Innlit í Rúmfó á Akureyri…

…og ástæða þessarar ferðar var að sjálfsögðu SkreytumHús-kvöldið sem var haldið í lok okt. Þvílík og önnur eins snilldarferð sem þetta var nú, og kvöldið engu líkt, ógleymanlegt og svo skemmtilegt…

…ég fékk tækifæri til þess að leika lausum taumi og stilla upp hér og þar, og naut mín í botn þar sem þessi verslun er nú einstaklega falleg…

…alltaf gaman að stilla upp á borð fyrir ímyndaðar máltíðir og nota eitthvað fallegt skraut á diskana með…

…hér sést samanblanda af því sem ég elska svona mikið um jólin, hvít kerti og nóg af jólatrjám…

Moodboard og hlekkir á það sem er notað hér fyrir neðan…

…uppáhalds snjójólatréð mitt í Rúmfó, fallegi hægindastóllinn og risa hnotubrjótur…

…ég var meira segja að pósa með honum, hann var svo stór…

…smá nærmynd af jólatrénu…

…svo voru hillurnar færðar í jólabúning…

…og það sem þetta snerist allt um, að gera jólaskreytingarnar…

…þessar jólakúlur fannst mér hreint geggjaðar, svo fallegar og æðislegar svona á bakka – stundum þarf ekki meira…

…eins eru kertin hérna hægra megin geggjuð, þetta eru batterýskerti og það er einstaklega falleg birtan af þeim…

Ledkerti

…geggjaðar bastdiskamottur og þetta verður svo fallegt saman…

Bastdiskamottur

…þessi skenkur er nýr og mér finnst hann mjög töff, þessar hurðar eru að gera góða hluti…

…ég held að þeman mitt sé aldrei nóg af grænu 🙂

…þessi rúmföt eru svo mikill draumur…

TALLULAH sængurver

…séð yfir í jóladeildina…

…súper einfalt, stundum þarf bara kerti, kúlur og snjó…

…sleðin sem sló í gegn, og stundum má nota töluverkingar á eitt kerti en ekki fjögur…

…ef þið eigið glervasa þá má bara nota þá og hengja skraut beint á, svo bara snjó í botninn…

…hvítu jólatrén koma þrjú í pakka og eru með ledljósi innan í, mjög falleg. Svo er hérna grindin sem er kjörin fyrir jólaskraut líka…

AMFIBOL LED tré 3 í pakka

…það er svo margt fallegt í búðunum núna…

…það er líka skemmtilegt að setja bara greinar beint á luktinar…

…þessi kringlótta bastmotta er í uppáhaldi hjá mér fyrir jólatrésdúk…

…maður er alveg að komast í jólaskap bara, ekki satt?

…sjáið bara hvað það gerir mikið að segja smá grænt með kertunum…

…eitt af því minnistæðara við kvöldið var mómentið þegar ég uppgvötaði að ég hafði tekið ósamstæða skó með mér norður, sem betur fer voru þeir nokkurn vegin í sömu hæðinni en alls ekki eins 🙂 það mátti hlægja að þessu…

…ég var líka svo ótrúlega heppin með snillingana sem komu með mér norður, en hann Ívar (verslunarstjóri Smáratorg) og Vilma (verslunarstjóri Bíldshöfða) eru náttúrulega ofurteymi…

…svo er líka alltaf einstaklega gaman að mynda í fallegri versluninni, og starfsfólkið á Akureyri er alveg einstakt…

…og ég er svo þakklát fyrir hvað allir, bæði starfsmenn og auðvitað þið sem mættuð á kvöldið, tókuð dásamlega vel á móti mér og okkur – takk fyrir það…

…vona að þið eigið notanlegan laugardag í vændum, farið varlega og rólega, og bara umfram allt – reynið að njóta þess að gera eitthvað skemmtilegt! ♥♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *