Skreytum Hús – 3.þáttaröð – 4.þáttur…

…Þá er komið að fjórða þættinum í 3.þáttaröðinni. En þættirnir verða 6 rétt eins og í hinum seríunum, og koma inn á Vísir.is og á Stöð2+.

Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 1 á Vísir.is
og þátturinn er líka á Stöð 2+!

og eins og alltaf þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn… 

…í þættinum dag kynnumst við dásemdarparinu Telmu og Almari, en þau voru að kaupa sína fyrstu íbúð í Kópavoginum. Þegar hér er komið við sögu eru þau nú þegar búin að rífa allt af gólfunum og hreinlega hreinsa út. Síðan kom það í minn hlut að vera þeim innan handar við að skipuleggja alrými – og svo af því að ég ræð illa við mig, svefnherbergið líka…

…hér sjáið þið fyrirmyndirnar, en eins og sést þá er búin að tæma allt út…

…liturinn sem varð fyrir valinu er einn af mínum uppáhalds. Draumagrár frá Slippfélaginu (smella) sem er liturinn sem ég lét blanda á alrýmið hérna heima hjá okkur. Alveg hreint ofsalega fallegur…

Draumagrár er ljósgrátóna litur með mikilli hlýju. Hann er litur sem flæðir vel um rýmið og er ekki of yfirþyrmandi heldur mjúkur og fallegur.

„Draumagrár – er draumi líkastur, gengur með öllu, hlýr og tekur utan um heimilið. 

…þar sem þau voru að skipta út gólfefnum þá þurfti auðvitað að velja nýtt parket. Rushmore harðparket frá Byko varð fyrir valinu, og er alveg einstaklega lifandi og fallegt gólfefni. Sérstaklega fallegir kvistarnir eru í því…

…og útkoman varð alveg dásamlega falleg. Við ákváðum að halda loftinu/risinu hvítu en mála loftið í eldhúsinu og í forstofunni með sama lit og veggina. Svona til þess að einfalda allar þessar línur sem eru þarna inni…

Kíkjum á Moodboard-ið:

…eldhúsið voru þau búin að ákveða áður ég kom að þessu, en það er mjög fallegt úr Ikea, og sérstaklega fallegt að sjá viðarfrontana á neðri hlutanum á því, gefur mikinn svip…

…svo eins og alltaf, þá er um að gera að stilla upp og skreyta bara með nytjahlutunum – það virkar alltaf prýðisvel…

…þessir bakkar eru frá Dorma, alveg hreint ferlega flottir…

…brúna kannan, blómið, trébrettið og stjakarnir eru svo frá Rúmfó…

…svo átti hún Telma fallegt safn af Múmínbollum sem við vildum leyfa að njóta sín, þannig að þessi hilla var alveg kjörin í málið…

…afsaklega falleg marmarahilla frá Dorma sem er líka til í fleiri litum og stærðum ogþað væri líka hægt að setja svona S-króka og hengja bollana þarna á…

…þegar ég hitti unga parið fyrst þá voru þau alls ekki viss um að koma fyrir neinu borðstofuborði. Planið var jafnvel að vera með lítið barborð við mjóa vegginn og 2-4 barstóla þar. En ég var alveg viss um að við kæmum vel fyrir borði þarna líka, með smá tilfæringum. Eins og sést þá er plássið nægt og þægilegt að ganga um þetta…

borðið er frá Húsgagnahöllinni og er alveg sérstaklega fallegt. Þessir fætur og áferðin á borðplötunni eru alveg að skora hjá mér…

…og við borðið vildum við fallega stóla, helst með álíka fótum, og að lokum urðu þessir hérna fyrir valinu…

…ofsalega fallegir gráir stólar frá Rúmfó, sem er svo þægilegt að sitja í…

..svo þarf að setja eitthvað fallegt á borðið, og þessi vasi frá Dorma, en blóm frá Rúmfó, urðu fyrir valinu…

…hér sjáið þið uppáhalds og fallegustu diskamottuna frá Húsgagnahöllinni sem ég veit um, og hér þá nota ég hana bara eins og dúk…

…stofuveggir geta auðvitað ekki staðið berir og við viljum eitthvað fallegt á þá. Hérna notaði ég bara spegil til þess að “fylla” upp í, því þeir eru með svona ákveðin blingfaktor á veggina, endurkasta birtunni og eru almennt til prýði…

…með honum er fallegi veggstjakinn frá Húsgagnahöllinni, sem er reyndar uppseldur en kemur vonandi aftur…

…þannig að nú er borðstofan búin að fá á sig mynd…

…en ég vildi líka endilega fá þarna inn mublu sem myndi fylla aðeins upp í plássið, án þess að vera “þung”…

Virum glerskápurinn frá Rúmfó var alveg pörfekt í það, pláss fyrir glös og annað slíkt sem þau safna og bara falleg mubla…

…þið sjáið samt hvað það er rúmt um hann og þetta þrengir alls ekkert að…

…þessi dásamlegi riflaði vasi er frá Dorma, en stráin eru blanda frá Húsgagnahöllinni og eru í miklu uppáhaldi hjá mér…

…þetta er allt að harmonera vel saman…

…gardínurnar eru líka frá Rúmfó og heita Odell, mikið notaðar þessa dagana. Sömuleiðis eru brautirnar þaðan…

…og svo er það stofan sjálf, sófinn og þar sem við ætlum að sitja og hafa það kózý…

…en með því að smella sófanum undir gluggann gerðum við í raun plássið fyrir borðstofuhlutann. Sófaborðið og skemillinn er frá Dorma

…við vildum endilega nota dökku viðarþiljurnar frá Byko fyrir ofan sjónvarpsskápinn (sem þau áttu fyrir og er frá Ikea). Með því að skera þiljurnar skáhalt eins og loftið, þá náðum við að ýkja lofthæðina sem gerði svo mikið…

…þessi gordjöss borðlampi er líka frá Byko

…síðan verður sjónvarpið á þessum vegg, á armi sem er hreyfanlegur – þannig að þau geta snúið því þannig að það sé þægilegt að horfa á það úr sófanum…

…upphaflega planið var að láta þiljurnar ná á bakvið sjónvarpsskápinn, en við ákváðum frekar að saga þær þannig að þær smellpassa ofan á skápinn og koma svo niður meðfram honum…

…notuðum síðan eina aukaþilju á ganginn, sem tengdi saman rýmin. Þá erum við með þilju á ganginum, við sjónvarpið og svo er þetta í sama stíl og framan á eldhúsinnréttingunni…

…og aftur notum við mottu til þess að afmarka svæðið og “búa” til stofuna…

…þessi fallega motta er frá Húsgagnahöllinni, og eins og þið sjáið þá er hún sérstaklega falleg við parketið…

skemill frá Dorma fyrir fætur, með geymslu fyrir teppin – love it…

…sófasettið áttu þau fyrir, en það er úr Dorma

…það kom líka fallega út að nota beislitaða púða, ásamt teppi sem þau áttu fyrir…

…þau voru ansi sniðugt og spreyjuðu bara gylltu innbyggðu loftljósin sem voru fyrir…

..og svo var það seinna rýmið, sem við sjáum inn í hér – svefnherbergið…

Moodboard fyrir svefnherbergið:

…það var alveg draumurinn hennar Telmu að eignast Paris rúmgaflinn frá Dorma, enda er hann einstaklega fallegur…

…og þegar allt var komið saman, þá er útkoman stílhrein en falleg…

…hringspegillinn er geggjaður, kemur frá Byko og er með ljósi á bakvið….

…ljósin eru æði, en þetta eru standlampar frá Rúmfó

…Telma átti tvær svona veggeiningar (gamlar frá Ikea) sem voru málaðar svartar, og gerð ein löng vegghilla….

…skáparnir voru líka lakkaðir, sem breytti svo miklu…

…ég er alveg að elska þessa útkomu…

…við erum með pláss fyrir alls konar skemmtilegt punt, en samt bara stílhreint eins og óskirnar voru…

…gardínurnar og rúmteppið gera þetta síðan kózý…

…þetta verkefni var einstaklega skemmtilegt. Það var svo gaman að upplifa með þeim hversu ánægð þau voru með útkomuna og finna að þetta fór fram úr þeirra vonum. Það fannst mér yndislegt!

Takk elsku bestu

Fyrir og eftir myndirnar – hlið við hlið!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild! ♥

2 comments for “Skreytum Hús – 3.þáttaröð – 4.þáttur…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *