Innpakkanir…

…jólin nálgast og þá er bara eitt eftir, að koma blessuðum pökkunum í pappír og undir tréð. Sjálfri finnst mér gaman að dúlla og dekra aðeins við þá, og reyni oftast að finna smá svona “þema” í innpökkun. Reyndar held ég að ég sé extra róleg í þessu öllu í ár, en kíkjum aðeins á þetta…

Pósturinn er unninn í samstarfi við Rúmfatalagerinn.

…ég fann allan pappírinn í Rúmfó í ár, en ég var eiginlega bara extra hrifin af pappírnum í ár, sem er mjög fallegur!

…eins og sést, þá reyni ég alltaf að kveikja á kertum, hér er auðvitað smá nammi í skál…

…og oftar en ekki þá er kveikt á Love Actually í sjónvarpinu…

…ég ákvað að nota garn utan um suma pakkana í ár…

…tók brúnt, hvítt og föööölbleikt. Auk þess að finna smávegis punt sem gæti verið fallegt á pakkana (allt frá Rúmfó)…

…það er alltaf fallegt þegar þetta harmonerar allt saman…

…ég var reyndar einstaklega hrifin af þessu tréskrauti, snjókornum og hjörtum sem ég fann líka í Rúmfó…

…sjáið svo bara hvað litli engillinn og garnið er alveg í sama lit…

…eins eru svona mini jólakúlur alltaf fallegar sem pakkaskraut…

…bara binda fallega einfalda slaufu og bæta þeim við…

…eða bara lítil skaufa ein og sér…

…sko bara…

…ég var líka að pakka inn einum konfektkassa, og stundum er bara óþarfi að nota pappírinn…

…þegar kassinn er fallegur er allt eins hægt að setja bara fallegan flauelsborða, smá grænt og skraut og það þarf ekkert meira…

…flauelisborðarnir eru frá Samasem…

….það er eitthvað fallegt við svona svarta flauelisslaufu á svona hreindýrapappír…

…lítill og krúttaður…

…þessi pappír með bleiku garni finnst mér æði…

…garnslaufa utan um og svo nammistafur…

…sonurinn vildi líka ólmur færa kennurunum sínum smá jólaglaðing…

…en ég fann þessar litlu krukkur mjög ódýrar í Rúmfó, setti síðan bara smá konfekmola í, og úr varð sérlega sæt lítil jólagjöf…

…svo eins og alltaf, er bara málið að leika sér svoldið með þetta…

…þá er næsta mál á dagskrá, raða þessu öllu undir tréð og koma á rétta staði!

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *