Mæðradagsblómin…

…ég skellti mér í Samasem til þess að dáðst að stútfullum blómakæli með mæðradaginn (sem er á morgun) í huga. Þar sem ég veit að þið komið til með að spyrja, þá er Samasem staðsett á Grensásvegi 22, og það mega allir versla þarna inni. Það er líka opið til kl 17 bæði í dag og á morgun!

#samstarf

…fyrir mér er mæðradagurinn alltaf svoldið bleikur, það er bara einhvern veginn svo mömmulegt…

…en það eru auðvitað til nánast allir litir undir sólinni sem maður getur hugsað sér…

…sama hvort að þið séuð að leita að rósum eða einhverju öðru…

…mæli t.d með að skoða brúðarslörið, því að setja brúðarslör í vasa er alveg afskaplega fallegt…

…eins og þið sjáið hér!

…svo bendi ég líka á að skoða vasana sem eru á góðu verði, og það verða auðvitað allir vendir fallegir í flottum vasa…

…svo fannst mér þetta vera sérstaklega sætt – gæti verið svo skemmtilegt með t.d. potta- eða sumarblómum fyrir einhverjar mömmur með græna fingur…

…ég valdi mér nokkur eftirlætisblóm með heim, svona til þess að setja saman í vendi og sýna ykkur…

…ég er með Hybericum ber, bóndarósir, eucalyptus, chrysanthemum og lysianthus…

…eða en þetta er allt svona sem tónar fallega saman, enda eins og áður sagði, mikið uppáhalds…

…ég valdi líka tvo vasa,s vona til þess að sýna ykkur hvernig þetta kemur út…

…fyrst og einfaldast, túlípanar – það er mjög fallegt að blanda saman litum. Hér er ég með tvo bleik búnt og eitt hvítt…

…ég veit ekki með ykkur, en ég eeeeeelska túlípana í svona kringlóttum vösum – finnst það æði!

…svo er líka eftirlætistími þegar að bóndarósirnar birtast aftur…

…og ofast nær þarf ekkert annað með þeim – þær eru svo miklar drottningar að þær standa alveg einar og óstuddar…

…og þegar þær springa út, þvílíka fegurðin!

…hér er síðan stærri vasinn, og hér blanda ég saman ýmsum blómum (set inn myndband með þessu á Instagram)…

…og ef maður pakkar inn, þá verður þetta líka alltaf extra hátíðlegt…

…þistlarnir eru líka ótrúlega töff blóm, svoldið svona öðruvísi en t.d. sérstaklega geggjuð í grófa leirvasa…

…annars er það alltaf í uppáhaldi hjá mér að setja smá svona bland í poka í fallega könnu, svona passlega casual allt saman…

…hybericum ber í hvítu – chrysanthemum (krusar)…

…hér er síðan smá gróf blanda, þistlarnir, smá strá og eucalyptus – svona svo groddalegur 🙂

…en fallegt er það…

…en túllípanarnar – þeir standa alltaf fyrir sínu!

Eigið yndislega helgi – mæður, njótið dagsins!

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *