Jólagjafahugmyndir…

…ég vildi týna til nokkrar vörur og gera svona jólagjafahugmyndapóst (vá það er langt orð). Þetta eru vörur sem ég hef mikið verið að nota á árinu sem er að líða og svo bara þær sem mér finnst alveg kjörnar til gjafa. Ég ætla að gera nokkra svona pósta, og þessi er sá fyrst: Húsgagnahöllin – þannig að allar vörurnar sem þið sjáið hérna fást í þar og það eru beinir hlekkir á vefverslun þeirra.

Af því að við erum svona 2 mínútur í jól, þá langaði mig að horfa til mjög svona klassískra hluta, eitthvað sem gæti hentað nánast hverjum sem er, bara klassík.

Áður en við förum lengra þá langar mig að benda ykkur á þennan kertastjaka, en hann er æðislegur – hægt að snúa á tvo vegu og einstaklega flottur…

Smella hér til að skoða!

Múmínaðdáendur eru alveg ótalmargir, og þessar hérna könnur eru alveg yndislegar…

Smella til þess að skoða Múmín!

…og auðvitað til fullt af Múmínbollum…

…Kastehelmi krukkurnar frá Iittala eru alveg afskaplega fallegar, í mörgum litum, og geta nýst á svo margan máta. Inni á baði, í eldhúsinu eða bara fyrir eitthvað smálegt…

Smella til þess að skoða Kastehelmi krukkur!

Falleg glös eru alltaf góð gjöf, og þessi hérna eru súper flott, geggjaður litur!

Smella til þess að skoða Nordal glös í smoke!

Smella til að skoða Nordal glös!

Kay Bojesen apinn er auðvitað klassík, og er til í nokkrum litum. Eins eru til fleiri viðardýr…

Smella hér til þess að skoða Kay Bojesen!

Önnur klassík frá Iittala sem er gaman að safna, Kastehelmi kertastjakarnir í mörgum litum. Eru líka flottir fyrir hyasintur…

Smella hér til þess að skoða!

Þessi hérna geggjuðu glös eru úr Iittala Thule línunni, og eru hugsuð fyrir kampavín og slíkt. Svo falleg og fínleg…

Smella hér til að skoða!

En öll Thule línan er í miklu uppáhaldi hjá mér og algjörlega tímalaus klassík, við eigum einmitt svona glös og þau koma frá tengdaforeldrum mínum og voru keypt í kringum 1970…

Smella hér til þess að skoða!

Kökudiska á fæti er nú alltaf hægt að nota, og þeir eru líka oft einstaklega fallegir. Þessi er t.d. frá Iittala úr Kastehelmi…

Smella hér til að skoða kökudiska á fæti!

Ótal margir eru að safna Iittala Essence glösunum, til rauðvíns, hvítvíns, bjórglös og ótal margt fleira – þannig að fyrir þann sem á allt, þá er hægt að bæta við glösum!

Smella hér til þess að skoða!

Svo er líka sniðugt að nota falleg glös fyrir eftirréttinn, eins og t.d þetta hér sem væri æði fyrir Ris ala man eða slíkt!

Smella hér til að skoða!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *