það er bara almennt hægt að nota rykkúst, eða bara að skola af þessu. Ef það skyldi eitthvað flagna af við þrifin, þá er lítið mál að bletta bara í og laga.

Hvað tekur þetta langan tíma? Í þessu tilfelli hjá mér, þá voru þetta kannski 20 mín að mála allt og þrífa pensilinn. Þetta er ótrúlega einfalt og skemmtilegt, en hættulega ávanabindandi. Ég horfi á allt núna og spái í hvernig þetta lookar í nýjum búningi.

Ég prufaði líka að nota bara venjulega veggmálningu og blanda matarsóda saman við hana og það kom líka skemmtilega út. Þá var ég að nota ljósan lit yfir svartan grunn, og þá þarf greinilega að fara fleiri umferðir heldur en þegar maður málar svart.

…hvernig lýst ykkur svo á?
Á að prufa sig eitthvað áfram með þetta? Einfalt væri bara að mála t.d. krukku til þess að byrja með, bara svona til þess að kanna málið. Svo snilld að nota málningarprufur í þetta, eða bara afganga af málningu sem þið eigið – endurnýtið, endurnotið og gefið einhverju sem er kannski bara að bíða ykkar í geymslunni nýtt líf ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

1 comment for “Ofur einfalt DIY…

  1. Sigrún Helgadóttir
    03.08.2022 at 14:15

    Þetta er mjög fallegt hjá þér, þú ert algjör snillingur að sjá þetta fyrir og gaman að fylgjast með 🥰

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *