Svona eru jólin…

…eða svona voru jólin. Ég hef held ég aldrei látið líða svona langan tíma á milli pósta á þessum árstíma, en mikið svakalega var það yndislegt að taka sér bara smá pásu frá þessu öllu og bara slappa svolítið af. En jólin voru yndisleg, að sjálfsögðu hafði það áhrif á allt saman “ástandið” sem er núna – heimapróf og almennt verið að spara knúsin. En jólin eru jólin, og við gerðum það besta úr þessu…

…en svona að miklu leyti hefur tímanum verið varið heima við…

…sem er reyndar bara kózý, svona með smá kertaljós og stemmingu,,,

…ég gerði smá breytingu í stofunni, og ég meina bara smávegis…

…en ég fékk mér fallega græna púða í Húsgagnahöllinni, svona til þess að poppa smávegis upp…

…en mér finnst þeir sérstaklega fallegir með öllu þessu græna sem fylgir jólunum…

…þarna átti reyndar eftir að kveikja á seinasta kertinu…

…annars held ég að ég hafi verið extra “einföld” í jólaskreytingunum í ár…

…var mikið að elska að nota bara greni og kerti – og auðvitað blessaðar bjöllurnar mínar…

…en þetta er geggjaða gervigrenilengjan frá Húsgagnahöllinni, sem er hér á hillunni…

…svo kom loksins blessað jólatréð upp, en við vorum reyndar óvenju sein í ár…

…en óneitanlega verður meiri stemming um leið og það er komið á sinn stað…

…dásamlegu húsin mín frá Húsgagnahöllinni eru á arinhillunni, ásamt gervigreni frá Rúmfó og ég er að elska þennan einfaldleika…

…inni í þeim eru geggjuð led-kerti (líka frá höllinni) og húsin verða svo falleg svona upplýst…

…búið að leggja á borð fyrir aðfangadagskvöldið…

…og tréð orðið alveg smekkfullt af pökkum…

…börnin mín eru orðin svo stór, og samþykkja samt enn “skyldu” myndina fyrir framan tréð…

…stúlkan mín ljúfa sem er löngu vaxin móður sinni yfir höfuð…

…kveikt á kertum og bara eftir að setjast til borðs og njóta…

…ég vona svo sannarlega að þið hafið átt yndislega jólahátíð og notið þess að vera með ykkar fólki…

…ég er í það minnsta endalaust þakklát fyrir allt mitt…

…og best að enda þetta á einni pínu kreisí, en eflaust mjög raunsannri famelímynd ♥♥♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *