Húsgögn í Myrkstore…

…Myrkstore hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan hún Tanja hóf rekstur, enda er hún með alveg sérlega fallegar vörur. Fyrst var þetta eingöngu vefverslun en núna er hún til húsa í Faxafeni 10 á 2.hæð, fyrir ofan Módern og á móti Erninum. Þið getið smellt hérna til þess að skoða opnunartíma!

Nýlega bættist heldur betur við flóruna af húsgögnum í versluninni og ég varð bara að deila með ykkur nokkrum myndum af heimasíðunni þeirra!

Myrkstore.is – smella til að skoða!

Rúmgrindurnar sem eru seldar þarna eru alveg einstakar.
Mjúkar, kózý og einstaklega smart:

Rúmgóð, aðlaðandi rúmgrind með mjúkum sveigjum. Höfuðgaflinn og umgjörðin eru mjúklega bólstruð og klædd endurunnu pólýesterefni. Mjúk gæði efnisins vekja hrifningu með fínum glans og minnir á flauel og chenille. Yfirbyggingin er úr spón krossviði og FSC vottuðum furuviði. Lítið loftgap neðst tryggir gott loftflæði og notalegt svefnumhverfi. Hægt er að setja dýnu að eigin vali á rúmgrindina. 
Path rúmbotn – smella!

Þetta geggjaða hliðarborð gæti líka verið tryllt flott sem náttborð:

Stílhreint hliðarborð með borðplötu úr reyktu gleri og borðfæti úr svörtum marmara. Marmari er náttúrulegt efni sem gerir hvert borð einstakt.

Calvin hliðarborð – smella!

Annar töff rúmgafl, hérna í dökkum lit:

Rúmgóð rúmgrind lítur sérstaklega aðlaðandi út þökk sé mjúku, hringlóttu löguninni. Höfuðgaflinn og umgjörðin eru mjúklega bólstruð og klædd látlausu efni sem er skrautsaumað með lóðréttum saumum. Þökk sé hlutlausum lit pólýestergæða lagað líkanið sig fullkomlega að núverandi innréttingum. Ramminn er næstum á gólfi og er þröngt bil sem tryggir að loft geti streymt undir rúminu. Yfirbyggingin er úr FSC-vottaðri furu og krossvið. Hægt er að setja dýnu að eigin vali á rúmgrindina. 

Dermy rúmbotn í svörtu – smella hér!

Dermy rúmbotninn kemur líka í beige lit og er alveg dásamlega fagur og rómantískur!

Dermy rúmbotn í beige – smella hér!

Torello skrifborðin eru alveg einstaklega falleg og koma í fjórum litum. Þrátt fyrir að vera hugsuð sem skrifborð þá held ég að þetta yrðu alveg einstaklega falleg console borð líka:

Hagnýtt og stílhreint skrifborð. Skrifborðið er úr spónlagðri MDF úr öskuspón. Sterka skrifborðið er með sporöskjulaga borðplötu. Hringlóttir, sterkir fætur eru með uppbyggðum brúnum sem gefa hágæða útlit. Hægt er að festa skrifborðið við vegg og fylgja festingar með.

Torello skrifborð – smella hér!

Eitt af því sem ég varð hvað spenntust fyrir voru þessi hérna rúm, en þau eru alveg hreint dásamleg í barnaherbergið – og svo held ég að þau væru bara geggjuð í gestaherbergi:

Aukarúmið er með rimlum og hjólum til að auðvelt sé að draga það út. Einnig er hægt að nota neðri hlutann sem geymslupláss. Dýna fylgir ekki með.Barnarúmgrind í fallegum mosagrænum lit sem hefur sömu virkni og svefnsófi, þ.e.a.s. hægt er að draga fram aukarúm ef vinir vilja gista. Rúmið er með þremur bólstruðum hliðum sem tryggir góðan nætursvefn.
Barnarúmgrind í fallegum mosagrænum lit sem hefur sömu virkni og svefnsófi, þ.e.a.s. hægt er að draga fram aukarúm ef vinir vilja gista. Rúmið er með þremur bólstruðum hliðum sem tryggir góðan nætursvefn.

Bolina rúm – smella hér!

Önnur geggjuð týpa er svo Olema rúmgrindin:

Stílhreinn og fallegur barnarúmbotn í fallegum beige lit sem hefur sömu virkni og svefnsófi, þ.e.a.s. hægt er að draga fram auka rúm ef vinir vilja gista. Rúmið er með þremur bólstruðum hliðum sem tryggir góðan nætursvefn. Aukarúmið er með rimlum og hjólum svo að auðvelt sé að draga það út. Einnig er hægt að nota neðri hlutann sem geymslupláss. 

Olema rúmgrind – smella hér!

Annað einstaklega fallegt fyrir barnaherbergin eru litlu eldhúsin og þau koma í tveimur litum:

Barnaeldhús úr við. Tvær hellur og vaskur með viðarkrana. Hægt er að opna skápana tvo og er hvor um sig með hillu. Með eldhúsinu fylgir einnig snagar með 6 hnöppum til að hengja á. Varan ber CE-merkið og uppfyllir því lagaskilyrði ESB.

Bon Appetit Barnaeldhús – smella hér!

Fyrir þá sem hafa þörf á að vera með aðstöðu fyrir tölvuna og smá svona heimaskrifstofu, en hafa ekki aukarými – þá er þessi skápur algjör snilld. Koma í viðarlit og í svörtu, og eru einstaklega fallegir:

Skápur með innbyggðu skrifborði, falleg og tímalaus hönnun sem nýtir pláss heimilisins vel. Hurðir og fætur þessa skáps eru úr gegnheillri ösku, yfirbyggingin er úr MDF með öskuspón. Útdraganlegt skrifborð og auka hilla fyrir td tölvuskjá. Skápurinn er hannaður með það að leiðarljósi að nóg pláss er fyrir fæturna þegar setið er við skrifborðið. Hægt er að loka skápnum þegar skrifborðið er ekki í notkun. Op á bakhlið skápsins fyrir snúrur.

Sion Skrifborð/Skápur – Smella hér!

Dýrka þessa!

Annað fallegt skrifborð/hliðarborð/gangaborð:

OBIE skrifborðið okkar heillar með fallegum andstæðum marmara og stöðugum fótum úr mangóvið. Borðið er einnig hentugt sem skenkur eða gangaborð.

Obie Skrifborð – smella hér!

Fallegt og stílhreint borðstofuborð í þessum fallega dökka við, en kemur líka í ljósari tón:

Tímlaust og fallegt borðstofuborð hannað af hönnuðinum Andreas Martin-Löf. Borðið gefur frá sér vanmetinn glæsileika þökk sé samræmdum hlutföllum og vandlega völdum efnum. Búið til úr FSC-vottuðum eikarvið.

Kungsholmen Borðstofuborð – smella hér!

Tavira borðstofuborðið er sérlega fallegt og stílhreint, alveg svona ekta “statement” borð:

Hringlaga borðstofuborð úr FSC vottuðu MDF sem hefur verið spónað með málaðri áferð. Borðið er nútímalegt súluborð með sterkum botni í miðjunni. Grunnurinn samanstendur af þremur hringlóttum stoðum með lóðréttum röndum.

Tavira borðstofuborð – smella hér!

Þetta hérna borðstofuborð þykir mér hreint gordjöss, það er bara eins og drottning inni í rýminu:

Ludo Borðstofuborð – Valhnetu – smella hér!

Það er líka gott úrval af fallegum lömpum og þessir hérna nýlega vegglampar þóttu mér sérlega heillandi!

Lampar – smella hér og skoða!

Smella hér til þess að skoða úrvalið í Myrkstore.is
Smella hér til þess að skoða Facebook-síðu Myrkstore.is

Það fást líka alls konar fallegar mottur – smella hér til að skoða!

Einstaklega fallegar vörur og ég mæli svo sannarlega með að skoða Myrkstore nánar – smella hér fyrir fyrri pósta!

Allar myndir eru fengnar af heimasíðu Myrkstore!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *